Óli Palli: „Gamall frasi segir ef mamma þín fílar það þá er eitthvað að“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. ágúst 2015 21:45 „Leyfum Gísla Pálma bara að fokking hafa þetta eins og hann vill og þeir sem fokking vilja ekki hlusta á hann - fokking hlusta bara á eitthvað annað....eða bara ekki fokking neitt!" segir Ólafur Páll meðal annars í pistli á Facebook. vísir/stefán/stefán „Ég hef ekki heyrt neitt slíkt en það kom að vísu ein kvörtun svona fyrir fram í gærmorgun,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson, tónlistarstjóri Rásar 2, aðspurður um hvort hann hefði fengið veður af því að kvartað hafi verið yfir rapparanum Gísla Pálma á Tónaflóði Rásar 2. Þetta var í tólfta skipti sem Rás 2 stendur fyrir tónleikum á Menningarnótt en í gær komu fram, í þessari röð, Gísli Pálmi, Dimma, AmabAdamA og Stuðmenn. Í kvöldfréttum RÚV var minnst á að einhverjar kvartanir hefðu borist vegna rapparans en vefmiðillinn Nútíminn hefur tekið saman að Gísli Pálmi hafi blótað alls 39 sinnum á meðan hann var á sviði. Myndband af samantekt Nútímans má sjá hér að neðan.Gísli reynir ekki að vera fyrirmynd „Það hafa spilað um fimmtíu hljómsveitir hjá okkur á þessum tónleikum í gegnum tíðina og það hefur stundum verið kvartað. Yfirleitt hefur það nú verið þannig að fólk hefur ekki skilið hvað við séum að „draga einhverja gamla skunka“, eins og það orðar það, á borð við Sálina og Bubba upp á svið. Fólk hefur alltaf einhverja skoðun á dagskránni,“ segir Óli Palli. Hann bendir á að þegar Lennon hafi sagt Bítlana vinsælli en Jesús hafi plötur Bítlanna verið brenndar í Bandaríkjunum og að eldri kynslóðirnar töldu heiminn á heljarþröm er Elvis sveiflaði mjöðmunum á sjötta áratugnum. Hipparnir sem hlógu að Lennon og LSD skammstöfuninni í Lucy in the Sky with Diamonds séu nú orðnir eldri og skilji ekki endilega ungu kynslóðina. „Það er til gamall pönkfrasi sem segir að ef mamma þín fílar það þá er eitthvað að,“ segir Óli Palli. Hann segir að hann skilji þá sem eru ekki hrifnir af Gísla Pálma enda sé hann ekki allra. Hið sama megi segja um Nýdönsk, Kaleo, Mínus, Eivör Pálsdóttur, Skálmöld og fjölda listamanna sem hafa komið fram. „Það spilaði þarna ungur maður í gær sem eldri kynslóðin þekkir ekki og ekki heldur „kúltúrinn“ sem hann kemur úr,“ segir Óli Palli og bætir við að sjálfur sé hann nýorðinn afi og skilji ekki umhverfið sem Gísli Pálmi yrkir um. „Ég get viðurkennt að orðbragðið sem hann brúkar er ekki mitt uppáhalds en skiptir það einhverju máli hvað mér eða einhverjum öðrum finnst? Þurfum við að hafa áhyggjur af því þó einhver segi eitthvað í rapptexta? Ég efast um að Gísli Pálmi líti á sig sem einhverja fyrirmynd. Hann er bara að gera það sem hann elskar, að búa til tónlist og flytja hana fyrir fólk. Það er foreldranna að ala upp börnin sín og það er ekki endalaust hægt að agnúast yfir því sem einhver annar segir eða gerir.“Gísli Pálmi á sviðinu í gær.mynd/frímann kjerúlf björnssonHefði verið undarlegt að sniðganga rappið Þegar samnefndur frumburður Gísla Pálma kom út í sumar mynduðust biðraðir við plötubúðir og forsvarsmenn útgáfufyrirtækis hans sögðu að þeir myndu ekki eftir annarri eins sölu. Einnig hefur verið gífurleg gróska í íslensku rappsenunni að undanförnu og þarf aðeins að nefna listamenn á borð við Úlf Úlf, Emmsjé Gauta, Reykjavíkurdætur og Kött Grá Pjé til að renna stoðum undir þá fullyrðingu. „Einkunnarorð Rásar 2 eru „Fyrst og fremst í íslenskri og lifandi tónlist“ og við tökum þátt í Menningarnótt með þessum tónleikum. Á þeim viljum við hafa eitthvað handa öllum en ekki endilega allt fyrir alla enda sést það á dagskránni í gær. Hún var svolítið bland í poka,“ segir Óli Palli og bætir við að það hefði verið stórundarlegt hefði Rás 2 sniðgengið íslenska rappið miðað við allt sem hefur verið í gangi þar að undanförnu. „Það er rétt að taka það fram að markmiðið var aldrei að ögra einum né neinum. Við sögðum einfaldlega „Gjörið svo vel. Hér er rapparinn sem allir hafa verið að tala um.“ Síðan verður fólk að gera upp við sig hvort það slökkvi, hækki, verði í hálftíma á tónleikunum eða klári allt settið. Unga fólkið kom til að sjá Gísla og aðrir komu til að sjá annað. Þannig er það bara.“ Ótengt frammistöðu eða framkomu Gísla Pálma í gær er ljóst að hann mun ekki spila aftur á Arnarhóli að ári enda hefur það verið regla að bjóða ekki upp á sömu listamennina ár eftir ár. „Rás 2 mun áfram reyna að bjóða upp á þverskurð af því sem er í gangi í íslenskri tónlist hverju sinni,“ segir Ólafur Páll að lokum. Nokkur viðbrögð fólks við Gísla Pálma á samskiptavefnum Twitter fylgja fréttinni.Ég sá tvær gamlar konur labba grátandi af Arnarhóli í tv... #gislipalmi #uff— Aðalsteinn Tryggva (@AdalsteinnTr) August 22, 2015 Weeeeow gísli pàlmi kongurinn— Bryndís Rún (@bryndisrun97) August 22, 2015 Þessi menningarnótt byrjar vel. Á sviðinu eru tveir menn, annar ber að ofan og hinn í úlpu. #GísliPálmi #Ras2— Victor Ingi Olsen (@VictorIngiOlsen) August 22, 2015 Ókei, Gísli Pálmi var alla vega töff og taktfastur. Get ekki meir af 68 kynslóðinni— Stefán Máni (@StefnMni) August 22, 2015 Tónlist Tengdar fréttir Gísli Pálmi segist aldrei hafa séð jafn mikið af eiturlyfjum „En það er ekki ég sem er að selja dópið lengur.“ 27. apríl 2015 22:37 The Guardian fjallar um íslensku rappsenuna: „Ótrúlega frumlegt“ íslenska rappsenan er til umfjöllunar í The Guardian og er talað um hana sem litríka og skemmtilega. 29. júlí 2015 13:00 Frumburður Gísla Pálma rauk út: Í flokki með Sigur Rós í sölu Plata rapparans Gísla Pálma sló met í plötuversluninni Smekkleysu í gær. Rapparinn er orðlaus og þakklátur. 17. apríl 2015 08:45 Sumarlífið: Gísli Pálmi tryllti lýðinn á útgáfutónleikum Davíð Arnar Oddgeirsson og Ósk Gunnarsdóttir, umsjónamenn Sumarlífsins, skelltu sér á sjóðheita útgáfutónleika Gísla Pálma í Gamla Bíói á fimmtudagskvöldið. 6. júní 2015 13:37 Ný plata Gísla Pálma: Varð að fanga tímabilið með plötu Rapparinn Gísli Pálmi hefur nú lokið við plötuna sína, sem ber einfaldlega titilinn Gísli Pálmi. Hún kemur út eftir tvær vikur. Á plötunni sýnir Gísli Pálmi á sér nýjar hliðar, bæði í textagerð og lagasmíðum. 28. mars 2015 09:00 Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
„Ég hef ekki heyrt neitt slíkt en það kom að vísu ein kvörtun svona fyrir fram í gærmorgun,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson, tónlistarstjóri Rásar 2, aðspurður um hvort hann hefði fengið veður af því að kvartað hafi verið yfir rapparanum Gísla Pálma á Tónaflóði Rásar 2. Þetta var í tólfta skipti sem Rás 2 stendur fyrir tónleikum á Menningarnótt en í gær komu fram, í þessari röð, Gísli Pálmi, Dimma, AmabAdamA og Stuðmenn. Í kvöldfréttum RÚV var minnst á að einhverjar kvartanir hefðu borist vegna rapparans en vefmiðillinn Nútíminn hefur tekið saman að Gísli Pálmi hafi blótað alls 39 sinnum á meðan hann var á sviði. Myndband af samantekt Nútímans má sjá hér að neðan.Gísli reynir ekki að vera fyrirmynd „Það hafa spilað um fimmtíu hljómsveitir hjá okkur á þessum tónleikum í gegnum tíðina og það hefur stundum verið kvartað. Yfirleitt hefur það nú verið þannig að fólk hefur ekki skilið hvað við séum að „draga einhverja gamla skunka“, eins og það orðar það, á borð við Sálina og Bubba upp á svið. Fólk hefur alltaf einhverja skoðun á dagskránni,“ segir Óli Palli. Hann bendir á að þegar Lennon hafi sagt Bítlana vinsælli en Jesús hafi plötur Bítlanna verið brenndar í Bandaríkjunum og að eldri kynslóðirnar töldu heiminn á heljarþröm er Elvis sveiflaði mjöðmunum á sjötta áratugnum. Hipparnir sem hlógu að Lennon og LSD skammstöfuninni í Lucy in the Sky with Diamonds séu nú orðnir eldri og skilji ekki endilega ungu kynslóðina. „Það er til gamall pönkfrasi sem segir að ef mamma þín fílar það þá er eitthvað að,“ segir Óli Palli. Hann segir að hann skilji þá sem eru ekki hrifnir af Gísla Pálma enda sé hann ekki allra. Hið sama megi segja um Nýdönsk, Kaleo, Mínus, Eivör Pálsdóttur, Skálmöld og fjölda listamanna sem hafa komið fram. „Það spilaði þarna ungur maður í gær sem eldri kynslóðin þekkir ekki og ekki heldur „kúltúrinn“ sem hann kemur úr,“ segir Óli Palli og bætir við að sjálfur sé hann nýorðinn afi og skilji ekki umhverfið sem Gísli Pálmi yrkir um. „Ég get viðurkennt að orðbragðið sem hann brúkar er ekki mitt uppáhalds en skiptir það einhverju máli hvað mér eða einhverjum öðrum finnst? Þurfum við að hafa áhyggjur af því þó einhver segi eitthvað í rapptexta? Ég efast um að Gísli Pálmi líti á sig sem einhverja fyrirmynd. Hann er bara að gera það sem hann elskar, að búa til tónlist og flytja hana fyrir fólk. Það er foreldranna að ala upp börnin sín og það er ekki endalaust hægt að agnúast yfir því sem einhver annar segir eða gerir.“Gísli Pálmi á sviðinu í gær.mynd/frímann kjerúlf björnssonHefði verið undarlegt að sniðganga rappið Þegar samnefndur frumburður Gísla Pálma kom út í sumar mynduðust biðraðir við plötubúðir og forsvarsmenn útgáfufyrirtækis hans sögðu að þeir myndu ekki eftir annarri eins sölu. Einnig hefur verið gífurleg gróska í íslensku rappsenunni að undanförnu og þarf aðeins að nefna listamenn á borð við Úlf Úlf, Emmsjé Gauta, Reykjavíkurdætur og Kött Grá Pjé til að renna stoðum undir þá fullyrðingu. „Einkunnarorð Rásar 2 eru „Fyrst og fremst í íslenskri og lifandi tónlist“ og við tökum þátt í Menningarnótt með þessum tónleikum. Á þeim viljum við hafa eitthvað handa öllum en ekki endilega allt fyrir alla enda sést það á dagskránni í gær. Hún var svolítið bland í poka,“ segir Óli Palli og bætir við að það hefði verið stórundarlegt hefði Rás 2 sniðgengið íslenska rappið miðað við allt sem hefur verið í gangi þar að undanförnu. „Það er rétt að taka það fram að markmiðið var aldrei að ögra einum né neinum. Við sögðum einfaldlega „Gjörið svo vel. Hér er rapparinn sem allir hafa verið að tala um.“ Síðan verður fólk að gera upp við sig hvort það slökkvi, hækki, verði í hálftíma á tónleikunum eða klári allt settið. Unga fólkið kom til að sjá Gísla og aðrir komu til að sjá annað. Þannig er það bara.“ Ótengt frammistöðu eða framkomu Gísla Pálma í gær er ljóst að hann mun ekki spila aftur á Arnarhóli að ári enda hefur það verið regla að bjóða ekki upp á sömu listamennina ár eftir ár. „Rás 2 mun áfram reyna að bjóða upp á þverskurð af því sem er í gangi í íslenskri tónlist hverju sinni,“ segir Ólafur Páll að lokum. Nokkur viðbrögð fólks við Gísla Pálma á samskiptavefnum Twitter fylgja fréttinni.Ég sá tvær gamlar konur labba grátandi af Arnarhóli í tv... #gislipalmi #uff— Aðalsteinn Tryggva (@AdalsteinnTr) August 22, 2015 Weeeeow gísli pàlmi kongurinn— Bryndís Rún (@bryndisrun97) August 22, 2015 Þessi menningarnótt byrjar vel. Á sviðinu eru tveir menn, annar ber að ofan og hinn í úlpu. #GísliPálmi #Ras2— Victor Ingi Olsen (@VictorIngiOlsen) August 22, 2015 Ókei, Gísli Pálmi var alla vega töff og taktfastur. Get ekki meir af 68 kynslóðinni— Stefán Máni (@StefnMni) August 22, 2015
Tónlist Tengdar fréttir Gísli Pálmi segist aldrei hafa séð jafn mikið af eiturlyfjum „En það er ekki ég sem er að selja dópið lengur.“ 27. apríl 2015 22:37 The Guardian fjallar um íslensku rappsenuna: „Ótrúlega frumlegt“ íslenska rappsenan er til umfjöllunar í The Guardian og er talað um hana sem litríka og skemmtilega. 29. júlí 2015 13:00 Frumburður Gísla Pálma rauk út: Í flokki með Sigur Rós í sölu Plata rapparans Gísla Pálma sló met í plötuversluninni Smekkleysu í gær. Rapparinn er orðlaus og þakklátur. 17. apríl 2015 08:45 Sumarlífið: Gísli Pálmi tryllti lýðinn á útgáfutónleikum Davíð Arnar Oddgeirsson og Ósk Gunnarsdóttir, umsjónamenn Sumarlífsins, skelltu sér á sjóðheita útgáfutónleika Gísla Pálma í Gamla Bíói á fimmtudagskvöldið. 6. júní 2015 13:37 Ný plata Gísla Pálma: Varð að fanga tímabilið með plötu Rapparinn Gísli Pálmi hefur nú lokið við plötuna sína, sem ber einfaldlega titilinn Gísli Pálmi. Hún kemur út eftir tvær vikur. Á plötunni sýnir Gísli Pálmi á sér nýjar hliðar, bæði í textagerð og lagasmíðum. 28. mars 2015 09:00 Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Gísli Pálmi segist aldrei hafa séð jafn mikið af eiturlyfjum „En það er ekki ég sem er að selja dópið lengur.“ 27. apríl 2015 22:37
The Guardian fjallar um íslensku rappsenuna: „Ótrúlega frumlegt“ íslenska rappsenan er til umfjöllunar í The Guardian og er talað um hana sem litríka og skemmtilega. 29. júlí 2015 13:00
Frumburður Gísla Pálma rauk út: Í flokki með Sigur Rós í sölu Plata rapparans Gísla Pálma sló met í plötuversluninni Smekkleysu í gær. Rapparinn er orðlaus og þakklátur. 17. apríl 2015 08:45
Sumarlífið: Gísli Pálmi tryllti lýðinn á útgáfutónleikum Davíð Arnar Oddgeirsson og Ósk Gunnarsdóttir, umsjónamenn Sumarlífsins, skelltu sér á sjóðheita útgáfutónleika Gísla Pálma í Gamla Bíói á fimmtudagskvöldið. 6. júní 2015 13:37
Ný plata Gísla Pálma: Varð að fanga tímabilið með plötu Rapparinn Gísli Pálmi hefur nú lokið við plötuna sína, sem ber einfaldlega titilinn Gísli Pálmi. Hún kemur út eftir tvær vikur. Á plötunni sýnir Gísli Pálmi á sér nýjar hliðar, bæði í textagerð og lagasmíðum. 28. mars 2015 09:00