Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2015 10:00 Ásgerður og Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliðar Stjörnunnar og Selfoss. vísir/anton Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. „Hún er bara góð og það er mikil tilhlökkun í okkar herbúðum,“ sagði Ásgerður í samtali við Vísi, aðspurð hvernig tilfinningin fyrir leikinn í dag væri. Stjarnan er í bikarúrslitum í fjórða sinn á síðustu sex árum á meðan Selfyssingar eru aðeins að fara í sinn annan úrslitaleik í sögu félagsins. Selfoss komst í fyrsta sinn í bikarúrslit í fyrra þegar liðið tapaði 4-0 fyrir Stjörnunni. Reynslan og hefðin er því Stjörnumegin. Ásgerður segir að reynslan hjálpi Stjörnunni eitthvað en hún muni ekki hafa úrslitaáhrif í dag? „Nei, ég held að Selfyssingarnir hafi alveg reynslu líka af því að vinna titla. Dagný (Brynjarsdóttir) vann t.d. titil með Bayern München fyrir einhverjum mánuðum síðar. Vonandi hjálpar þetta okkur eitthvað en það gefur okkur ekkert forskot á laugardaginn. Við þurfum að mæta í þennan leik og hafa fyrir hlutunum,“ sagði Ásgerður. Ágústmánuður hefur verið strembinn hjá Stjörnunni en leikurinn í dag verður sjöundi leikur liðsins á 23 dögum. Þrír þessi leikir fóru fram á Kýpur þar sem Garðbæingar tóku þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Stjarnan spilaði sinn síðasta leik á Kýpur 16. ágúst en fjórum dögum síðar tapaði liðið 0-1 fyrir Breiðablik í uppgjöri toppliða Pepsi-deildarinnar. Tapið fyrir Blikum gerði nánast út um möguleika Stjörnunnar á að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð en Ásgerður vonast til að það hvetji Stjörnukonur enn frekar til dáða í leiknum í dag. „Hungrið er þá aðeins meira, að halda þessum titli í Garðabænum. Við mættum einfaldlega ekki til leiks á móti Breiðabliki og það var hrikalegur leikur hjá okkur. „Við lærðum af því og spiluðum góðan leik fyrir norðan (gegn Þór/KA) í fyrradag og reynum að byggja ofan á það og pæla ekki of mikið í Íslandsmótinu á laugardaginn,“ sagði Ásgerður en tók Kýpurferðin sinn toll af Stjörnuliðinu? „Nei, við getum ekki skýlt okkur á bakvið Kýpurferðina. Það var góð ferð þar sem við vorum saman í tíu daga. Leikurinn við Blika var tveimur og hálfum sólarhring eftir að við lentum eftir 19 klukkutíma ferðalag. „Það hafði samt ekki úrslitaáhrif, við einfaldlega mættum ekki til leiks og Blikarnir voru grimmari á öllum vígstöðvum,“ sagði Ásgerður að lokum.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00 Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. „Hún er bara góð og það er mikil tilhlökkun í okkar herbúðum,“ sagði Ásgerður í samtali við Vísi, aðspurð hvernig tilfinningin fyrir leikinn í dag væri. Stjarnan er í bikarúrslitum í fjórða sinn á síðustu sex árum á meðan Selfyssingar eru aðeins að fara í sinn annan úrslitaleik í sögu félagsins. Selfoss komst í fyrsta sinn í bikarúrslit í fyrra þegar liðið tapaði 4-0 fyrir Stjörnunni. Reynslan og hefðin er því Stjörnumegin. Ásgerður segir að reynslan hjálpi Stjörnunni eitthvað en hún muni ekki hafa úrslitaáhrif í dag? „Nei, ég held að Selfyssingarnir hafi alveg reynslu líka af því að vinna titla. Dagný (Brynjarsdóttir) vann t.d. titil með Bayern München fyrir einhverjum mánuðum síðar. Vonandi hjálpar þetta okkur eitthvað en það gefur okkur ekkert forskot á laugardaginn. Við þurfum að mæta í þennan leik og hafa fyrir hlutunum,“ sagði Ásgerður. Ágústmánuður hefur verið strembinn hjá Stjörnunni en leikurinn í dag verður sjöundi leikur liðsins á 23 dögum. Þrír þessi leikir fóru fram á Kýpur þar sem Garðbæingar tóku þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Stjarnan spilaði sinn síðasta leik á Kýpur 16. ágúst en fjórum dögum síðar tapaði liðið 0-1 fyrir Breiðablik í uppgjöri toppliða Pepsi-deildarinnar. Tapið fyrir Blikum gerði nánast út um möguleika Stjörnunnar á að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð en Ásgerður vonast til að það hvetji Stjörnukonur enn frekar til dáða í leiknum í dag. „Hungrið er þá aðeins meira, að halda þessum titli í Garðabænum. Við mættum einfaldlega ekki til leiks á móti Breiðabliki og það var hrikalegur leikur hjá okkur. „Við lærðum af því og spiluðum góðan leik fyrir norðan (gegn Þór/KA) í fyrradag og reynum að byggja ofan á það og pæla ekki of mikið í Íslandsmótinu á laugardaginn,“ sagði Ásgerður en tók Kýpurferðin sinn toll af Stjörnuliðinu? „Nei, við getum ekki skýlt okkur á bakvið Kýpurferðina. Það var góð ferð þar sem við vorum saman í tíu daga. Leikurinn við Blika var tveimur og hálfum sólarhring eftir að við lentum eftir 19 klukkutíma ferðalag. „Það hafði samt ekki úrslitaáhrif, við einfaldlega mættum ekki til leiks og Blikarnir voru grimmari á öllum vígstöðvum,“ sagði Ásgerður að lokum.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00 Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00
Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00