Ennþá góð vikuveiði í laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 27. ágúst 2015 10:00 Veiðifélagarnir, Óðinn, Gunnar og Kristinn með flotta morgunveiði úr Langá á Mýrum Mynd: KL Þrátt fyrir að ágúst sé senn á enda er ennþá feyknagóð vikuveiði í laxveiðiánum og í raun eru sumar þeirra að skila veiði eins og veiðimenn eiga von á í byrjun ágúst. Bæði er ennþá lax að ganga og tölurnar úr ánum endurspegla á engan hátt síðsumarsveiðiheldur þvert á móti. Sem dæmi um þetta, ef við tökum bara vikuveiðina úr tíu aflahæstu ánum í síðustu viku, veiddust 742 laxar í Miðfjarðará sem er ótrúleg tala en áin er alveg pökkuð af laxi. Ytri Rangá var með 735 laxa, Blanda með 286 laxa, Laxá í Dölum með 281 lax, Eystri Rangá með 194 laxa, Þverá og Kjarrá með 167 laxa, Víðidalsá með 163 laxa, Langá á Mýrum með 159 laxa, Jökla með 155 laxa og heildarveiðiuppá 580 laxa sem er nýtt met þar á bæ og að lokum Norðurá með 144 laxa. Það styttist í lookatölur í nokkrum ám en margar árnar eiga þó ennþá 3-4 vikur eftir af veiði svo tölurnar af lista Landssambands Veiðifélaga sem eru vikulega teknar saman af Þorsteini á Skálpastöðum og má finna hér eiga ennþá eftir að hækka. Það sem er að vekja athygli veiðimanna er hversu góðar göngur eru ennþá í sumar árnar miðað við árstíma en í nokkrum ánum eru varla ennþá farnir að veiðast legnir laxar af neinu ráði. Það er því deginum ljósara að haustveiðin, verði veður ágætt, gæti orðið alveg frábær þetta sumarið. Mest lesið Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Farið að sjatna í Norðurá Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Nýtt Sportveiðiblað gleður í skammdeginu Veiði
Þrátt fyrir að ágúst sé senn á enda er ennþá feyknagóð vikuveiði í laxveiðiánum og í raun eru sumar þeirra að skila veiði eins og veiðimenn eiga von á í byrjun ágúst. Bæði er ennþá lax að ganga og tölurnar úr ánum endurspegla á engan hátt síðsumarsveiðiheldur þvert á móti. Sem dæmi um þetta, ef við tökum bara vikuveiðina úr tíu aflahæstu ánum í síðustu viku, veiddust 742 laxar í Miðfjarðará sem er ótrúleg tala en áin er alveg pökkuð af laxi. Ytri Rangá var með 735 laxa, Blanda með 286 laxa, Laxá í Dölum með 281 lax, Eystri Rangá með 194 laxa, Þverá og Kjarrá með 167 laxa, Víðidalsá með 163 laxa, Langá á Mýrum með 159 laxa, Jökla með 155 laxa og heildarveiðiuppá 580 laxa sem er nýtt met þar á bæ og að lokum Norðurá með 144 laxa. Það styttist í lookatölur í nokkrum ám en margar árnar eiga þó ennþá 3-4 vikur eftir af veiði svo tölurnar af lista Landssambands Veiðifélaga sem eru vikulega teknar saman af Þorsteini á Skálpastöðum og má finna hér eiga ennþá eftir að hækka. Það sem er að vekja athygli veiðimanna er hversu góðar göngur eru ennþá í sumar árnar miðað við árstíma en í nokkrum ánum eru varla ennþá farnir að veiðast legnir laxar af neinu ráði. Það er því deginum ljósara að haustveiðin, verði veður ágætt, gæti orðið alveg frábær þetta sumarið.
Mest lesið Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Farið að sjatna í Norðurá Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Nýtt Sportveiðiblað gleður í skammdeginu Veiði