Lífið

Spilar alls konar vitleysu

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Berndsen vinnur nú að gerð nýrrar plötu.
Berndsen vinnur nú að gerð nýrrar plötu. Vísir/Stefán
Tónlistarmaðurinn Berndsen þeytir oft og tíðum skífum á Prikinu á þriðjudagskvöldum og stendur vaktina þar í kvöld.

„Bara alls konar vitleysu,“ segir hann glaður í bragði þegar hann er spurður hvers kyns tónlist hann muni bjóða gestum Priksins upp á og bætir við að hann muni spila mikið af sinni uppáhaldstónlist en leikar hefjast klukkan 22.00.

„Þetta er allt frá hipphoppi út í djass og new wave-músík. Ég reyni samt svona að gera öllum til geðs.“

Von er á nýrri plötu frá Berndsen og er stefnan sett á að gefa hana út fyrir jól. Rúm tvö ár eru síðan síðasta plata Berndsen, Planet Earth, kom út og árið 2006 gaf hann út plötuna Lover in the Dark. „Við erum að vinna í nýrri plötu sem heitir Alter Ego, við erum í stúdíóinu ég og Hermigervill að mixa,“ segir hann glaður í bragði en auk Hermigervils kemur fjöldi annarra listamanna að verkinu meðal annars Hrafnkell Gauti Sigurðsson, gítarleikari í Ojba Rasta.

Berndsen er að vonum spenntur að gefa plötuna út og segir rólegri tóna á henni en í fyrri verkum. „Maður hefur róast. Orðinn pabbi og giftur og svona,“ segir hann og hlær. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.