Ríki axla mjög misþungar byrðar vegna flóttamanna Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 28. ágúst 2015 19:32 Skorað er á Evrópuríki að sýna mannúð og axla jafna ábyrgð á sívaxandi straumi flóttamanna sem flýr stríð og hörmungar heima fyrir. Upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum bendir á að ef Ísland tæki á móti 1600 flóttamönnum í ár ef það tæki hlutfallslega við jafnmörgum flóttamönnum og nágrannaríkið Svíþjóð. Yfir 300.000 flóttamenn hafa farið yfir Miðjarðarhaf á þessu ári, en um 2.500 hafa dáið á leiðinni yfir hafið. Til samanburðar fóru um 214.000 þessa leið allt árið í fyrra. Neyð stigvaxandi fjölda flóttamanna er í brennidepli þessa dagana en leiðtogar Evrópuríkja hafa ekki komist að samkomulagi um skuldbindingar vegna hans. Fréttir gærdagsins greindu frá því að í yfirgefnum vöruflutningabíl í Austurríki hefðu fundist lík sjötíu og eins flóttamanns, Talið er að fólkið hafi kafnað en lík þeirra voru flutt til krufningar í dag. Í hópnum eru 59 karlmenn, átta konur og fjögur börn, þrír drengir á aldrinum 8 til 10 ára og eins til tveggja ára stúlkubarn. Þá fundust rúmlega fimmtíu flóttamenn látnir í lest drekkhlaðins flóttamannabáts en eftirlifendur úr hópi flóttamanna sögðu að smyglararnir hefðu neytt fólkið ofan í lestina með ofbeldi.Einblínt á vandann í EvrópuÁrni Snævarr upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum segir að ríki axli mjög misþungar byrðar vegna vaxandi neyðar flóttamanna. Eðli málsins samkvæmt mæði mest á nágrannaríkjum þeirra landa þar sem neyðin sé mest. Hann segir að þótt Evrópubúar einblíni á það sem sé að gerast í Evrópu, megi ekki gleyma því að það séu til að mynda 1,2 milljónir flóttamanna í Líbanon, landi sem er með um fimm milljónir íbúa, það sé sambærilegt við að Ísland tæki við áttatíu þúsund flóttamönnum. Þá séu ein komma sjö milljónir flóttamanna í Tyrklandi. Þetta sé einungis brot af vandanum sem blasi við ríkjum í Evrópu. Þá hafi einungis tekist að fjármagna fjörutíu og eitt prósent af aðstoð við flóttamenn í þessum tiltölulega fátæku nágrannaríkjum. Stöð 2 spurði Árna Snævarr hvað Ísland gæti lagt meira til þessara mála. Hann sagði að það væri nærtækt að líta til nágrannaríkjanna. Svíþjóð ætlaði að taka á móti fimmtíu þúsund Sýrlendingum í árslok, það eru hugsanlega hundrað þúsund hælisleitendur þar fyrir. Þetta sé álíka og ef Ísland tæki við sextán til sautjánhundruð manns en það sé þó ansi langt frá veruleikanum núna. Flóttamenn Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Ætla að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira
Skorað er á Evrópuríki að sýna mannúð og axla jafna ábyrgð á sívaxandi straumi flóttamanna sem flýr stríð og hörmungar heima fyrir. Upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum bendir á að ef Ísland tæki á móti 1600 flóttamönnum í ár ef það tæki hlutfallslega við jafnmörgum flóttamönnum og nágrannaríkið Svíþjóð. Yfir 300.000 flóttamenn hafa farið yfir Miðjarðarhaf á þessu ári, en um 2.500 hafa dáið á leiðinni yfir hafið. Til samanburðar fóru um 214.000 þessa leið allt árið í fyrra. Neyð stigvaxandi fjölda flóttamanna er í brennidepli þessa dagana en leiðtogar Evrópuríkja hafa ekki komist að samkomulagi um skuldbindingar vegna hans. Fréttir gærdagsins greindu frá því að í yfirgefnum vöruflutningabíl í Austurríki hefðu fundist lík sjötíu og eins flóttamanns, Talið er að fólkið hafi kafnað en lík þeirra voru flutt til krufningar í dag. Í hópnum eru 59 karlmenn, átta konur og fjögur börn, þrír drengir á aldrinum 8 til 10 ára og eins til tveggja ára stúlkubarn. Þá fundust rúmlega fimmtíu flóttamenn látnir í lest drekkhlaðins flóttamannabáts en eftirlifendur úr hópi flóttamanna sögðu að smyglararnir hefðu neytt fólkið ofan í lestina með ofbeldi.Einblínt á vandann í EvrópuÁrni Snævarr upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum segir að ríki axli mjög misþungar byrðar vegna vaxandi neyðar flóttamanna. Eðli málsins samkvæmt mæði mest á nágrannaríkjum þeirra landa þar sem neyðin sé mest. Hann segir að þótt Evrópubúar einblíni á það sem sé að gerast í Evrópu, megi ekki gleyma því að það séu til að mynda 1,2 milljónir flóttamanna í Líbanon, landi sem er með um fimm milljónir íbúa, það sé sambærilegt við að Ísland tæki við áttatíu þúsund flóttamönnum. Þá séu ein komma sjö milljónir flóttamanna í Tyrklandi. Þetta sé einungis brot af vandanum sem blasi við ríkjum í Evrópu. Þá hafi einungis tekist að fjármagna fjörutíu og eitt prósent af aðstoð við flóttamenn í þessum tiltölulega fátæku nágrannaríkjum. Stöð 2 spurði Árna Snævarr hvað Ísland gæti lagt meira til þessara mála. Hann sagði að það væri nærtækt að líta til nágrannaríkjanna. Svíþjóð ætlaði að taka á móti fimmtíu þúsund Sýrlendingum í árslok, það eru hugsanlega hundrað þúsund hælisleitendur þar fyrir. Þetta sé álíka og ef Ísland tæki við sextán til sautjánhundruð manns en það sé þó ansi langt frá veruleikanum núna.
Flóttamenn Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Ætla að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira