McIlroy ver titilinn á PGA-meistaramótinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. ágúst 2015 15:30 Einn af bestu kylfingum heimsins í dag. Vísir/getty Rory McIlroy, norður-írski kylfingurinn, lauk æfingarhring á Whistling Straits vellinum um helgina en hann var nokkuð bjartsýnn á að hann myndi taka þátt á PGA-meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. McIlroy hefur titil að verja en hann varð meistari árið 2012 sem og 2014. Óvissa var um þátttöku Rory á mótinu eftir að hann sleit liðbönd í fótbolta með vinum sínum þann 4. laugardaginn síðastliðna. Missti hann tækifærinu að verja titilinn á Opna breska meistaramótinu fyrir vikið en í fjarveru hans stóð Zach Johnson uppi sem sigurvegari. McIlroy hefur undanfarnar vikur stefnt á að taka þátt í meistaramótinu en hann hefur ekki tekið þátt í móti í rúman mánuð. Hefði hann ekki tekið þátt að þessu sinni hefði ungstirnið Jordan Spieth átt möguleikann á því að slá hann af toppi heimslistans í golfi en norður-írski kylfingurinn virðist ekki ætla að gefast upp án þess að berjast. „Þetta gekk vel, það var gott að fá tilfinningu fyrir vellinum í dag. Ökklinn er mun betri, ég stefndi á að vera kominn aftur út á völl eftir fimm vikur og það var hárrétt metið hjá mér. Ég var örlítið stífur í byrjun en ég er annars í góðu standi.“ Golf Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Rory McIlroy, norður-írski kylfingurinn, lauk æfingarhring á Whistling Straits vellinum um helgina en hann var nokkuð bjartsýnn á að hann myndi taka þátt á PGA-meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. McIlroy hefur titil að verja en hann varð meistari árið 2012 sem og 2014. Óvissa var um þátttöku Rory á mótinu eftir að hann sleit liðbönd í fótbolta með vinum sínum þann 4. laugardaginn síðastliðna. Missti hann tækifærinu að verja titilinn á Opna breska meistaramótinu fyrir vikið en í fjarveru hans stóð Zach Johnson uppi sem sigurvegari. McIlroy hefur undanfarnar vikur stefnt á að taka þátt í meistaramótinu en hann hefur ekki tekið þátt í móti í rúman mánuð. Hefði hann ekki tekið þátt að þessu sinni hefði ungstirnið Jordan Spieth átt möguleikann á því að slá hann af toppi heimslistans í golfi en norður-írski kylfingurinn virðist ekki ætla að gefast upp án þess að berjast. „Þetta gekk vel, það var gott að fá tilfinningu fyrir vellinum í dag. Ökklinn er mun betri, ég stefndi á að vera kominn aftur út á völl eftir fimm vikur og það var hárrétt metið hjá mér. Ég var örlítið stífur í byrjun en ég er annars í góðu standi.“
Golf Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira