Hulduhljómsveitin KAJAK rennur niður fljót framtíðarinnar Stefán Árni Pálsson skrifar 26. ágúst 2015 17:00 Hér má sjá þá Hrein og Sigurmon. Hulduhljómsveitin KAJAK gefur út nýtt lag og sína fyrstu opinberu útgáfu frá upphafi. Lagið heitir Wake Up og er upbeat og hressandi frumbyggja raf í stíl við fyrri tóna. Þetta er síðasta lagið á fyrstu útgáfu sveitarinnar Children Of The Sun sem einnig inniheldur lögin Gold Crowned Eagle og Indiana sem hafa átt góðu gengi að fagna á útvarpsstöðvum landsins. „Tónlistin okkar verður til í öldum. Við semjum 10-20 hugmyndir á stuttum tíma með ákveðinn innblástur að leiðarljósi, það sem okkur finnst áhugavert hverju sinni,“ segir Hreinn Elíasson, einn af hljómsveitarmeðlimum bandsins. „Úr þessu ferli standa oftast 3-4 lög uppúr. Við nennum ekkert að eyða tímanum í uppfyllingarefni. Þá datt okkur snjallræði í hug. Áætlun okkar er að gefa út 3 laga stuttskífur með reglulegu millibili, rúmlega 4 skífur á ári. Við ætlum að hrista upp í útgáfuhefðinni, með því höldum við hlutunum spennandi og ferskum, fyrir okkur sjálfum og öðrum,“ segir Sigurmon Hartmann Sigurðsson, annar hljómsveitameðlimur. Þeir hafa verið iðnir við að semja kvikmyndatónlist að undanförnu og tóku þátt í að framleiða tónlist fyrir fyrstu 4K mynd sem gerð hefur verið hér á Íslandi. „Við erum búnir að vinna í mörgum góðum verkefnum að undanförnu. Gerðum til að mynda tónlist fyrir Norðurljósabíómynd, Iceland Aurora, og önnur verkefni á Íslandi til þess að geta fjármagnað hljóðverin okkar og græjað okkur upp - næst stefnum við á að leita líka út fyrir landssteinana fyrir þannig verkefni," segir Hreinn. „Við höfum bætt við okkur sjóðheitum trommara þannig að tónleikaröð okkar er orðið enn ferskara og stærri upplifun. Okkur hlakkar bara til að fara að spila nýja tónlist fyrir fólkið á eyjunni, það er svo skemmtilegt og gefandi. Tíminn er kominn til að láta Kajakinn renna niður fljót framtíðarinnar,“ segir Sigurmon. Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Hulduhljómsveitin KAJAK gefur út nýtt lag og sína fyrstu opinberu útgáfu frá upphafi. Lagið heitir Wake Up og er upbeat og hressandi frumbyggja raf í stíl við fyrri tóna. Þetta er síðasta lagið á fyrstu útgáfu sveitarinnar Children Of The Sun sem einnig inniheldur lögin Gold Crowned Eagle og Indiana sem hafa átt góðu gengi að fagna á útvarpsstöðvum landsins. „Tónlistin okkar verður til í öldum. Við semjum 10-20 hugmyndir á stuttum tíma með ákveðinn innblástur að leiðarljósi, það sem okkur finnst áhugavert hverju sinni,“ segir Hreinn Elíasson, einn af hljómsveitarmeðlimum bandsins. „Úr þessu ferli standa oftast 3-4 lög uppúr. Við nennum ekkert að eyða tímanum í uppfyllingarefni. Þá datt okkur snjallræði í hug. Áætlun okkar er að gefa út 3 laga stuttskífur með reglulegu millibili, rúmlega 4 skífur á ári. Við ætlum að hrista upp í útgáfuhefðinni, með því höldum við hlutunum spennandi og ferskum, fyrir okkur sjálfum og öðrum,“ segir Sigurmon Hartmann Sigurðsson, annar hljómsveitameðlimur. Þeir hafa verið iðnir við að semja kvikmyndatónlist að undanförnu og tóku þátt í að framleiða tónlist fyrir fyrstu 4K mynd sem gerð hefur verið hér á Íslandi. „Við erum búnir að vinna í mörgum góðum verkefnum að undanförnu. Gerðum til að mynda tónlist fyrir Norðurljósabíómynd, Iceland Aurora, og önnur verkefni á Íslandi til þess að geta fjármagnað hljóðverin okkar og græjað okkur upp - næst stefnum við á að leita líka út fyrir landssteinana fyrir þannig verkefni," segir Hreinn. „Við höfum bætt við okkur sjóðheitum trommara þannig að tónleikaröð okkar er orðið enn ferskara og stærri upplifun. Okkur hlakkar bara til að fara að spila nýja tónlist fyrir fólkið á eyjunni, það er svo skemmtilegt og gefandi. Tíminn er kominn til að láta Kajakinn renna niður fljót framtíðarinnar,“ segir Sigurmon.
Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira