Dustin Johnson lék best allra á fyrsta hring á Whistling Straits Kári Örn Hinriksson skrifar 13. ágúst 2015 23:45 Dustin Johnson og Jason Day voru í góðu skapi í dag. Getty Þeir kylfingar sem fóru út snemma á fyrsta hring á PGA-meistaramótinu höfðu heppnina með sér en aðstæður á Whistling Straits vellinum voru mjög mismunandi í dag. Völlurinn var mjúkur og lítill vindur fyrri partinn af deginum og það nýttu margir sér, meðal annars Dustin Johnson sem leiðir eftir fyrsta hring upp á 66 högg eða sex undir pari. Margir aðrir sterkir kylfingar nýttu aðstæður vel og enduðu á 68 höggum eða fjórum undir pari en þar má helst nefna Jason Day og Matt Kuchar.Tiger Woods nýtti sér þó ekki aðstæðurnar og lék á 75 eða þremur yfir pari en hann átti í miklum vandræðum með pútterinn. Tveir bestu kylfingar heims, Jordan Spieth og Rory McIlroy hófu síðan leik eftir hádegi en þá hafði bætt mikið í vindinn og flatirnar orðnar harðar og erfiðar viðureignar. Þeim tókst þó að halda sér í baráttunni en þeir léku báðir á 71 höggi eða einu undir pari. Þá sýndi Svíinn David Lingmerth frábæra takta í vindinum seinni partinn og lék á 67 höggum eða fimm undir pari en hann er í öðru sæti á eftir Dustin Johnson. Bein útsending á Golfstöðinni frá öðrum hring hefst klukkan 18:00 á morgun. Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Þeir kylfingar sem fóru út snemma á fyrsta hring á PGA-meistaramótinu höfðu heppnina með sér en aðstæður á Whistling Straits vellinum voru mjög mismunandi í dag. Völlurinn var mjúkur og lítill vindur fyrri partinn af deginum og það nýttu margir sér, meðal annars Dustin Johnson sem leiðir eftir fyrsta hring upp á 66 högg eða sex undir pari. Margir aðrir sterkir kylfingar nýttu aðstæður vel og enduðu á 68 höggum eða fjórum undir pari en þar má helst nefna Jason Day og Matt Kuchar.Tiger Woods nýtti sér þó ekki aðstæðurnar og lék á 75 eða þremur yfir pari en hann átti í miklum vandræðum með pútterinn. Tveir bestu kylfingar heims, Jordan Spieth og Rory McIlroy hófu síðan leik eftir hádegi en þá hafði bætt mikið í vindinn og flatirnar orðnar harðar og erfiðar viðureignar. Þeim tókst þó að halda sér í baráttunni en þeir léku báðir á 71 höggi eða einu undir pari. Þá sýndi Svíinn David Lingmerth frábæra takta í vindinum seinni partinn og lék á 67 höggum eða fimm undir pari en hann er í öðru sæti á eftir Dustin Johnson. Bein útsending á Golfstöðinni frá öðrum hring hefst klukkan 18:00 á morgun.
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira