Sport

Rousey: Í opnum bardaga myndi ég ganga frá Mayweather

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rousey eftir síðasta bardaga, tók því varla að svitna enda rúmar 30 sekúndur.
Rousey eftir síðasta bardaga, tók því varla að svitna enda rúmar 30 sekúndur. Vísir/Getty
Ronda Rousey, bardagakonan fræga, segist geta sigrað boxarann Floyd Mayweather í hringnum verði farið eftir UFC-reglum það kvöld. Rousey og Mayweather hafa undanfarnar vikur notast við fjölmiðla til að skjóta á hvort annað.

Rousey sem er ein besta bardagakona heims hefur slegið í gegn í UFC en hún þurfti aðeins 34 sekúndur til þess að klára síðasta mótherja sinn, Bethe Correia.

Hefur hún aðeins einu sinni þurft meira en mínútu til þess að klára mótherja sinn í undanförnum bardögum en þá hélt Sara McMann út í eina mínútu og fjórar sekúndur gegn Rondu.

Aðspurð hvort hún gæti ráðið við Mayweater sem er ósigraður á atvinnumannaferlinum í boxhringnum var Rosey afar viss í svörum.

„Hann er einn af bestu boxurum sögunnar og hann myndi sigra mig ef við myndum boxa en ég stunda ekki þannig. Í boxi eru fullt af reglum en ég gæti sigrað hann án þeirra,“ sagði Rousey.

„Ef við myndum fara í hringinn án allra reglna er ég ekki í vafa að það er engin manneskja í heiminum sem myndi hafa betur gegn mér.“

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×