Formúla 1

Whiting: Honda misnotaði reglurnar

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Charlie Whiting var ekki hrifinn af aðferðum Honda í Belgíu.
Charlie Whiting var ekki hrifinn af aðferðum Honda í Belgíu. Vísir/Getty
Regluvörður Alþjóða akstursíþróttasambandsins, FIA, Charlie Whiting segir McLaren-Honda hafa misnotað reglurnar um refsingar fyrir ofnotkun vélaíhluta í Belgíu.

McLaren-Honda setti nýjar vélar í báða bíla á föstufagsæfingum, sem leiddi til þess að liðið átti að ræsa aftast. Fernando Alonso fékk 30 sæta refsingu en Jenson Button 25 sæta refsing.

Fyrir tímatökuna á laugardag skipti liðið út vélunum í heilu lagi fyrir nýjar í báðum bílum. Þrátt fyrir að ekkert væri augljóslega að þeim sem fóru í daginn áður. Við refsingar beggja ökumanna bættust 50 sæti til viðbótar. Sú refsing var aðeins að forminu til.

Reglurnar banna ekki þessa háttsemi.

Reglurnar voru áður á þann veg að þessu hefðu fylgt frekari refsingar í keppninni sjálfri vegna þess að ekki er hægt að sæta allri refsingunni sem til kom.

McLaren-Honda nýtti sér þarna glufu í reglunum sem, Whiting varaði við þegar breytingin var gerð.

„Við töldum þó að neikvæðar athugasemdir frá nánast öllum hliðum yllu ímynd íþróttarinnar meiri skaða,“ sagði Whiting í samtali við Auto Motor und Sport.

„Auðvitað var reglan skrifuð í góðri trú, ekki til að gera liðum kleift að misnota hana eins og Honda gerði,“ bætti Whiting við.

Nú getur McLaren-Honda notað báðar vélarnar aftur, því refsingarnar miðast í raun við að vélin sé notuð. Því á Honda tvær lítið notaðar vélar inni þegar á þarf að halda.


Tengdar fréttir

Honda setur markið á Ferrari

Honda ætlar að mæta með talsvert mikið uppfærða vél til Belgíu um helgina. Honda vonast til að hún jafnist nú á við Ferrari vélina.

Bílskúrinn: Baráttan í Belgíu

Lewis Hamilton er nú búinn að tryggja sér ráspólsbikar ársins. Óvæntir atburðir áttu sér stað í belgíska kappakstrinum.

McLaren notar tvær vélar í hvorn bíl á Spa

McLaren mætti með splunkunýjar Honda vélar til Belgíu. Liðið ætlar að beita sérstakri aðferð um helgina. Tvær nýjar vélar fara í hvorn bíl um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×