Valdís og Ólafía byrja vel Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2015 17:43 Valdís Þóra Jónsdóttir lék fyrsta keppnisdaginn á tveimur höggum undir pari. mynd/gsí Valdís Þóra Jónsdóttir, Leyni, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, byrjuðu vel á fyrsta keppnisdeginum á LETAS móti sem hófst í Finnlandi í dag. Valdís, sem er á sínu öðru tímabili á LETAS mótaröðinni, er í 2.-4. sæti á tveimur höggum undir pari (samtals 69 höggum) en Ólafía, sem er á sínu fyrsta tímabili, er á einu undir pari (samtals 70 höggum) og er hún í 5.–10. sæti. Valdís náði góðum lokakafla eftir að hafa fengið þrjá fugla og þrjá skolla á fyrri níu holunum. Hún lagaði stöðu sína með erni á 13. braut og fuglum á 15. og 18. Alls fékk hún fimm fugla og einn örn á hringnum. Leiknar verða 54 holur og lýkur keppninni á sunnudaginn. Mótið er hluti af LETAS mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Þetta er 13. mótið hjá Ólafíu á þessu tímabili en hún er í 16. sæti á styrkleikalista mótaraðarinnar af alls 154 kylfingum sem hafa tekið þátt. Valdís Þóra er að leika á sínu 11. móti á þessu tímabili en hún er í 25. sæti á styrkleikalistanum. Það er að miklu að keppa fyrir íslensku atvinnukylfingana. Fimm efstu á stigalistanum fá keppnisrétt á sjálfri LET Evrópumótaröð kvenna á næsta tímabili. Þeir sem eru í sætum 6-20 komast beint inn á lokaúrtökumótið í haust og sleppa við fyrra úrtökumótið en þessi mót fara fram í nóvember og desember í Marokkó. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, Leyni, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, byrjuðu vel á fyrsta keppnisdeginum á LETAS móti sem hófst í Finnlandi í dag. Valdís, sem er á sínu öðru tímabili á LETAS mótaröðinni, er í 2.-4. sæti á tveimur höggum undir pari (samtals 69 höggum) en Ólafía, sem er á sínu fyrsta tímabili, er á einu undir pari (samtals 70 höggum) og er hún í 5.–10. sæti. Valdís náði góðum lokakafla eftir að hafa fengið þrjá fugla og þrjá skolla á fyrri níu holunum. Hún lagaði stöðu sína með erni á 13. braut og fuglum á 15. og 18. Alls fékk hún fimm fugla og einn örn á hringnum. Leiknar verða 54 holur og lýkur keppninni á sunnudaginn. Mótið er hluti af LETAS mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Þetta er 13. mótið hjá Ólafíu á þessu tímabili en hún er í 16. sæti á styrkleikalista mótaraðarinnar af alls 154 kylfingum sem hafa tekið þátt. Valdís Þóra er að leika á sínu 11. móti á þessu tímabili en hún er í 25. sæti á styrkleikalistanum. Það er að miklu að keppa fyrir íslensku atvinnukylfingana. Fimm efstu á stigalistanum fá keppnisrétt á sjálfri LET Evrópumótaröð kvenna á næsta tímabili. Þeir sem eru í sætum 6-20 komast beint inn á lokaúrtökumótið í haust og sleppa við fyrra úrtökumótið en þessi mót fara fram í nóvember og desember í Marokkó.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira