Nýtt lag frá Steinari: "Er um sérstaka reynslu sem ég lenti í“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. ágúst 2015 16:46 Steinar fer alla leið í þessu lagi. Tónlistamaðurinn Steinar frumsýnir hér á Vísi nýtt tónlistarmyndband við lagið Don't Know. Steinar hefur verið að senda frá sér nýtt efni undanfarið og það eftir langa bið. „Lagið heitir Don't Know og er um sérstaka reynslu sem ég lenti í með einni stelpu. Lagið er allt öðruvísi en síðasta lag sem ég gaf út, Rhoads, en mig langar að henda út lögum sem eru mismunandi, ekki fylgja einhverri einni stefnu, margir eru hræddir við popp tónlist og velja áhugamálin sín eftir því hvað almenningur fýlar í stað þess að vera þau sjálf og fordæma ekki. Fyrir sjálfum mér finnst mér skipta máli að vera ekki hræddur við að gera það sem ég fýla, hvort sem það er alternative, hip hop eða popp og rokk,“ segir Steinar. Hann segir að vinnsla við lagið hafi byrjað þegar hann og Jói í Redd Lights hafi verið að slaka á saman í hljóðveri og byrjað að tala um seinnihluta 10. áratugarins og tónlistina sem hafi verið í gangi þá.Með Craig David á heilanum „Ég ólst upp við það að systir mín hlustaði mikið á Craig David þegar hann var upp á sitt besta og eftir samtalið við Jóa fór ég heim með Craig á heilanum, sama kvöld samdi ég viðlagið og gerði drög að taktinum fyrir Don't Know. Ég tók mér góðan tíma í textann enda vissi ég nákvæmlega um hvað ég vildi semja,“ segir Steinar um þetta tilfinningarríka lag. „Ég man þegar ég kom með lagið til Jóa og eftir fyrstu hlustun horfði hann á mig og byrjaði að glotta. Hann spurði mig hvort ég vildi ekki dulkóða textann aðeins betur. Ákveðnir hlutar textans voru frekar grófir í fyrstu, ég var vildi segja nákvæmlega það sem gerðist, enda mikil reiði og aðrar skrýtnar tilfinningar í spilinu. Eftir á veit ég að það var rétt ákvörðun að fela söguna aðeins betur en ef fólk hlustar á textann ætti það að fatta hvað ég er að syngja um.“ Drengirnir í Iris Films unnu myndbandið. „Vinnsla þess var afar erfið sökum þess að við gátum aldrei staðfest einhverja eina hugmynd, að lokum ákváðum við þar sem lítill tími var til stefnu að gefa út textamyndband en enginn bjóst við að útkoman yrði jafn flott og hún er, Iris eru alltaf að toppa sig og góðir að vinna hratt og undir pressu.“ Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistamaðurinn Steinar frumsýnir hér á Vísi nýtt tónlistarmyndband við lagið Don't Know. Steinar hefur verið að senda frá sér nýtt efni undanfarið og það eftir langa bið. „Lagið heitir Don't Know og er um sérstaka reynslu sem ég lenti í með einni stelpu. Lagið er allt öðruvísi en síðasta lag sem ég gaf út, Rhoads, en mig langar að henda út lögum sem eru mismunandi, ekki fylgja einhverri einni stefnu, margir eru hræddir við popp tónlist og velja áhugamálin sín eftir því hvað almenningur fýlar í stað þess að vera þau sjálf og fordæma ekki. Fyrir sjálfum mér finnst mér skipta máli að vera ekki hræddur við að gera það sem ég fýla, hvort sem það er alternative, hip hop eða popp og rokk,“ segir Steinar. Hann segir að vinnsla við lagið hafi byrjað þegar hann og Jói í Redd Lights hafi verið að slaka á saman í hljóðveri og byrjað að tala um seinnihluta 10. áratugarins og tónlistina sem hafi verið í gangi þá.Með Craig David á heilanum „Ég ólst upp við það að systir mín hlustaði mikið á Craig David þegar hann var upp á sitt besta og eftir samtalið við Jóa fór ég heim með Craig á heilanum, sama kvöld samdi ég viðlagið og gerði drög að taktinum fyrir Don't Know. Ég tók mér góðan tíma í textann enda vissi ég nákvæmlega um hvað ég vildi semja,“ segir Steinar um þetta tilfinningarríka lag. „Ég man þegar ég kom með lagið til Jóa og eftir fyrstu hlustun horfði hann á mig og byrjaði að glotta. Hann spurði mig hvort ég vildi ekki dulkóða textann aðeins betur. Ákveðnir hlutar textans voru frekar grófir í fyrstu, ég var vildi segja nákvæmlega það sem gerðist, enda mikil reiði og aðrar skrýtnar tilfinningar í spilinu. Eftir á veit ég að það var rétt ákvörðun að fela söguna aðeins betur en ef fólk hlustar á textann ætti það að fatta hvað ég er að syngja um.“ Drengirnir í Iris Films unnu myndbandið. „Vinnsla þess var afar erfið sökum þess að við gátum aldrei staðfest einhverja eina hugmynd, að lokum ákváðum við þar sem lítill tími var til stefnu að gefa út textamyndband en enginn bjóst við að útkoman yrði jafn flott og hún er, Iris eru alltaf að toppa sig og góðir að vinna hratt og undir pressu.“
Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira