Tveir Ástralir efstir á PGA-meistaramótinu þegar leik var frestað á öðrum hring Kári Örn Hinriksson skrifar 15. ágúst 2015 01:00 Það kemur engum á óvart að Jordan Spieth sé í toppbaráttunni. Getty Það eru tveir Ástralir sem leiða á PGA-meistaramótinu sem fram fer á Whistling Straits vellinum eftir tvo daga en Jason Day og Matt Jones deila efsta sætinu á níu höggum undir pari. Hvorugur þeirra hafa þó lokið við 36 holur en leik var frestað seint á öðrum hring í dag vegna þrumuveðurs og því þurfa þeir keppendur sem ekki náðu að klára að vakna snemma á morgun til þess að vinna upp töfina. Þegar þetta er skrifað er Englendingurinn Justin Rose í öðru sæti á átta höggum undir pari en nokkrir koma þar á eftir á sjö undir.Jordan Spieth og Rory McIlroy voru í hópi þeirra sem náðu að klára á öðrum hring en Spieth er ofarlega á skortöflunni á samtals sex undir pari á meðan að McIlroy siglir lygnan sjó á tveimur undir. Gengi Tiger Woods hefur verið dapurt en eftir 30 holur er hann á fjórum höggum yfir pari og þarf Tiger að leika þær holur vel sem hann á eftir í fyrramálið til þess að ná niðurskurðinum. Það áttu þó fáir verri dag en hinn litríki John Daly en hann setti þrjá bolta út í vatnið á 7. holu og fékk að lokum 10 högg á þessa löngu og krefjandi par-3 holu. Hann lét reiðina bitna á golfkylfunni í kjölfarið en hann grýtti henni út í vatnið, sömu leið og boltarnir fóru við mikinn fögnuð áhorfenda en Daly er annálaður skaphundur. Útsending frá þriðja hring á morgun hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Það eru tveir Ástralir sem leiða á PGA-meistaramótinu sem fram fer á Whistling Straits vellinum eftir tvo daga en Jason Day og Matt Jones deila efsta sætinu á níu höggum undir pari. Hvorugur þeirra hafa þó lokið við 36 holur en leik var frestað seint á öðrum hring í dag vegna þrumuveðurs og því þurfa þeir keppendur sem ekki náðu að klára að vakna snemma á morgun til þess að vinna upp töfina. Þegar þetta er skrifað er Englendingurinn Justin Rose í öðru sæti á átta höggum undir pari en nokkrir koma þar á eftir á sjö undir.Jordan Spieth og Rory McIlroy voru í hópi þeirra sem náðu að klára á öðrum hring en Spieth er ofarlega á skortöflunni á samtals sex undir pari á meðan að McIlroy siglir lygnan sjó á tveimur undir. Gengi Tiger Woods hefur verið dapurt en eftir 30 holur er hann á fjórum höggum yfir pari og þarf Tiger að leika þær holur vel sem hann á eftir í fyrramálið til þess að ná niðurskurðinum. Það áttu þó fáir verri dag en hinn litríki John Daly en hann setti þrjá bolta út í vatnið á 7. holu og fékk að lokum 10 högg á þessa löngu og krefjandi par-3 holu. Hann lét reiðina bitna á golfkylfunni í kjölfarið en hann grýtti henni út í vatnið, sömu leið og boltarnir fóru við mikinn fögnuð áhorfenda en Daly er annálaður skaphundur. Útsending frá þriðja hring á morgun hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira