Greddupilla fyrir konur? sigga dögg skrifar 26. ágúst 2015 11:00 Vísir/Getty Jæja, pillan sem allir hafa beðið eftir og á að leysa allan vanda kvenna er að detta á markaðinn, Addyi mun bjarga heiminum. Kannski er það ekki alveg þannig, og þó, verða ekki allir glaðir þegar konur verða graðar? Að því sem best verður séð þá er þetta lyf ekki eins og Viagra sem er tekið rétt fyrir kynlíf til að fá stinningu í lim heldur þarf að taka Addyi daglega. Lyfið er hugsað sem lausn við lágri kynhvöt, greinanlegu vandamáli samkvæmt DSM greiningarhefti sálfræðinga og geðlækna. Ef þú ætlar að taka lyfið hafðu þá eitt í huga - það má ekki neita áfengis samhliða töku lyfsins og maður verður að taka lyfið fyrir háttinn á kvöldin annars er hætta á aukaverkunum líkt og of háum blóðþrýstingi (og þá yfirliði), þunglyndi, skemmdum í miðtaugakerfið nú eða bara að þú valdir slysi. (þetta grínlaust er fylgiseðill með lyfinu) Þá er þetta bara fyrir konur sem glíma við lága kynlöngun (HSDD) sem stafar ekki af vandamálum í sambandinu, áhrif lyfja eða vegna geðrænna og/eða líkamlega vandkvæða. Þetta verður því lyfseðilsskylt og leiddu rannsóknir í ljós að konur sem tóku lyfið upplifðu ein ánægjuleg atlot per mánuð að meðaltali. Athugið að samkvæmt rannsakendum þá eru ánægjuleg atlot skilgreind sem sjálfsfróun, samfarir og/eða munnmök en ekki er gerð krafa um fullnægingu. Ef þér finnst þetta ekki hafa borið árángur eftir 8 vikur þá er mælt með að þú hættir notkun því greinilega virkar þetta ekki fyrir þig. Kynhvöt samanstendur af mörgum þáttum, þar á meðal umhverfinu, líkamlegu og andlegu ástandi, viðhorfi og gildum, hormónum og í raun er hægt að telja endalaust til. Það er því ósennilegt að bleika pillan muni bjarga konum því þær þurfa margar hverjar að treysta á að bjarga sér sjálfar. Heilsa Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Jæja, pillan sem allir hafa beðið eftir og á að leysa allan vanda kvenna er að detta á markaðinn, Addyi mun bjarga heiminum. Kannski er það ekki alveg þannig, og þó, verða ekki allir glaðir þegar konur verða graðar? Að því sem best verður séð þá er þetta lyf ekki eins og Viagra sem er tekið rétt fyrir kynlíf til að fá stinningu í lim heldur þarf að taka Addyi daglega. Lyfið er hugsað sem lausn við lágri kynhvöt, greinanlegu vandamáli samkvæmt DSM greiningarhefti sálfræðinga og geðlækna. Ef þú ætlar að taka lyfið hafðu þá eitt í huga - það má ekki neita áfengis samhliða töku lyfsins og maður verður að taka lyfið fyrir háttinn á kvöldin annars er hætta á aukaverkunum líkt og of háum blóðþrýstingi (og þá yfirliði), þunglyndi, skemmdum í miðtaugakerfið nú eða bara að þú valdir slysi. (þetta grínlaust er fylgiseðill með lyfinu) Þá er þetta bara fyrir konur sem glíma við lága kynlöngun (HSDD) sem stafar ekki af vandamálum í sambandinu, áhrif lyfja eða vegna geðrænna og/eða líkamlega vandkvæða. Þetta verður því lyfseðilsskylt og leiddu rannsóknir í ljós að konur sem tóku lyfið upplifðu ein ánægjuleg atlot per mánuð að meðaltali. Athugið að samkvæmt rannsakendum þá eru ánægjuleg atlot skilgreind sem sjálfsfróun, samfarir og/eða munnmök en ekki er gerð krafa um fullnægingu. Ef þér finnst þetta ekki hafa borið árángur eftir 8 vikur þá er mælt með að þú hættir notkun því greinilega virkar þetta ekki fyrir þig. Kynhvöt samanstendur af mörgum þáttum, þar á meðal umhverfinu, líkamlegu og andlegu ástandi, viðhorfi og gildum, hormónum og í raun er hægt að telja endalaust til. Það er því ósennilegt að bleika pillan muni bjarga konum því þær þurfa margar hverjar að treysta á að bjarga sér sjálfar.
Heilsa Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira