Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2015 10:00 Ásgerður og Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliðar Stjörnunnar og Selfoss. vísir/anton Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. „Hún er bara góð og það er mikil tilhlökkun í okkar herbúðum,“ sagði Ásgerður í samtali við Vísi, aðspurð hvernig tilfinningin fyrir leikinn í dag væri. Stjarnan er í bikarúrslitum í fjórða sinn á síðustu sex árum á meðan Selfyssingar eru aðeins að fara í sinn annan úrslitaleik í sögu félagsins. Selfoss komst í fyrsta sinn í bikarúrslit í fyrra þegar liðið tapaði 4-0 fyrir Stjörnunni. Reynslan og hefðin er því Stjörnumegin. Ásgerður segir að reynslan hjálpi Stjörnunni eitthvað en hún muni ekki hafa úrslitaáhrif í dag? „Nei, ég held að Selfyssingarnir hafi alveg reynslu líka af því að vinna titla. Dagný (Brynjarsdóttir) vann t.d. titil með Bayern München fyrir einhverjum mánuðum síðar. Vonandi hjálpar þetta okkur eitthvað en það gefur okkur ekkert forskot á laugardaginn. Við þurfum að mæta í þennan leik og hafa fyrir hlutunum,“ sagði Ásgerður. Ágústmánuður hefur verið strembinn hjá Stjörnunni en leikurinn í dag verður sjöundi leikur liðsins á 23 dögum. Þrír þessi leikir fóru fram á Kýpur þar sem Garðbæingar tóku þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Stjarnan spilaði sinn síðasta leik á Kýpur 16. ágúst en fjórum dögum síðar tapaði liðið 0-1 fyrir Breiðablik í uppgjöri toppliða Pepsi-deildarinnar. Tapið fyrir Blikum gerði nánast út um möguleika Stjörnunnar á að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð en Ásgerður vonast til að það hvetji Stjörnukonur enn frekar til dáða í leiknum í dag. „Hungrið er þá aðeins meira, að halda þessum titli í Garðabænum. Við mættum einfaldlega ekki til leiks á móti Breiðabliki og það var hrikalegur leikur hjá okkur. „Við lærðum af því og spiluðum góðan leik fyrir norðan (gegn Þór/KA) í fyrradag og reynum að byggja ofan á það og pæla ekki of mikið í Íslandsmótinu á laugardaginn,“ sagði Ásgerður en tók Kýpurferðin sinn toll af Stjörnuliðinu? „Nei, við getum ekki skýlt okkur á bakvið Kýpurferðina. Það var góð ferð þar sem við vorum saman í tíu daga. Leikurinn við Blika var tveimur og hálfum sólarhring eftir að við lentum eftir 19 klukkutíma ferðalag. „Það hafði samt ekki úrslitaáhrif, við einfaldlega mættum ekki til leiks og Blikarnir voru grimmari á öllum vígstöðvum,“ sagði Ásgerður að lokum.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00 Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. „Hún er bara góð og það er mikil tilhlökkun í okkar herbúðum,“ sagði Ásgerður í samtali við Vísi, aðspurð hvernig tilfinningin fyrir leikinn í dag væri. Stjarnan er í bikarúrslitum í fjórða sinn á síðustu sex árum á meðan Selfyssingar eru aðeins að fara í sinn annan úrslitaleik í sögu félagsins. Selfoss komst í fyrsta sinn í bikarúrslit í fyrra þegar liðið tapaði 4-0 fyrir Stjörnunni. Reynslan og hefðin er því Stjörnumegin. Ásgerður segir að reynslan hjálpi Stjörnunni eitthvað en hún muni ekki hafa úrslitaáhrif í dag? „Nei, ég held að Selfyssingarnir hafi alveg reynslu líka af því að vinna titla. Dagný (Brynjarsdóttir) vann t.d. titil með Bayern München fyrir einhverjum mánuðum síðar. Vonandi hjálpar þetta okkur eitthvað en það gefur okkur ekkert forskot á laugardaginn. Við þurfum að mæta í þennan leik og hafa fyrir hlutunum,“ sagði Ásgerður. Ágústmánuður hefur verið strembinn hjá Stjörnunni en leikurinn í dag verður sjöundi leikur liðsins á 23 dögum. Þrír þessi leikir fóru fram á Kýpur þar sem Garðbæingar tóku þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Stjarnan spilaði sinn síðasta leik á Kýpur 16. ágúst en fjórum dögum síðar tapaði liðið 0-1 fyrir Breiðablik í uppgjöri toppliða Pepsi-deildarinnar. Tapið fyrir Blikum gerði nánast út um möguleika Stjörnunnar á að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð en Ásgerður vonast til að það hvetji Stjörnukonur enn frekar til dáða í leiknum í dag. „Hungrið er þá aðeins meira, að halda þessum titli í Garðabænum. Við mættum einfaldlega ekki til leiks á móti Breiðabliki og það var hrikalegur leikur hjá okkur. „Við lærðum af því og spiluðum góðan leik fyrir norðan (gegn Þór/KA) í fyrradag og reynum að byggja ofan á það og pæla ekki of mikið í Íslandsmótinu á laugardaginn,“ sagði Ásgerður en tók Kýpurferðin sinn toll af Stjörnuliðinu? „Nei, við getum ekki skýlt okkur á bakvið Kýpurferðina. Það var góð ferð þar sem við vorum saman í tíu daga. Leikurinn við Blika var tveimur og hálfum sólarhring eftir að við lentum eftir 19 klukkutíma ferðalag. „Það hafði samt ekki úrslitaáhrif, við einfaldlega mættum ekki til leiks og Blikarnir voru grimmari á öllum vígstöðvum,“ sagði Ásgerður að lokum.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00 Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00
Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00