Barkaígræðslan gerði Andemariam kleift að sjá barnið sitt í fyrsta sinn Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 21:00 Tómas Guðbjartsson ásamt Erítreumanninum Andemariam Beyene. Vísir/Vilhelm Tómas Guðbjartsson hjarta- og lungnaskurðlæknir segir það hafa verið erfitt að geta ekkert tjáð sig á meðan rannsókn fór fram á lækninum sem framkvæmdi barkaígræðslu á Erítreumanninum Andemariam Beyene hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu. Tómas sá um meðferð Beyene hér á landi en hann var búsettur hér þegar hann greindist með krabbamein. Niðurstöður rannsóknarinnar komu í gær og leiddu þær í ljós að vísindalegt misferli hefði ekki átt sér stað. „Það er ekki gaman sem læknir og vísindamaður að þurfa að sitja undir því að hafa haft rangt við. Það sem við Óskar erum líka ánægðir með er hvað skýrslan er afdráttarlaus. Okkur er þakkað sérstaklega fyrir það hvernig okkar gögn voru unnin, þau voru sögð skilmerkileg auk þess sem við unnum þau án aðkomu annarra sem tengdust málinu. Það er ánægjulegast að í skýrslunni má lesa það að þeim finnst meðferðin og undirbúningurinn hér heima og eftir aðgerðina fagmannleg.“ Kæra barst frá samstarfsmönnum læknisins Paolo Macchiarini og hann sakaður um vísindalegt misferli í tengslum við barkaígræðsluaðgerðir. Óháður rannsakandi var fenginn til að skoða málið og skilaði skýrslu þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hefði gerst sekur um misferlið.Áhyggjur af því að neikvæð umræða hafi áhrif á rannsóknirnar „Það sem okkur fannst skrýtið hérna heima er að hann hafði engin gögn héðan frá Íslandi til að styðjast við,“ útskýrir Tómas en hann og annar læknir, Óskar Einarsson, sáu um meðferð Beyene ásamt teymi Landspítalans. En Beyene sem var fyrsti sjúklingurinn til að gangast undir barkaígræðsluna. Hann var nemi við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein. Hann lést þremur árum eftir aðgerðina. Tómas segir hafa gleymst í allri umfjöllun að dauðvona manni hafi verið gefin þrjú ár til viðbótar. „Ég er mjög stoltur af því. Hann náði að ljúka við háskólanámið sitt, hann var í námi í jarðeðlisfræði á vegum Jarðhitaskólans og sá barnið sitt í fyrsta sinn eftir aðgerðina,“ útskýrir Tómas en hálfu ári eftir aðgerðina kom öll fjölskylda Beyene til Íslands, þar á meðal tæplega eins árs gamalt barn Beyene sem hann hafði aldrei hitt. Hann átti eitt barn fyrir. „Þá sameinaðist öll fjölskyldan hér á Íslandi. Ég var mjög ánægður með að hann hefði lifað þessi þrjú ár. Ef þú ert með mann sem er deyjandi þá viltu gera allt sem í þínu valdi stendur til þess að gefa honum meiri tíma.“ Tómas segir alla sem gengust undir aðgerðina hafa verið meðvitaða um að tilraunaaðgerð væri að ræða. „Það vissu allir að það væri ekki víst að þetta myndi reynast vel. Þetta reyndist flóknara en menn bjuggust við og það er ljóst að það voru ýmis vandamál sem komu upp. Mér finnst oft gleymast í umræðunni að þessir sjúklingar voru við dauðans dyr.“ Læknirinn hefur verið ánægður með sinn hlut í verkefninu. „En ég hef áhyggjur af því að þessi neikvæða umræða í kringum þetta dragi úr kraftinum í rannsóknum á stofnfrumum og notkun þeirra í skurðlækningum. Ég vil auðvitað ekki vera svo svartsýnn en málið er að þetta er ekki bara spurning um barka heldur einnig líffæri eins og vélindu og þvagblöðrur. Það er gríðarleg þörf fyrir þessa „varahluti“ því að það er ekki hægt að anna eftirspurn með vef úr lifandi fólki.“ Plastbarkamálið Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Tómas Guðbjartsson hjarta- og lungnaskurðlæknir segir það hafa verið erfitt að geta ekkert tjáð sig á meðan rannsókn fór fram á lækninum sem framkvæmdi barkaígræðslu á Erítreumanninum Andemariam Beyene hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu. Tómas sá um meðferð Beyene hér á landi en hann var búsettur hér þegar hann greindist með krabbamein. Niðurstöður rannsóknarinnar komu í gær og leiddu þær í ljós að vísindalegt misferli hefði ekki átt sér stað. „Það er ekki gaman sem læknir og vísindamaður að þurfa að sitja undir því að hafa haft rangt við. Það sem við Óskar erum líka ánægðir með er hvað skýrslan er afdráttarlaus. Okkur er þakkað sérstaklega fyrir það hvernig okkar gögn voru unnin, þau voru sögð skilmerkileg auk þess sem við unnum þau án aðkomu annarra sem tengdust málinu. Það er ánægjulegast að í skýrslunni má lesa það að þeim finnst meðferðin og undirbúningurinn hér heima og eftir aðgerðina fagmannleg.“ Kæra barst frá samstarfsmönnum læknisins Paolo Macchiarini og hann sakaður um vísindalegt misferli í tengslum við barkaígræðsluaðgerðir. Óháður rannsakandi var fenginn til að skoða málið og skilaði skýrslu þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hefði gerst sekur um misferlið.Áhyggjur af því að neikvæð umræða hafi áhrif á rannsóknirnar „Það sem okkur fannst skrýtið hérna heima er að hann hafði engin gögn héðan frá Íslandi til að styðjast við,“ útskýrir Tómas en hann og annar læknir, Óskar Einarsson, sáu um meðferð Beyene ásamt teymi Landspítalans. En Beyene sem var fyrsti sjúklingurinn til að gangast undir barkaígræðsluna. Hann var nemi við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein. Hann lést þremur árum eftir aðgerðina. Tómas segir hafa gleymst í allri umfjöllun að dauðvona manni hafi verið gefin þrjú ár til viðbótar. „Ég er mjög stoltur af því. Hann náði að ljúka við háskólanámið sitt, hann var í námi í jarðeðlisfræði á vegum Jarðhitaskólans og sá barnið sitt í fyrsta sinn eftir aðgerðina,“ útskýrir Tómas en hálfu ári eftir aðgerðina kom öll fjölskylda Beyene til Íslands, þar á meðal tæplega eins árs gamalt barn Beyene sem hann hafði aldrei hitt. Hann átti eitt barn fyrir. „Þá sameinaðist öll fjölskyldan hér á Íslandi. Ég var mjög ánægður með að hann hefði lifað þessi þrjú ár. Ef þú ert með mann sem er deyjandi þá viltu gera allt sem í þínu valdi stendur til þess að gefa honum meiri tíma.“ Tómas segir alla sem gengust undir aðgerðina hafa verið meðvitaða um að tilraunaaðgerð væri að ræða. „Það vissu allir að það væri ekki víst að þetta myndi reynast vel. Þetta reyndist flóknara en menn bjuggust við og það er ljóst að það voru ýmis vandamál sem komu upp. Mér finnst oft gleymast í umræðunni að þessir sjúklingar voru við dauðans dyr.“ Læknirinn hefur verið ánægður með sinn hlut í verkefninu. „En ég hef áhyggjur af því að þessi neikvæða umræða í kringum þetta dragi úr kraftinum í rannsóknum á stofnfrumum og notkun þeirra í skurðlækningum. Ég vil auðvitað ekki vera svo svartsýnn en málið er að þetta er ekki bara spurning um barka heldur einnig líffæri eins og vélindu og þvagblöðrur. Það er gríðarleg þörf fyrir þessa „varahluti“ því að það er ekki hægt að anna eftirspurn með vef úr lifandi fólki.“
Plastbarkamálið Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira