Ólafur: Bæði liðin vilja sækja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2015 14:00 Ólafur gerði Stjörnuna að bikarmeisturum í fyrra. vísir/valli „Bara pressa sem við setjum á okkur sjálfar. Við erum í fótbolta til að vinna og höfum farið þannig í alla leiki í sumar. Þessi leikur er engin undantekning,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, aðpurður í samtali við Vísi hvort það væri pressa á Garðbæingum að vinna bikarmeistaratitilinn. Stjarnan mætir Selfossi í bikarúrslitum í dag en þessi lið mættust einnig í úrslitaleiknum í fyrra. Þar vann Stjarnan öruggan 4-0 sigur en Ólafur býst við sterkara Selfossliði en í fyrra. „Já, klárlega. Við vitum það eftir að hafa spilað við þær á tímabilinu, bæði í Lengjubikar og í Pepsi-deildinni. Þetta verður frábær leikur,“ sagði Ólafur en Selfoss vann fyrri leik liðanna í Pepsi-deildinni með tveimur mörkum gegn einu. Stjarnan svaraði fyrir sig með 1-3 sigri í seinni leiknum. „Við nýttum svæðin sem þær gáfu okkur í seinni leiknum og sóknarleikurinn var beittari fyrir vikið. Veðrið truflaði svolítið í fyrri leiknum og við vorum ekki nógu aggresívar í föstum leikatriðum og fengum á okkur tvö mörk úr slíkum atriðum,“ sagði Ólafur sem sér sóknarfæri gegn Selfossi. „Það er pláss fyrir framan og aftan vörnina þeirra. Bæði liðin vilja sækja og það skapast alltaf pláss og það er bara spurning hvort liðið er flinkara að nýta sér það. Það hafa komið mörk í þessum leikjum og það hefur verið spilaður sóknarleikur,“ sagði Ólafur ennfremur en hann segist geta stillt upp sínu sterkasta liði í dag. „Það eru allar heilar og engin meiðsli hafa hrjáð okkur.“ Þjálfarinn segir enga þreytu í Stjörnuliðinu þrátt fyrir þétta dagskrá í ágúst þar sem liðið spilaði m.a. þrjá leiki á sex dögum á Kýpur í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. „Nei, það á bara að vera hamingja að taka þátt í þessu. Auðvitað var þetta erfitt ferðalag og það er erfitt að spila í þessum aðstæðum þarna úti en við vorum vel undirbúnar og stelpurnar eru í góðu formi svo það er engin afsökun,“ sagði Ólafur að endingu.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00 Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 29. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
„Bara pressa sem við setjum á okkur sjálfar. Við erum í fótbolta til að vinna og höfum farið þannig í alla leiki í sumar. Þessi leikur er engin undantekning,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, aðpurður í samtali við Vísi hvort það væri pressa á Garðbæingum að vinna bikarmeistaratitilinn. Stjarnan mætir Selfossi í bikarúrslitum í dag en þessi lið mættust einnig í úrslitaleiknum í fyrra. Þar vann Stjarnan öruggan 4-0 sigur en Ólafur býst við sterkara Selfossliði en í fyrra. „Já, klárlega. Við vitum það eftir að hafa spilað við þær á tímabilinu, bæði í Lengjubikar og í Pepsi-deildinni. Þetta verður frábær leikur,“ sagði Ólafur en Selfoss vann fyrri leik liðanna í Pepsi-deildinni með tveimur mörkum gegn einu. Stjarnan svaraði fyrir sig með 1-3 sigri í seinni leiknum. „Við nýttum svæðin sem þær gáfu okkur í seinni leiknum og sóknarleikurinn var beittari fyrir vikið. Veðrið truflaði svolítið í fyrri leiknum og við vorum ekki nógu aggresívar í föstum leikatriðum og fengum á okkur tvö mörk úr slíkum atriðum,“ sagði Ólafur sem sér sóknarfæri gegn Selfossi. „Það er pláss fyrir framan og aftan vörnina þeirra. Bæði liðin vilja sækja og það skapast alltaf pláss og það er bara spurning hvort liðið er flinkara að nýta sér það. Það hafa komið mörk í þessum leikjum og það hefur verið spilaður sóknarleikur,“ sagði Ólafur ennfremur en hann segist geta stillt upp sínu sterkasta liði í dag. „Það eru allar heilar og engin meiðsli hafa hrjáð okkur.“ Þjálfarinn segir enga þreytu í Stjörnuliðinu þrátt fyrir þétta dagskrá í ágúst þar sem liðið spilaði m.a. þrjá leiki á sex dögum á Kýpur í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. „Nei, það á bara að vera hamingja að taka þátt í þessu. Auðvitað var þetta erfitt ferðalag og það er erfitt að spila í þessum aðstæðum þarna úti en við vorum vel undirbúnar og stelpurnar eru í góðu formi svo það er engin afsökun,“ sagði Ólafur að endingu.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00 Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 29. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00
Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00
Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 29. ágúst 2015 10:00