Lífið samstarf

Fitness aftur á Íslandi

Fitness er merkt græna skráargatinu sem er lykillinn að hollara matarræði,“ segir Jóhann Sveinn Friðleifsson, markaðsstjóri hjá Nathan & Olsen.

„Merkið var fyrst tekið upp í Svíþjóð og hefur síðan öðlast sess sem Norræna hollustumerkið, nú síðast á Íslandi. Neytendur geta gengið að því vísu að vörur sem merktar er skráargatinu uppfylla strangar kröfur um hollustu. Fyrir þá sem hugsa um heilsuna er Fitness því tilvalinn morgun­verður eða sem millimál. Þá er Fitness einnig tilvalið hráefni í ýmiss konar uppskriftir.“







Avókadó- og möndlumix



Innihald:

1 glas súrmjólk

Um 50 g Fitness

Hálft avókadó

Handfylli af grófsöxuðum möndlum

Skerið avókadóið í bita og blandið öllu saman í skál.





Peru- og heilkornamulningur



Innihald:

2 stórar perur

2 msk. agavesíróp

2 msk. hveitiklíð

2 msk. Fitness morgunkorn

1 msk. birkifræ (má sleppa)

Forhitið ofninn í 200 gráður. Hreinsið og flysjið perurnar og raðið í eldfast mót. Hellið agavesírópi yfir perurnar. Blandið hveitiklíði, Fitness morgunkorni og fræjunum saman í skál og bætið nokkrum dropum af vatni út í svo úr verði þykkt deig. Myljið deigið yfir perurnar og bakið í ofninum í 10 mínútur. Borðið meðan rétturinn er enn heitur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×