Jason Day kláraði dæmið á Whistling Straits - Spieth kominn í efsta sæti heimslistans Kári Örn Hinriksson skrifar 16. ágúst 2015 23:01 Jason Day var vel að sigrinum kominn. Getty Hinn 27 ára gamli Jason Day sigraði á PGA-meistaramótinu sem fram fór á Whistling Straits vellinum og kláraðist í kvöld en þetta er fyrsti sigur hans í risamóti á ferlinum. Day er í hópi allra bestu og vinsælustu kylfinga heims en hann hefur mjög oft verið í toppbaráttunni á lokadegi í risamóti án þess þó að vinna. Hann átti tveggja högga forystu fyrir lokahringinn og lét hana aldrei af hendi en hann lék frábært golf í dag eða á fimm höggum undir pari. Day komst einnig í sögubækurnar í kvöld fyrir að vera fyrsti kylfingurinn í sögu golfíþróttarinnar til þess að leika fjóra hringi í risamóti á samtals 20 höggum undir pari en lykillinn að sigrinum voru án efa púttin og upphafshöggin hjá þessum ástralska kylfingi sem voru í hæsta gæðaflokki alla helgina. Jordan Spieth endaði í öðru sæti á 17 höggum undir pari en með því fer hann upp fyrir Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa leikið ótrúlega vel nánast allt tímabilið. McIlroy sjálfur átti titil að verja um helgina og lék ágætlega í mótinu, endaði á níu höggum undir pari sem verður að teljast gott miðað við þau meiðsli sem hafa plagað hann að undanförnu. Ásamt því að skrá sig á spjöld golfsögunnar fyrir að sigra þetta fornfræga mót fær Day rúmlega 230 milljónir króna í verðlaunafé. Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Jason Day sigraði á PGA-meistaramótinu sem fram fór á Whistling Straits vellinum og kláraðist í kvöld en þetta er fyrsti sigur hans í risamóti á ferlinum. Day er í hópi allra bestu og vinsælustu kylfinga heims en hann hefur mjög oft verið í toppbaráttunni á lokadegi í risamóti án þess þó að vinna. Hann átti tveggja högga forystu fyrir lokahringinn og lét hana aldrei af hendi en hann lék frábært golf í dag eða á fimm höggum undir pari. Day komst einnig í sögubækurnar í kvöld fyrir að vera fyrsti kylfingurinn í sögu golfíþróttarinnar til þess að leika fjóra hringi í risamóti á samtals 20 höggum undir pari en lykillinn að sigrinum voru án efa púttin og upphafshöggin hjá þessum ástralska kylfingi sem voru í hæsta gæðaflokki alla helgina. Jordan Spieth endaði í öðru sæti á 17 höggum undir pari en með því fer hann upp fyrir Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa leikið ótrúlega vel nánast allt tímabilið. McIlroy sjálfur átti titil að verja um helgina og lék ágætlega í mótinu, endaði á níu höggum undir pari sem verður að teljast gott miðað við þau meiðsli sem hafa plagað hann að undanförnu. Ásamt því að skrá sig á spjöld golfsögunnar fyrir að sigra þetta fornfræga mót fær Day rúmlega 230 milljónir króna í verðlaunafé.
Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira