Tónlist

Rifjaðu upp tónleikana með Kings of Leon - Myndbönd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tónleikarnir í gærkvöld voru frábærir.
Tónleikarnir í gærkvöld voru frábærir. Vísir/ernir
Kings of Leon hélt magnaða tónleika í Nýju-Laugardalshöllinni í gærkvöldi og er óhætt að segja að sveitin hefur alls ekki sagt sitt síðasta.

Caleb Followill, söngvari Kings of Leon, sagði í gær að sveitin myndi kláralega snúa aftur til Íslands og þakkaði hann áhorfendum fyrir frábærar móttökur.

Sjá einnig:„Flugþreyttur en ég verð fullur á eftir svo það er í lagi“

Prógrammið var þétt og spilaði hljómsveitin mörg lög. Þegar leið á tónleikanna áttaði maður sig á því að þessi sveit á hvern slagarann á fætur öðrum. Undir lokin varð síðan allt vitlaust þegar hún tók lagið Sex on fire.

Hér að neðan má hlusta á lög Kings of Leon í þeirri röð sem sveitin spilaði í gær. 

UPPKLAPP:





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.