McIlroy sem sleit liðbönd í fótbolta með vinum sínum þann 4. júlí síðastliðnum lék fyrsta mótshring sinn í rúman mánuð í gær virtist ryðgaður á fyrstu holu þar sem hann nældi aðeins í skolla. Hann bætti þó fljótlega upp fyrir það með fugli á annarri braut.
Bestu tilþrif dagsins átti hann hinsvegar á 5. holu, 551 metra par 5 holu en þriðja högg McIlroy hafnaði í vatnstorfæru vinstra megin við flötina.
Í stað þess að taka víti hoppaði Rory út í vatnið og sló boltann stuttu frá holunni, nægilega stuttu til að setja niður pútt fyrir pari og fór hann eflaust sáttur af flötinni. Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.
Rory McIlroy hit it in the water at No. 5, which didn't stop him from hitting this shot. #QuickHits http://t.co/wrEKZW0391
— PGA TOUR (@PGATOUR) August 13, 2015