Ætlum að sjálfsögðu að fagna á Hvíta Riddaranum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. ágúst 2015 22:15 Lið Hvíta Riddarans. mynd/erla Hvíti Riddarinn mætti til leiks í fyrsta skipti í kvennaboltann í sumar. Tímabilið hefur verið liðinu erfitt og skellirnir þó nokkrir í B-riðli 1. deildar. 21-0 tap liðsins gegn Grindavík um síðustu helgi vakti athygli víða. Það bjuggust því ekki margir við miklu af liðinu í kvöld er það tók á móti Fram. Liðið sýndi aftur á móti stolt og karakter í kvöld með því að ná 1-1 jafntefli. Fram jafnaði leikinn fimm mínútum fyrir leikslok. „Við erum auðvitað mjög ánægðar með stigið en að sama skapi fúlar með þetta jöfnunarmark. Það kom upp úr aukaspyrnu sem Fram átti aldrei að fá," segir Erla Edvardsdóttir, fyrirliði Hvíta-Riddarans. Þetta var síðasti leikur liðsins í sumar. Það lýkur keppni með eitt jafntefli og ellefu töp. Markatalan er 3-95. „Við vildum svara þessu ljóta tapi gegn Grindavík. Sýna að þetta lið er ekki fullt af einhverjum aulum. Við vorum með annað hugarfar og líka fullmannað lið," segir Erla og bætir við að gleðin hafi verið við völd eftir leik. „Við fögnuðum þessu að sjálfsögðu vel og innilega eftir leik. Við ætlum svo að halda áfram að fagna á eftir. Við förum auðvitað á Hvíta Riddarann til þess að fagna stiginu. Við töluðum líka um eftir leikinn að það hefðu örugglega margir tapað peningum á þessum leik. Það eru örugglega menn út í heimi reiðir út í okkur núna," segir Erla og hlær. Eftir tapið gegn Grindavík hefur komið upp umræða að það þurfi að vera fleiri deildir í kvennaboltanum. Þar er aðeins Pepsi-deild kvenna og svo 1. deildin. Erla er sammála því að það verði að fjölga deildum. „Það kemur vonandi ný deild á næsta ári. Það vantar deild fyrir lið eins og okkur sem erum að byrja. Við höfum ekkert að gera í lið sem eru að berjast um sæti í Pepsi-deildinni," segir Erla. „Það er ekki uppbyggjandi að tapa svona stórt. Það er niðurbrot og ekki hvetjandi fyrir lið að halda áfram er þau lenda ítrekað í þannig leikjum. En við ætlum að halda áfram. Það er ekki spurning." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Hvíti Riddarinn mætti til leiks í fyrsta skipti í kvennaboltann í sumar. Tímabilið hefur verið liðinu erfitt og skellirnir þó nokkrir í B-riðli 1. deildar. 21-0 tap liðsins gegn Grindavík um síðustu helgi vakti athygli víða. Það bjuggust því ekki margir við miklu af liðinu í kvöld er það tók á móti Fram. Liðið sýndi aftur á móti stolt og karakter í kvöld með því að ná 1-1 jafntefli. Fram jafnaði leikinn fimm mínútum fyrir leikslok. „Við erum auðvitað mjög ánægðar með stigið en að sama skapi fúlar með þetta jöfnunarmark. Það kom upp úr aukaspyrnu sem Fram átti aldrei að fá," segir Erla Edvardsdóttir, fyrirliði Hvíta-Riddarans. Þetta var síðasti leikur liðsins í sumar. Það lýkur keppni með eitt jafntefli og ellefu töp. Markatalan er 3-95. „Við vildum svara þessu ljóta tapi gegn Grindavík. Sýna að þetta lið er ekki fullt af einhverjum aulum. Við vorum með annað hugarfar og líka fullmannað lið," segir Erla og bætir við að gleðin hafi verið við völd eftir leik. „Við fögnuðum þessu að sjálfsögðu vel og innilega eftir leik. Við ætlum svo að halda áfram að fagna á eftir. Við förum auðvitað á Hvíta Riddarann til þess að fagna stiginu. Við töluðum líka um eftir leikinn að það hefðu örugglega margir tapað peningum á þessum leik. Það eru örugglega menn út í heimi reiðir út í okkur núna," segir Erla og hlær. Eftir tapið gegn Grindavík hefur komið upp umræða að það þurfi að vera fleiri deildir í kvennaboltanum. Þar er aðeins Pepsi-deild kvenna og svo 1. deildin. Erla er sammála því að það verði að fjölga deildum. „Það kemur vonandi ný deild á næsta ári. Það vantar deild fyrir lið eins og okkur sem erum að byrja. Við höfum ekkert að gera í lið sem eru að berjast um sæti í Pepsi-deildinni," segir Erla. „Það er ekki uppbyggjandi að tapa svona stórt. Það er niðurbrot og ekki hvetjandi fyrir lið að halda áfram er þau lenda ítrekað í þannig leikjum. En við ætlum að halda áfram. Það er ekki spurning."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira