Jákvætt að aðrir leikmenn stigu upp í fjarveru Jóns og Hauks Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. ágúst 2015 06:00 Pedersen ræðir hér við leikmenn sína á dögunum. Vísir/Ernir Íslenska landsliðið í körfuknattleik lauk leik á æfingarmóti í Eistlandi um helgina en íslenska liðinu tókst að vinna tvo leiki eftir að hafa tapað fyrsta leiknum. Fylgdu þeir tapi gegn heimamönnum með sigrum gegn Hollandi og Filippseyjum þrátt fyrir að einn besti leikmaður liðsins, Jón Arnór Stefánsson, hefði ekkert tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla. Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var skiljanlega sáttur með mótið sem undirbúning en Ísland á fyrsta leik á Eurobasket gegn Þýskalandi eftir tæplega tvær vikur. „Ég er mjög ánægður með spilamennskuna á mótinu, flæðið í leik liðsins var mun betra heldur en í fyrstu tveimur æfingarleikjunum. Fyrir vikið vorum við að fá mikið af opnum skotum sem við þurfum að treysta á, sama hvort við séum að hitta úr þeim eða ekki þá þurfum við að fá þessi skot.“ Craig var ánægður með viðbrögð leikmanna sinna við tapinu í fyrsta leiknum en Ísland tapaði með 20 stigum gegn heimamönnum í fyrsta leik. „Það var mjög jákvætt að aðrir leikmenn stigu upp í fjarveru Jóns og Hauks í leikjunum gegn Hollandi og Filippseyjum. Mér fannst úrslitin gegn Eistlandi ekki gefa rétta mynd af leiknum vegna þess hversu illa við hittum af vítalíunni.Strákarnir eru hinsvegar allir að spila betur og betur með hverjum leik svo ég get ekki séð neitt neikvætt við þessa leiki.“Jón Arnór er heill heilsu Það munaði um að Jón Arnór Stefánsson, einn besti leikmaður liðsins, gæti ekki tekið þátt í leikjunum en hann hefur hvílt undanfarna fjóra leiki. „Hann gat alveg verið með okkur í seinustu tveimur leikjunum en við vildum leyfa honum að hvíla sig og að gefa öðrum leikmönnum tækifæri. Hann er hinsvegar heill heilsu og gæti leikið leik á morgun,“ sagði Craig sem hrósaði Jóni Arnóri. „Hann er svo reynslumikill og gáfaður körfuboltamaður að hann er að meðtaka allt sem við viljum gera á æfingunum. Hann skilur hvernig við viljum spila og ég á ekki von á öðru en að hann muni bara koma vel inn í þetta.“ Craig var ánægður með viðbrögð annarra leikmanna liðsins gegn Filippseyjum og Hollandi þrátt fyrir að hvorki Jón Arnór né Haukur Helgi Pálsson hafi verið með liðinu. „Það var frábært að vinna þessa leiki en fyrst og fremst tókst okkur það sem við lögðum upp með og það var að þróa leikinn okkar til hins betra. Strákarnir sýndu frábæran karakter með að ná í þessa tvo sigra gegn liðum sem innihéldu meðal annars leikmann úr NBA-deildinni.“Þurfum að passa upp á boltann Íslenska liðið er töluvert lágvaxnara en mótherjar þess á Eurobasket en Craig sagðist ekki hafa of miklar áhyggjur yfir því. „Það er það sem maður tekur strax eftir. Við vorum að taka fæst fráköst á mótinu en það var ekkert afgerandi. Þetta jafnast síðan út með töpuðum boltum en við komum vel út í því,“ sagði Craig sem fagnað því að leikmenn liðsins hefðu fengið að upplifa þetta. „Það er frábært að sýna að við getum unnið land eins og Holland um helgina. Þeir vita hvernig við viljum spila enda í þriðja sinn sem við mætumst en það var frábært að geta þrátt fyrir það strítt þeim í varnarleiknum.“ Craig tók undir að íslenska víkingablóðið myndi ekki gefast upp í frákastabaráttunni undir körfunni. „Ég var mjög hrifinn af viðhorfi strákanna, þeir munu berjast um alla bolta og gefa sig alla í þetta. Það er frábært að sjá þetta sem þjálfari.“ EM 2015 í Berlín Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Íslenska landsliðið í körfuknattleik lauk leik á æfingarmóti í Eistlandi um helgina en íslenska liðinu tókst að vinna tvo leiki eftir að hafa tapað fyrsta leiknum. Fylgdu þeir tapi gegn heimamönnum með sigrum gegn Hollandi og Filippseyjum þrátt fyrir að einn besti leikmaður liðsins, Jón Arnór Stefánsson, hefði ekkert tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla. Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var skiljanlega sáttur með mótið sem undirbúning en Ísland á fyrsta leik á Eurobasket gegn Þýskalandi eftir tæplega tvær vikur. „Ég er mjög ánægður með spilamennskuna á mótinu, flæðið í leik liðsins var mun betra heldur en í fyrstu tveimur æfingarleikjunum. Fyrir vikið vorum við að fá mikið af opnum skotum sem við þurfum að treysta á, sama hvort við séum að hitta úr þeim eða ekki þá þurfum við að fá þessi skot.“ Craig var ánægður með viðbrögð leikmanna sinna við tapinu í fyrsta leiknum en Ísland tapaði með 20 stigum gegn heimamönnum í fyrsta leik. „Það var mjög jákvætt að aðrir leikmenn stigu upp í fjarveru Jóns og Hauks í leikjunum gegn Hollandi og Filippseyjum. Mér fannst úrslitin gegn Eistlandi ekki gefa rétta mynd af leiknum vegna þess hversu illa við hittum af vítalíunni.Strákarnir eru hinsvegar allir að spila betur og betur með hverjum leik svo ég get ekki séð neitt neikvætt við þessa leiki.“Jón Arnór er heill heilsu Það munaði um að Jón Arnór Stefánsson, einn besti leikmaður liðsins, gæti ekki tekið þátt í leikjunum en hann hefur hvílt undanfarna fjóra leiki. „Hann gat alveg verið með okkur í seinustu tveimur leikjunum en við vildum leyfa honum að hvíla sig og að gefa öðrum leikmönnum tækifæri. Hann er hinsvegar heill heilsu og gæti leikið leik á morgun,“ sagði Craig sem hrósaði Jóni Arnóri. „Hann er svo reynslumikill og gáfaður körfuboltamaður að hann er að meðtaka allt sem við viljum gera á æfingunum. Hann skilur hvernig við viljum spila og ég á ekki von á öðru en að hann muni bara koma vel inn í þetta.“ Craig var ánægður með viðbrögð annarra leikmanna liðsins gegn Filippseyjum og Hollandi þrátt fyrir að hvorki Jón Arnór né Haukur Helgi Pálsson hafi verið með liðinu. „Það var frábært að vinna þessa leiki en fyrst og fremst tókst okkur það sem við lögðum upp með og það var að þróa leikinn okkar til hins betra. Strákarnir sýndu frábæran karakter með að ná í þessa tvo sigra gegn liðum sem innihéldu meðal annars leikmann úr NBA-deildinni.“Þurfum að passa upp á boltann Íslenska liðið er töluvert lágvaxnara en mótherjar þess á Eurobasket en Craig sagðist ekki hafa of miklar áhyggjur yfir því. „Það er það sem maður tekur strax eftir. Við vorum að taka fæst fráköst á mótinu en það var ekkert afgerandi. Þetta jafnast síðan út með töpuðum boltum en við komum vel út í því,“ sagði Craig sem fagnað því að leikmenn liðsins hefðu fengið að upplifa þetta. „Það er frábært að sýna að við getum unnið land eins og Holland um helgina. Þeir vita hvernig við viljum spila enda í þriðja sinn sem við mætumst en það var frábært að geta þrátt fyrir það strítt þeim í varnarleiknum.“ Craig tók undir að íslenska víkingablóðið myndi ekki gefast upp í frákastabaráttunni undir körfunni. „Ég var mjög hrifinn af viðhorfi strákanna, þeir munu berjast um alla bolta og gefa sig alla í þetta. Það er frábært að sjá þetta sem þjálfari.“
EM 2015 í Berlín Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira