Samstaða um mannúð og réttaröryggi Þórir Guðmundsson skrifar 27. ágúst 2015 07:15 Frumvarpsdrögin sem þingmannanefnd undir forystu Óttarrs Proppé birti á mánudag eru stórviðburður á heimsvísu. Á meðan Evrópa logar í deilum um flóttafólk og farendur þá hafa íslensku stjórnmálaflokkarnir komið sér saman um reglur þar sem mannúð og réttaröryggi eru í fyrirrúmi. Jafnvel á Norðurlöndum hafa flokkar sem berja í trumbur útlendingaandúðar náð ótrúlegu fylgi. Það hefur aldrei tekist á Íslandi. Samstaðan, sem hefur náðst um útlendingafrumvarpið sem nú er kynnt á vef innanríkisráðuneytis, er dýrmæt. Hún er líka brothætt. Samheldni í samfélaginu er lykilgæði í huga flestra Íslendinga. Það útskýrir áhyggjur margra af hingaðkomu fólks til aðseturs í landinu. Þess vegna er mikilvægt að ræða í þaula stefnuna í þeim málum og að staðreyndir – ekki tilbúningur – upplýsi þá umræðu. Flóttamenn eru lítill hluti þeirra sem hingað leita. Enn færri fá leyfi til að vera. Flóttamenn sem stjórnvöld bjóða til landsins hafa verið 10 til 15 á ári síðustu ár. Til samanburðar má líta til þess að hér á landi eru rúmlega 20 þúsund einstaklingar með erlent ríkisfang – flestir Pólverjar en einnig fólk annars staðar að. Allt þetta fólk – bæði þeir sem koma í leit að vernd og hinir, miklu fleiri, sem koma vegna fjölskyldutengsla eða vegna vinnu – þarf að upplifa sig velkomið í nýju landi. Stjórnvöld, félagasamtök og einstaklingar geta hjálpast að við það. Á vegum Rauða krossins í Reykjavík aðstoða sjálfboðaliðar til dæmis við heimanám barna og leiðbeina fólki sem veit ekki hvert það á að snúa sér í leit að vinnu, íbúð eða gagnvart hinum ýmsu opinberu kerfum. Íslendingar eru í kjöraðstöðu til að stýra þessum málum í góðan farveg. Við getum deilt okkar samfélagsgildum með öðrum, sem hér vilja búa, og notið þess í leið sem þeir hafa upp á að bjóða. Tillögur þingnefndarinnar, sem allir flokkar á þingi komu að, eru kærkomið skref í þessa átt. Í frumvarpinu kemur orðið mannúð fyrir 24 sinnum. Þegar við byrjum að ræða – og jafnvel deila – um tillögurnar, þá er mannúð ekki svo slæmur leiðarvísir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Frumvarpsdrögin sem þingmannanefnd undir forystu Óttarrs Proppé birti á mánudag eru stórviðburður á heimsvísu. Á meðan Evrópa logar í deilum um flóttafólk og farendur þá hafa íslensku stjórnmálaflokkarnir komið sér saman um reglur þar sem mannúð og réttaröryggi eru í fyrirrúmi. Jafnvel á Norðurlöndum hafa flokkar sem berja í trumbur útlendingaandúðar náð ótrúlegu fylgi. Það hefur aldrei tekist á Íslandi. Samstaðan, sem hefur náðst um útlendingafrumvarpið sem nú er kynnt á vef innanríkisráðuneytis, er dýrmæt. Hún er líka brothætt. Samheldni í samfélaginu er lykilgæði í huga flestra Íslendinga. Það útskýrir áhyggjur margra af hingaðkomu fólks til aðseturs í landinu. Þess vegna er mikilvægt að ræða í þaula stefnuna í þeim málum og að staðreyndir – ekki tilbúningur – upplýsi þá umræðu. Flóttamenn eru lítill hluti þeirra sem hingað leita. Enn færri fá leyfi til að vera. Flóttamenn sem stjórnvöld bjóða til landsins hafa verið 10 til 15 á ári síðustu ár. Til samanburðar má líta til þess að hér á landi eru rúmlega 20 þúsund einstaklingar með erlent ríkisfang – flestir Pólverjar en einnig fólk annars staðar að. Allt þetta fólk – bæði þeir sem koma í leit að vernd og hinir, miklu fleiri, sem koma vegna fjölskyldutengsla eða vegna vinnu – þarf að upplifa sig velkomið í nýju landi. Stjórnvöld, félagasamtök og einstaklingar geta hjálpast að við það. Á vegum Rauða krossins í Reykjavík aðstoða sjálfboðaliðar til dæmis við heimanám barna og leiðbeina fólki sem veit ekki hvert það á að snúa sér í leit að vinnu, íbúð eða gagnvart hinum ýmsu opinberu kerfum. Íslendingar eru í kjöraðstöðu til að stýra þessum málum í góðan farveg. Við getum deilt okkar samfélagsgildum með öðrum, sem hér vilja búa, og notið þess í leið sem þeir hafa upp á að bjóða. Tillögur þingnefndarinnar, sem allir flokkar á þingi komu að, eru kærkomið skref í þessa átt. Í frumvarpinu kemur orðið mannúð fyrir 24 sinnum. Þegar við byrjum að ræða – og jafnvel deila – um tillögurnar, þá er mannúð ekki svo slæmur leiðarvísir.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun