Tiger Woods í forystu þegar að Wyndham meistaramótið er hálfnað 21. ágúst 2015 22:32 Sólin skein á Tiger í dag. Getty Tiger Woods leiðir ásamt hinum lítt þekkta Tom Hoge eftir tvo hringi á Wyndham meistaramótinu sem nú er hálfnað en þeir hafa leikið hringina tvo á Greensboro vellinum á 11 höggum undir pari. Það eru tvö ár síðan að Tiger hefur farið jafn vel af stað í móti á PGA-mótaröðinni en hann lék annan hring í kvöld á 65 höggum eða fimm undir pari. Þessi fyrrum besti kylfingur heims hefur átt mjög slæmu gengi að fagna á árinu og hrunið niður heimslistan í golfi en að undanförnu hefur hann verið í töluverðum sveiflubreytingum í samstarfi við þjálfara sinn, Chris Como. Tiger sagði við fréttamenn eftir hringinn að góð spilamennska sín í mótinu hingað væri vegna þess að þessar stífu æfingar væru að skila sér en hann þarf nauðsynlega á sigri að halda um helgina til þess að komast inn í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. Í öðru sæti, einu á eftir Tiger og Hoge eru reynsluboltarnir Chad Campbell og Davis Love á tíu undir pari en nokkrir kylfingar koma þar á eftir á níu höggum undir. Útsending frá þriðja hring á morgun hefst klukkan 17:00 á Golfstöðinni. Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods leiðir ásamt hinum lítt þekkta Tom Hoge eftir tvo hringi á Wyndham meistaramótinu sem nú er hálfnað en þeir hafa leikið hringina tvo á Greensboro vellinum á 11 höggum undir pari. Það eru tvö ár síðan að Tiger hefur farið jafn vel af stað í móti á PGA-mótaröðinni en hann lék annan hring í kvöld á 65 höggum eða fimm undir pari. Þessi fyrrum besti kylfingur heims hefur átt mjög slæmu gengi að fagna á árinu og hrunið niður heimslistan í golfi en að undanförnu hefur hann verið í töluverðum sveiflubreytingum í samstarfi við þjálfara sinn, Chris Como. Tiger sagði við fréttamenn eftir hringinn að góð spilamennska sín í mótinu hingað væri vegna þess að þessar stífu æfingar væru að skila sér en hann þarf nauðsynlega á sigri að halda um helgina til þess að komast inn í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. Í öðru sæti, einu á eftir Tiger og Hoge eru reynsluboltarnir Chad Campbell og Davis Love á tíu undir pari en nokkrir kylfingar koma þar á eftir á níu höggum undir. Útsending frá þriðja hring á morgun hefst klukkan 17:00 á Golfstöðinni.
Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira