Vorum án lands Sveinn Arnarsson skrifar 29. ágúst 2015 10:07 Sava og Nedeljka Ostojic hafa búið á Íslandi síðastliðinn 12 ár. Þegar þau komu til Íslands, með tólf ára son sinn, höfðu þau búið í flóttamannabúðum í sjö ár. Fréttablaðið/Völundur Jónsson „Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, bauð tuttugu og fjóra flóttamenn frá Júgóslavíu velkomna til bæjarins. Fólkið átti að baki langt og strangt ferðalag. Í hópnum eru þrettán fullorðnir og ellefu börn. Fólkið, sem er serbneskt að uppruna, var hrakið burt frá Krajina-héraði í Króatíu árið 1996 ásamt hundruðum þúsunda manna og hefur dvalið í flóttamannabúðum síðan.“ Þannig hófst frétt Fréttablaðsins þann 28. mars árið 2003 um komu flóttamanna til Akureyrar þremur dögum áður. Í þessum hóp voru meðal annars Sava og Nedeljka Ostojic, ásamt 12 ára syni sínum, Sasa. Sasa hafði þá lifað meirihluta ævi sinnar á hrakhólum í flóttamannabúðum. Á einu ári söfnuðu hjónin fyrir útborgun í íbúð á Akureyri. Sava vann hjá BM Vallá þar til honum var sagt upp árið 2010 í efnahagsþrengingunum. Nú starfa þau hlið við hlið í þvottahúsi öldrunarheimilisins Hlíðar. Gleðin skín af þeim þegar blaðamaður og ljósmyndari hitta þau í vinnunni. Þau lýsa lífi sínu sem gjörbreyttu frá því sem þau þekktu áður. „Það vantar bara sumar hérna á Íslandi, það er búið að vera svo kalt,“ segir Nedeljka og blaðamaður tekur heils hugar undir. Fréttablaðið/Völundur Jónsson Man vel eftir fyrsta deginum „Það var rosalega erfiður tími, þessi ár áður en við komum til Íslands, segir Nedeljka og rödd hennar breytist örlítið þegar hún rifjar upp þennan tíma. „Það var stríð og við vorum glöð að komast í burtu. Við vorum á þessum tíma án lands. Erum í bakgrunninn sem bæði Króatar og Serbar, einhvers konar blanda af þessu öllu saman.“ Allt frá falli Sovétríkjanna hefur Balkanskagi logað í illdeilum. Þjóðernishreinsanir, glæpir gegn mannkyninu og frelsisbarátta þjóðarbrota með tilheyrandi átökum og borgarstríðum voru daglegt brauð. Ekki er langt síðan kosið var í Kósóvó í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu ríkisins sem sjálfstæðs ríkis. Hún gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig og átök brutust út svo að þurfti að endurtaka atkvæðagreiðsluna í nokkrum héruðum Kósóvó. Í kjölfar þess að Akureyrarbær ákvað að taka á móti flóttafólki var farið í sendiför til Belgrad til að kanna ástandið. Þetta var gert að frumkvæði fyrrverandi félagsmálaráðherra, Páls Péturssonar, og nú hefur flokkssystir hans, Eygló Harðardóttir, ákveðið að endurtaka leikinn. Nedeljka segir það hafa verið nokkur viðbrigði að koma norður á Akureyri fyrst. Áður en hópurinn kom norður höfðu þau eytt einum degi í höfuðborginni og fengið kynningarferð um svæðið. Þó að það séu nú rúm tólf ár síðan þau komu til Íslands man Nedeljka eftir fyrsta deginum á Akureyri alveg eins og hann hafi verið í gær. „Veðrið var ekki með besta móti þennan dag. Rigning og blautt og kalt og ég hugsaði með mér hvort ég ætlaði virkilega að búa hérna lengi. Þetta var auðvitað allt öðruvísi en heima. Við fórum svo í Rauða krossinn þar sem okkur voru afhentir lyklar að íbúðunum okkar. Enginn sagði orð, það var allt rosalega hljótt. Við höfðum túlk lengi á eftir sem hjálpaði okkur en það er minnisstætt hversu lítið var talað. Það þögðu bara allir.“ Fréttablaðið /Völundur Jónsson Börnin voru fljót að ná íslenskunni „Það er erfitt að læra og eins og þú heyrir þá tala ég ekkert rosa mikið,“ segir Nedeljka og afsakar íslenskuna sína. Hún þarf þess heldur betur ekki enda skilst allt upp á punkt og prik sem hún segir. Á meðan við ræðum saman stendur Sava og brýtur saman fatnað og handklæði og fyllir upp í eyðurnar ef einhverjar eru. „En börnin voru fljót að ná þessu og sonur okkar talar hundrað prósent íslensku. Hann hlær að því að ég sé að tala við blaðamann núna,“ segir hún. „Það var rosa gott að sjá hvað börnin voru fljót að ná þessu og nú er sonur okkar á leið í háskóla og allt gengur rosalega vel.“Gekk vel að finna störf fyrir karla Í skýrslu sem Akureyrarbær gaf út ári eftir að flóttafólkið kom til landsins segir að vonum framar hafi gengið að koma þessum einstaklingum í vinnu. Samkvæmt kostnaðaráætlun sem gerð var í upphafi fékk fullorðna fólkið fulla framfærslu fyrstu sex mánuðina, tvo þriðju næstu þrjá mánuðina og þriðjung síðustu þrjá. Hins vegar var það svo að allar fyrirvinnur voru komnar í störf eftir þriggja mánaða veru á landinu. Teymið sem vann með flóttafólkinu skoðaði menntun og reynslu þeirra sem komu og eftir þá skoðun var rætt við faggreinar sem pössuðu hverjum og einum. Þetta átti einkum við karlana í hópnum en mun erfiðara var að finna vinnu við hæfi fyrir kvenfólkið. Það sem í boði var voru aðallega hlutastörf sem hentuðu fólki illa. Innan árs voru þó allir komnir í fulla vinnu. Fréttablaðið/Völundur Jónsson Flóttamenn Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
„Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, bauð tuttugu og fjóra flóttamenn frá Júgóslavíu velkomna til bæjarins. Fólkið átti að baki langt og strangt ferðalag. Í hópnum eru þrettán fullorðnir og ellefu börn. Fólkið, sem er serbneskt að uppruna, var hrakið burt frá Krajina-héraði í Króatíu árið 1996 ásamt hundruðum þúsunda manna og hefur dvalið í flóttamannabúðum síðan.“ Þannig hófst frétt Fréttablaðsins þann 28. mars árið 2003 um komu flóttamanna til Akureyrar þremur dögum áður. Í þessum hóp voru meðal annars Sava og Nedeljka Ostojic, ásamt 12 ára syni sínum, Sasa. Sasa hafði þá lifað meirihluta ævi sinnar á hrakhólum í flóttamannabúðum. Á einu ári söfnuðu hjónin fyrir útborgun í íbúð á Akureyri. Sava vann hjá BM Vallá þar til honum var sagt upp árið 2010 í efnahagsþrengingunum. Nú starfa þau hlið við hlið í þvottahúsi öldrunarheimilisins Hlíðar. Gleðin skín af þeim þegar blaðamaður og ljósmyndari hitta þau í vinnunni. Þau lýsa lífi sínu sem gjörbreyttu frá því sem þau þekktu áður. „Það vantar bara sumar hérna á Íslandi, það er búið að vera svo kalt,“ segir Nedeljka og blaðamaður tekur heils hugar undir. Fréttablaðið/Völundur Jónsson Man vel eftir fyrsta deginum „Það var rosalega erfiður tími, þessi ár áður en við komum til Íslands, segir Nedeljka og rödd hennar breytist örlítið þegar hún rifjar upp þennan tíma. „Það var stríð og við vorum glöð að komast í burtu. Við vorum á þessum tíma án lands. Erum í bakgrunninn sem bæði Króatar og Serbar, einhvers konar blanda af þessu öllu saman.“ Allt frá falli Sovétríkjanna hefur Balkanskagi logað í illdeilum. Þjóðernishreinsanir, glæpir gegn mannkyninu og frelsisbarátta þjóðarbrota með tilheyrandi átökum og borgarstríðum voru daglegt brauð. Ekki er langt síðan kosið var í Kósóvó í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu ríkisins sem sjálfstæðs ríkis. Hún gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig og átök brutust út svo að þurfti að endurtaka atkvæðagreiðsluna í nokkrum héruðum Kósóvó. Í kjölfar þess að Akureyrarbær ákvað að taka á móti flóttafólki var farið í sendiför til Belgrad til að kanna ástandið. Þetta var gert að frumkvæði fyrrverandi félagsmálaráðherra, Páls Péturssonar, og nú hefur flokkssystir hans, Eygló Harðardóttir, ákveðið að endurtaka leikinn. Nedeljka segir það hafa verið nokkur viðbrigði að koma norður á Akureyri fyrst. Áður en hópurinn kom norður höfðu þau eytt einum degi í höfuðborginni og fengið kynningarferð um svæðið. Þó að það séu nú rúm tólf ár síðan þau komu til Íslands man Nedeljka eftir fyrsta deginum á Akureyri alveg eins og hann hafi verið í gær. „Veðrið var ekki með besta móti þennan dag. Rigning og blautt og kalt og ég hugsaði með mér hvort ég ætlaði virkilega að búa hérna lengi. Þetta var auðvitað allt öðruvísi en heima. Við fórum svo í Rauða krossinn þar sem okkur voru afhentir lyklar að íbúðunum okkar. Enginn sagði orð, það var allt rosalega hljótt. Við höfðum túlk lengi á eftir sem hjálpaði okkur en það er minnisstætt hversu lítið var talað. Það þögðu bara allir.“ Fréttablaðið /Völundur Jónsson Börnin voru fljót að ná íslenskunni „Það er erfitt að læra og eins og þú heyrir þá tala ég ekkert rosa mikið,“ segir Nedeljka og afsakar íslenskuna sína. Hún þarf þess heldur betur ekki enda skilst allt upp á punkt og prik sem hún segir. Á meðan við ræðum saman stendur Sava og brýtur saman fatnað og handklæði og fyllir upp í eyðurnar ef einhverjar eru. „En börnin voru fljót að ná þessu og sonur okkar talar hundrað prósent íslensku. Hann hlær að því að ég sé að tala við blaðamann núna,“ segir hún. „Það var rosa gott að sjá hvað börnin voru fljót að ná þessu og nú er sonur okkar á leið í háskóla og allt gengur rosalega vel.“Gekk vel að finna störf fyrir karla Í skýrslu sem Akureyrarbær gaf út ári eftir að flóttafólkið kom til landsins segir að vonum framar hafi gengið að koma þessum einstaklingum í vinnu. Samkvæmt kostnaðaráætlun sem gerð var í upphafi fékk fullorðna fólkið fulla framfærslu fyrstu sex mánuðina, tvo þriðju næstu þrjá mánuðina og þriðjung síðustu þrjá. Hins vegar var það svo að allar fyrirvinnur voru komnar í störf eftir þriggja mánaða veru á landinu. Teymið sem vann með flóttafólkinu skoðaði menntun og reynslu þeirra sem komu og eftir þá skoðun var rætt við faggreinar sem pössuðu hverjum og einum. Þetta átti einkum við karlana í hópnum en mun erfiðara var að finna vinnu við hæfi fyrir kvenfólkið. Það sem í boði var voru aðallega hlutastörf sem hentuðu fólki illa. Innan árs voru þó allir komnir í fulla vinnu. Fréttablaðið/Völundur Jónsson
Flóttamenn Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira