Jeppar í ám eru saga til næsta bæjar Magnús Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2015 05:00 Á Listasafni Íslands stendur nú yfir forvitnileg og reyndar bráðskemmtileg myndlistarsýning undir titlinum SAGA – ÞEGAR MYNDIRNAR TALA. Í stuttu máli eiga verkin á sýningunni það sameiginlegt að bera í sér ákveðið frásagnareðli og vera þannig með einum eða öðrum hætti lýsandi fyrir mikilvægi sagnalistarinnar í íslenskri menningu sem er jafnframt mikilvægasta framlag þjóðarinnar til heimsmenningarinnar. Blessaðar bókmenntirnar eru s.s. öðru fremur okkar framlag og þessi ágæta myndlistarsýning hefur þau sannindi sögueyjunnar í hávegum. Þetta er skemmtileg nálgun og forvitnileg í ýmsu samhengi og má þar t.d. nefna þá stöðu sem virðist nú ríkja í lestrarmálum barna og unglinga á Íslandi og virðist vera fjarri því til fyrirmyndar. Sagnaþjóðin virðist vera í hinum mestu vandræðum með að sjá til þess að yngri kynslóðir geti lesið sér til gagns. Það er kaldhæðið og dapurlegt í senn. Menntamálaráðherra, embættismenn og sérfræðingar takast á um hvernig best sé að bæta stöðuna og jafnvel um hverjum sé um að kenna sem er vart til mikils gagns og enn minna gamans. Eitt af verkunum á sýningunni SAGA er verk eftir Ólaf Elíasson, merkilegan dansk-íslenskan myndlistarmann sem býr kannski að hinu glögga auga gestsins þar sem hann var ekki alinn upp hérlendis. Verkið heitir Jeppar í ám og sýnir safn ljósmynda af jeppum og öðrum farartækjum sem ekið er yfir íslenskar ár með misgóðum árangri. Sumir stefna augljóslega í ógöngur, aðrir eru þegar komnir í ógöngur og bíða hjálpar á bílþakinu en svo tekst sumum að göslast alla leið. Það er efalítið margt sem lesa má úr þessu verki Ólafs en eitt af því sem hreinlega hrópar á mann þegar horft er á myndirnar er hversu óendanlega íslensk þessi hegðun er. Þessi göslaraskapur, þetta kapp og óvarfærni. Árangur áfram – ekkert stopp eins og Framsóknarflokkurinn boðaði hérna um árið korteri fyrir efnahagshrun. Það er erfitt að verjast þeirri hugsun að við sem þjóð höfum einmitt í svo ótalmörgum málum komið okkur í ógöngur með þessari hegðun. Með því að fara fram með meira kappi en forsjá. Og nú þegar við virðumst til að mynda komin með lestrarmál unga fólksins út í miðja á og sitjum svo og rífumst á þakinu á jeppanum þá er kannski kominn tími til þess að endurhugsa málin. Leita til reyndra kennara sem hafa í áratugi náð frábærum árangri í starfi. Skoða hvað má betur fara innan skólanna sem og heimilanna því foreldrar bera líka að sjálfsögðu ábyrgð á því að börnin lesi og njóti þess að lesa. En það eitt er víst að núverandi staða er ekki viðunandi en vonandi mun öllum sem að þessu máli koma auðnast að hefja lestur til vegs og virðingar. Það yrði nú saga til næsta bæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Á Listasafni Íslands stendur nú yfir forvitnileg og reyndar bráðskemmtileg myndlistarsýning undir titlinum SAGA – ÞEGAR MYNDIRNAR TALA. Í stuttu máli eiga verkin á sýningunni það sameiginlegt að bera í sér ákveðið frásagnareðli og vera þannig með einum eða öðrum hætti lýsandi fyrir mikilvægi sagnalistarinnar í íslenskri menningu sem er jafnframt mikilvægasta framlag þjóðarinnar til heimsmenningarinnar. Blessaðar bókmenntirnar eru s.s. öðru fremur okkar framlag og þessi ágæta myndlistarsýning hefur þau sannindi sögueyjunnar í hávegum. Þetta er skemmtileg nálgun og forvitnileg í ýmsu samhengi og má þar t.d. nefna þá stöðu sem virðist nú ríkja í lestrarmálum barna og unglinga á Íslandi og virðist vera fjarri því til fyrirmyndar. Sagnaþjóðin virðist vera í hinum mestu vandræðum með að sjá til þess að yngri kynslóðir geti lesið sér til gagns. Það er kaldhæðið og dapurlegt í senn. Menntamálaráðherra, embættismenn og sérfræðingar takast á um hvernig best sé að bæta stöðuna og jafnvel um hverjum sé um að kenna sem er vart til mikils gagns og enn minna gamans. Eitt af verkunum á sýningunni SAGA er verk eftir Ólaf Elíasson, merkilegan dansk-íslenskan myndlistarmann sem býr kannski að hinu glögga auga gestsins þar sem hann var ekki alinn upp hérlendis. Verkið heitir Jeppar í ám og sýnir safn ljósmynda af jeppum og öðrum farartækjum sem ekið er yfir íslenskar ár með misgóðum árangri. Sumir stefna augljóslega í ógöngur, aðrir eru þegar komnir í ógöngur og bíða hjálpar á bílþakinu en svo tekst sumum að göslast alla leið. Það er efalítið margt sem lesa má úr þessu verki Ólafs en eitt af því sem hreinlega hrópar á mann þegar horft er á myndirnar er hversu óendanlega íslensk þessi hegðun er. Þessi göslaraskapur, þetta kapp og óvarfærni. Árangur áfram – ekkert stopp eins og Framsóknarflokkurinn boðaði hérna um árið korteri fyrir efnahagshrun. Það er erfitt að verjast þeirri hugsun að við sem þjóð höfum einmitt í svo ótalmörgum málum komið okkur í ógöngur með þessari hegðun. Með því að fara fram með meira kappi en forsjá. Og nú þegar við virðumst til að mynda komin með lestrarmál unga fólksins út í miðja á og sitjum svo og rífumst á þakinu á jeppanum þá er kannski kominn tími til þess að endurhugsa málin. Leita til reyndra kennara sem hafa í áratugi náð frábærum árangri í starfi. Skoða hvað má betur fara innan skólanna sem og heimilanna því foreldrar bera líka að sjálfsögðu ábyrgð á því að börnin lesi og njóti þess að lesa. En það eitt er víst að núverandi staða er ekki viðunandi en vonandi mun öllum sem að þessu máli koma auðnast að hefja lestur til vegs og virðingar. Það yrði nú saga til næsta bæjar.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun