Hins vegar sagði Mads að hlutverk sitt væri mjög mikilvægt. Þegar fregnir bárust af ráðningu hans gerðu flestir ráð fyrir því að hann myndi leika „vondan kall“ en hann segir að svo sé ekki.

Rogue One er ein af mörgum myndum úr Star Wars heiminum sem eru nú í framleiðslu. Hún gerist í raun áður en gömlu myndirnar komu út (Á milli Episode III og Episode IV) og fjallar um hóp uppreisnarmanna sem stela teikningunum að Helstirninu.
Auk Rogue One er nú unnið að Star Wars: The Force Awakens, Star Wars: Episode VIII, Star Wars: Episode XI og mynd um æsku Han Solo, sem leikinn var af Harrison Ford. Þar að auki eru sögusagnir um að einnig eigi að gera mynd um ævi hausaveiðarans Boba Fett.