Bjarni Benediktsson: Íslensk stjórnvöld hljóti að bregðast við neyðarástandi í málefnum flóttamanna Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 21:56 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Ísland þurfi að rétta fram hjálparhönd í þeirri neyð sem flóttamenn búa við í Evrópu og á landamærum Evrópusambandsins. Hann segir fylgjandi því að Íslendingar geri meira en gert er núna. Átakanleg neyð flóttamanna sem flýja stríð og hörmungar og koma að læstum dyrum víða í Evrópu hefur hreyft við fólki. Það má segja að venjulegir borgarar í álfunni séu að vakna upp við vondan draum. Hryllilegt ástand Fimm þúsund Íslendingar hafa skráð sig á Facebook síðu þar sem skorað er á stjórnvöld að taka við fimmþúsund flóttamönnum en ekki fimmtíu á næstu tveimur árum eins og fyrirhugað er. Og fleiri og fleiri stíga fram og gagnrýna fremur rýrt framlag Íslands. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Pjetur Bjarni Benediktsson segir að það sé hryllilegt að horfa á ástandið í Evrópu og við landamæri álfunnar. Íslensk stjórnvöld hljóti að skoða hvað sé hægt að gera til að koma til aðstoðar. Það sé neyðarástand og það þurfi að skoða hvað við getum gert. Höfum fylgt varfærinni stefnu Til að standa jafnfætis Svíþjóð í móttöku flóttamanna, miðað við höfðatölu, ættum við að taka við um 1600 kvótaflóttamönnum á ári. Frá árinu 2012 hafa hinsvegar komið um tíu á ári að meðaltali. Bjarni segir að stjórnvöld hafi fylgt fremur varfærinni stefnu en hún eigi kannski ekki við í því ástandi sem sé núna. „Málið er ekki á mínu forræði en ég mun styðja það að við réttum út hjálparhönd vegna þessa neyðarástands,“ segir hann. Hann segir að Svíar hafi lent í vandræðum útaf sinni stefnu og hinum mikla fjölda flóttamanna og átök um stefnu í málefnum flóttamanna sé að valda straumhvörfum í pólitíkinni. Það sé algerlega óraunhæft að taka við sextánhundruð flóttamönnum en við verðum hinsvegar að bregðast við þeirri neyð sem sé uppi. Flóttamenn Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Ísland þurfi að rétta fram hjálparhönd í þeirri neyð sem flóttamenn búa við í Evrópu og á landamærum Evrópusambandsins. Hann segir fylgjandi því að Íslendingar geri meira en gert er núna. Átakanleg neyð flóttamanna sem flýja stríð og hörmungar og koma að læstum dyrum víða í Evrópu hefur hreyft við fólki. Það má segja að venjulegir borgarar í álfunni séu að vakna upp við vondan draum. Hryllilegt ástand Fimm þúsund Íslendingar hafa skráð sig á Facebook síðu þar sem skorað er á stjórnvöld að taka við fimmþúsund flóttamönnum en ekki fimmtíu á næstu tveimur árum eins og fyrirhugað er. Og fleiri og fleiri stíga fram og gagnrýna fremur rýrt framlag Íslands. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Pjetur Bjarni Benediktsson segir að það sé hryllilegt að horfa á ástandið í Evrópu og við landamæri álfunnar. Íslensk stjórnvöld hljóti að skoða hvað sé hægt að gera til að koma til aðstoðar. Það sé neyðarástand og það þurfi að skoða hvað við getum gert. Höfum fylgt varfærinni stefnu Til að standa jafnfætis Svíþjóð í móttöku flóttamanna, miðað við höfðatölu, ættum við að taka við um 1600 kvótaflóttamönnum á ári. Frá árinu 2012 hafa hinsvegar komið um tíu á ári að meðaltali. Bjarni segir að stjórnvöld hafi fylgt fremur varfærinni stefnu en hún eigi kannski ekki við í því ástandi sem sé núna. „Málið er ekki á mínu forræði en ég mun styðja það að við réttum út hjálparhönd vegna þessa neyðarástands,“ segir hann. Hann segir að Svíar hafi lent í vandræðum útaf sinni stefnu og hinum mikla fjölda flóttamanna og átök um stefnu í málefnum flóttamanna sé að valda straumhvörfum í pólitíkinni. Það sé algerlega óraunhæft að taka við sextánhundruð flóttamönnum en við verðum hinsvegar að bregðast við þeirri neyð sem sé uppi.
Flóttamenn Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira