Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2015 08:00 Annað hvort Guðmunda Brynja eða Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, lyftir bikarnum á morgun. vísir/anton Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. „Já, algjörlega. Við vorum í fyrsta sinn í bikarúrslitum í fyrra og það var reynsla fyrir okkur. Nú vita stelpurnar út á hvað þetta gengur, hvað þetta er stórt og flott og mikil umgjörð utan um þennan leik. Ég held að við séum tilbúnar í þetta,“ sagði Guðmunda í samtali við Vísi um bikarúrslitaleik Selfoss og Stjörnunnar í dag.Sjá einnig: Fyrirliðinn áfram á Selfossi Stjarnan vann leik liðanna í fyrra 4-0 en Selfossliðið er sterkara í ár og býr að því að hafa unnið Garðabæjarliðið í ár. En hvaða þýðingu hefur sigur Selfoss á Stjörnunni í fyrra leik liðanna í Pepsi-deildinni fyrir leikinn í dag? „Það gefur okkur þvílíkt sjálfstraust. Við höfðum ekki unnið þær áður og þetta gefur okkur mikið. Við vitum að við getum unnið þær,“ sagði Guðmunda sem er markahæsti leikmaður Selfoss í sumar með 12 mörk. Hún segir að Selfyssingar þurfi fyrst og síðast að einbeita sér að sjálfum sér í undirbúningnum fyrir leikinn í dag. „Við þurfum að einbeita okkur að okkar leik og okkar styrkleikum, þá náum við að loka á þeirra styrkleika og nýta okkar. Við einbeitum okkur aðallega að sjálfum okkur og látum Gunna (Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfara Selfoss) um að hafa áhyggjur af þeim.“ Selfoss er nýtt afl í íslenskum kvennafótbolta en liðið er aðeins á sínu fjórða ári í efstu deild. En er pressa á Selfosskonum að vinna fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins? „Já og nei. Það var svolítið ætlast til þess að við færum í bikarúrslitin aftur og það var líka eitt af okkar útgefnu markmiðum að fara aftur í þennan leik. Þú ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa og það er kannski smá pressa á okkur að vinna hann. „En það er meiri pressa á þeim. Pressan að vinna leikinn kemur aðallega frá okkur sjálfum,“ sagði Guðmunda sem á von á Selfyssingar og Sunnlendingar allir fjölmenni á leikinn í dag. „Já, algjörlega. Það á að slá upp mikilli bæjarhátíð. Sunnlendingar sameinast á Selfossi og fara svo saman á leikinn,“ sagði Guðmunda að lokum.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Fyrirliðinn áfram á Selfossi Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. 27. ágúst 2015 08:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. „Já, algjörlega. Við vorum í fyrsta sinn í bikarúrslitum í fyrra og það var reynsla fyrir okkur. Nú vita stelpurnar út á hvað þetta gengur, hvað þetta er stórt og flott og mikil umgjörð utan um þennan leik. Ég held að við séum tilbúnar í þetta,“ sagði Guðmunda í samtali við Vísi um bikarúrslitaleik Selfoss og Stjörnunnar í dag.Sjá einnig: Fyrirliðinn áfram á Selfossi Stjarnan vann leik liðanna í fyrra 4-0 en Selfossliðið er sterkara í ár og býr að því að hafa unnið Garðabæjarliðið í ár. En hvaða þýðingu hefur sigur Selfoss á Stjörnunni í fyrra leik liðanna í Pepsi-deildinni fyrir leikinn í dag? „Það gefur okkur þvílíkt sjálfstraust. Við höfðum ekki unnið þær áður og þetta gefur okkur mikið. Við vitum að við getum unnið þær,“ sagði Guðmunda sem er markahæsti leikmaður Selfoss í sumar með 12 mörk. Hún segir að Selfyssingar þurfi fyrst og síðast að einbeita sér að sjálfum sér í undirbúningnum fyrir leikinn í dag. „Við þurfum að einbeita okkur að okkar leik og okkar styrkleikum, þá náum við að loka á þeirra styrkleika og nýta okkar. Við einbeitum okkur aðallega að sjálfum okkur og látum Gunna (Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfara Selfoss) um að hafa áhyggjur af þeim.“ Selfoss er nýtt afl í íslenskum kvennafótbolta en liðið er aðeins á sínu fjórða ári í efstu deild. En er pressa á Selfosskonum að vinna fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins? „Já og nei. Það var svolítið ætlast til þess að við færum í bikarúrslitin aftur og það var líka eitt af okkar útgefnu markmiðum að fara aftur í þennan leik. Þú ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa og það er kannski smá pressa á okkur að vinna hann. „En það er meiri pressa á þeim. Pressan að vinna leikinn kemur aðallega frá okkur sjálfum,“ sagði Guðmunda sem á von á Selfyssingar og Sunnlendingar allir fjölmenni á leikinn í dag. „Já, algjörlega. Það á að slá upp mikilli bæjarhátíð. Sunnlendingar sameinast á Selfossi og fara svo saman á leikinn,“ sagði Guðmunda að lokum.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Fyrirliðinn áfram á Selfossi Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. 27. ágúst 2015 08:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00
Fyrirliðinn áfram á Selfossi Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. 27. ágúst 2015 08:00