Ólafur: Bæði liðin vilja sækja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2015 14:00 Ólafur gerði Stjörnuna að bikarmeisturum í fyrra. vísir/valli „Bara pressa sem við setjum á okkur sjálfar. Við erum í fótbolta til að vinna og höfum farið þannig í alla leiki í sumar. Þessi leikur er engin undantekning,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, aðpurður í samtali við Vísi hvort það væri pressa á Garðbæingum að vinna bikarmeistaratitilinn. Stjarnan mætir Selfossi í bikarúrslitum í dag en þessi lið mættust einnig í úrslitaleiknum í fyrra. Þar vann Stjarnan öruggan 4-0 sigur en Ólafur býst við sterkara Selfossliði en í fyrra. „Já, klárlega. Við vitum það eftir að hafa spilað við þær á tímabilinu, bæði í Lengjubikar og í Pepsi-deildinni. Þetta verður frábær leikur,“ sagði Ólafur en Selfoss vann fyrri leik liðanna í Pepsi-deildinni með tveimur mörkum gegn einu. Stjarnan svaraði fyrir sig með 1-3 sigri í seinni leiknum. „Við nýttum svæðin sem þær gáfu okkur í seinni leiknum og sóknarleikurinn var beittari fyrir vikið. Veðrið truflaði svolítið í fyrri leiknum og við vorum ekki nógu aggresívar í föstum leikatriðum og fengum á okkur tvö mörk úr slíkum atriðum,“ sagði Ólafur sem sér sóknarfæri gegn Selfossi. „Það er pláss fyrir framan og aftan vörnina þeirra. Bæði liðin vilja sækja og það skapast alltaf pláss og það er bara spurning hvort liðið er flinkara að nýta sér það. Það hafa komið mörk í þessum leikjum og það hefur verið spilaður sóknarleikur,“ sagði Ólafur ennfremur en hann segist geta stillt upp sínu sterkasta liði í dag. „Það eru allar heilar og engin meiðsli hafa hrjáð okkur.“ Þjálfarinn segir enga þreytu í Stjörnuliðinu þrátt fyrir þétta dagskrá í ágúst þar sem liðið spilaði m.a. þrjá leiki á sex dögum á Kýpur í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. „Nei, það á bara að vera hamingja að taka þátt í þessu. Auðvitað var þetta erfitt ferðalag og það er erfitt að spila í þessum aðstæðum þarna úti en við vorum vel undirbúnar og stelpurnar eru í góðu formi svo það er engin afsökun,“ sagði Ólafur að endingu.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00 Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 29. ágúst 2015 10:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira
„Bara pressa sem við setjum á okkur sjálfar. Við erum í fótbolta til að vinna og höfum farið þannig í alla leiki í sumar. Þessi leikur er engin undantekning,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, aðpurður í samtali við Vísi hvort það væri pressa á Garðbæingum að vinna bikarmeistaratitilinn. Stjarnan mætir Selfossi í bikarúrslitum í dag en þessi lið mættust einnig í úrslitaleiknum í fyrra. Þar vann Stjarnan öruggan 4-0 sigur en Ólafur býst við sterkara Selfossliði en í fyrra. „Já, klárlega. Við vitum það eftir að hafa spilað við þær á tímabilinu, bæði í Lengjubikar og í Pepsi-deildinni. Þetta verður frábær leikur,“ sagði Ólafur en Selfoss vann fyrri leik liðanna í Pepsi-deildinni með tveimur mörkum gegn einu. Stjarnan svaraði fyrir sig með 1-3 sigri í seinni leiknum. „Við nýttum svæðin sem þær gáfu okkur í seinni leiknum og sóknarleikurinn var beittari fyrir vikið. Veðrið truflaði svolítið í fyrri leiknum og við vorum ekki nógu aggresívar í föstum leikatriðum og fengum á okkur tvö mörk úr slíkum atriðum,“ sagði Ólafur sem sér sóknarfæri gegn Selfossi. „Það er pláss fyrir framan og aftan vörnina þeirra. Bæði liðin vilja sækja og það skapast alltaf pláss og það er bara spurning hvort liðið er flinkara að nýta sér það. Það hafa komið mörk í þessum leikjum og það hefur verið spilaður sóknarleikur,“ sagði Ólafur ennfremur en hann segist geta stillt upp sínu sterkasta liði í dag. „Það eru allar heilar og engin meiðsli hafa hrjáð okkur.“ Þjálfarinn segir enga þreytu í Stjörnuliðinu þrátt fyrir þétta dagskrá í ágúst þar sem liðið spilaði m.a. þrjá leiki á sex dögum á Kýpur í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. „Nei, það á bara að vera hamingja að taka þátt í þessu. Auðvitað var þetta erfitt ferðalag og það er erfitt að spila í þessum aðstæðum þarna úti en við vorum vel undirbúnar og stelpurnar eru í góðu formi svo það er engin afsökun,“ sagði Ólafur að endingu.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00 Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 29. ágúst 2015 10:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira
Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00
Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00
Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 29. ágúst 2015 10:00
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti