Heiðar Már: Kínverska hrunið þýðir lítið fyrir Ísland Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. ágúst 2015 11:40 „Þetta þýðir nú ekki mikið fyrir okkur þar sem við núllstilltum okkar kerfi fyrir um fimm árum,“ segir hagfræðingurinn og fjárfestirinn Heiðar Már Guðjónsson en hann var gestur Sigurjóns M. Egilssonar og Heimis Karlssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Undanfarin ár hefur verið talsverður vöxtur á fjármálamörkuðum og verð á hlutabréfum hefur hækkað þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagnum sjálfum. Því hafi verið talsverður munur á milli raunverulegrar stöðu og hagnaðar. Heiðar Már segir að við þurfum ekki að hafa áhyggjur hér á landi nema fallið fari að hafa áhrif á raunhagkerfi heimsins. „Þetta hefur gerst oft áður að markaðir fara fram úr sjálfum sér. Græðgi fólks kemur hægt og rólega og stigmagnast meðan hræðslan við tap kemur skyndilega. Því eru leiðréttingar á mörkuðum svona rosalega skarpar.“ Heiðar Már segir að í þessu öllu saman hafi verið áhugavert að fylgjast með evrunni en hún hefur styrkst mjög mikið líkt og dollarinn. „Evran er í raun hið nýja yen,“ segir hann. Vísar hann til þess að frá hruninu í Japan árið 1989 hafi menn litið á framtíðarhorfur Japans með eilitlum efasemdum og að þar sé lítið að gerast. Yenið verði lágvaxtamynt um ókomna framtíð. „Mig grunar að þannig hafi menn horft aðeins á evruna þannig að það sé gott að taka lán í henni. Ef það kemur skyndilegt högg, og menn skulda í lágvaxtamynt á borð við evru, þá þurfa menn að græja það í einni svipan. Kaupa gjaldeyri og borga skuldina. Það þýðir að evran styrkist sem er í raun það síðasta sem hún þarf,“ segir Heiðar. Samkvæmt Heiðari ætti hrunið að hafa lítil áhrif á Ísland en gæti haft einna mest áhrif á ríki á borð við Þýskalands þar sem stór hluti framleiðsluaukningar landsins hefur verið seldur til Kína. Einnig verði forvitnilegt að sjá hvaða áhrif þetta hefur á lönd á borð við Nýja Sjáland og Ástralíu sem hafa stundað viðskipti við Kína í auknum mæli á undanförnum árum. Viðtal Heimis og Sigurjóns við Heiðar má heyra í spilaranum sem er hér í fréttinni. Kína Tengdar fréttir Kína heldur áfram að falla en aðrir Asíumarkaðir á uppleið Sjanghæ vísitalan lækkaði um 7,6 prósent í viðskiptum dagsins. 25. ágúst 2015 07:22 Seðlabanki Kína lækkar stýrivexti Þetta er fimmta stýrivaxtalækkunin frá því í nóvember. 25. ágúst 2015 11:14 Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Miklar verðlækkanir hér á Íslandi. 24. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Sjá meira
„Þetta þýðir nú ekki mikið fyrir okkur þar sem við núllstilltum okkar kerfi fyrir um fimm árum,“ segir hagfræðingurinn og fjárfestirinn Heiðar Már Guðjónsson en hann var gestur Sigurjóns M. Egilssonar og Heimis Karlssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Undanfarin ár hefur verið talsverður vöxtur á fjármálamörkuðum og verð á hlutabréfum hefur hækkað þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagnum sjálfum. Því hafi verið talsverður munur á milli raunverulegrar stöðu og hagnaðar. Heiðar Már segir að við þurfum ekki að hafa áhyggjur hér á landi nema fallið fari að hafa áhrif á raunhagkerfi heimsins. „Þetta hefur gerst oft áður að markaðir fara fram úr sjálfum sér. Græðgi fólks kemur hægt og rólega og stigmagnast meðan hræðslan við tap kemur skyndilega. Því eru leiðréttingar á mörkuðum svona rosalega skarpar.“ Heiðar Már segir að í þessu öllu saman hafi verið áhugavert að fylgjast með evrunni en hún hefur styrkst mjög mikið líkt og dollarinn. „Evran er í raun hið nýja yen,“ segir hann. Vísar hann til þess að frá hruninu í Japan árið 1989 hafi menn litið á framtíðarhorfur Japans með eilitlum efasemdum og að þar sé lítið að gerast. Yenið verði lágvaxtamynt um ókomna framtíð. „Mig grunar að þannig hafi menn horft aðeins á evruna þannig að það sé gott að taka lán í henni. Ef það kemur skyndilegt högg, og menn skulda í lágvaxtamynt á borð við evru, þá þurfa menn að græja það í einni svipan. Kaupa gjaldeyri og borga skuldina. Það þýðir að evran styrkist sem er í raun það síðasta sem hún þarf,“ segir Heiðar. Samkvæmt Heiðari ætti hrunið að hafa lítil áhrif á Ísland en gæti haft einna mest áhrif á ríki á borð við Þýskalands þar sem stór hluti framleiðsluaukningar landsins hefur verið seldur til Kína. Einnig verði forvitnilegt að sjá hvaða áhrif þetta hefur á lönd á borð við Nýja Sjáland og Ástralíu sem hafa stundað viðskipti við Kína í auknum mæli á undanförnum árum. Viðtal Heimis og Sigurjóns við Heiðar má heyra í spilaranum sem er hér í fréttinni.
Kína Tengdar fréttir Kína heldur áfram að falla en aðrir Asíumarkaðir á uppleið Sjanghæ vísitalan lækkaði um 7,6 prósent í viðskiptum dagsins. 25. ágúst 2015 07:22 Seðlabanki Kína lækkar stýrivexti Þetta er fimmta stýrivaxtalækkunin frá því í nóvember. 25. ágúst 2015 11:14 Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Miklar verðlækkanir hér á Íslandi. 24. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Sjá meira
Kína heldur áfram að falla en aðrir Asíumarkaðir á uppleið Sjanghæ vísitalan lækkaði um 7,6 prósent í viðskiptum dagsins. 25. ágúst 2015 07:22
Seðlabanki Kína lækkar stýrivexti Þetta er fimmta stýrivaxtalækkunin frá því í nóvember. 25. ágúst 2015 11:14
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent