Hvar á Ísland heima? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 22. ágúst 2015 07:00 Makríldeilan og viðskiptabann stjórnvalda í Rússlandi á íslenskar sjávarafurðir ýta undir holla umræðu um stöðu Íslands. Við fylgjum NATO og ESB að málum í viðskiptaþvingunum gegn stjórn Pútíns. Kreml bregst ókvæða við og það kemur illa við kaunin á okkur, einkum vegna makríls. Deilurnar við ESB torvelda okkur að fá fellda niður háa tolla á fiskinn umdeilda í ESB. Það nánast dæmir okkur úr leik á okkar traustasta markaði. Samningslausir geta íslenskir sjómenn ekki veitt makríl þegar hann er verðmætastur. Þá er hann í lögsögu ríkjanna sem deilt er við. Veiðin á Íslandsmiðum felur því í sér sóun. Með samningi gætu íslenskir sjómenn sótt makrílinn í landhelgi grannríkja – færri tonn að vísu, en verðmætari. Sátt drægi líka úr þeirri óvissu sem fylgir sókn í duttlungafulla flökkustofna. Vissulega hafa okkar samningamenn vegið þessar staðreyndir og metið. En þarf ekki nýtt mat í nýju ljósi? Hvar er hagsmunum Íslands best borgið? Bandalagsþjóðirnar, sem við höfum fylgt að málum allan lýðveldistímann, eru að tukta Rússana til fyrir gróft brot á alþjóðalögum í Úkraínu. Það væri söguleg kúvending ef Ísland héldi sig til hlés í slíku samfloti. Ekki má gera lítið úr makrílhagsmununum. En þeir mega ekki ráða ferð. Og útgerðarmenn grafa undan málstað sínum með því að ýkja höggið, eins og Seðlabankinn hefur upplýst. Staða okkar í Evrópu er háð stöðugu mati. Veröldin er hvorki svört né hvít. Fyrir fáum árum töldu forystumenn beggja stjórnarflokka Íslandi best borgið í ESB að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Sumir þeirra sitja í núverandi ríkisstjórn. Nú gæti verið rétti tíminn til að þeir settu rökin með og rökin á móti á vogarskálarnar á nýjan leik? Þeir hafa teflt hvorum tveggja fram. Norðmenn eru eina grannríkið í Evrópu sem ekki er í ESB. Auður Norðmanna er slíkur að það er viðurkennd skoðun í norskri þjóðmálaumræðu, að þeir þurfi ekki að horfa í krónur og aura. Slík rök hafa aldrei heyrst á Íslandi. En langvarandi lágt olíuverð gæti neytt Norðmenn til meiri hagsýni. Hvað verður þá um EES-samstarfið, sem norskar olíukrónur halda úti? Evrópusambandið er ófullkomið og innanbúðar eru væringar. En í grófum dráttum er samstarfið í ESB fínt. Rökleysa er að afskrifa það vegna rauna Grikkja, Spánverja og Portúgala. Við inngöngu í ESB fyrir aldarþriðjungi höfðu þessar miklu söguþjóðir nýlega steypt af stóli annáluðum harðstjórnum. Innviðirnir voru fúnir. Fátæktin sums staðar við Miðjarðarhafsströnd var lík því sem gerist í Afríku sunnan Sahara. Hvergi á byggðu bóli urðu meiri framfarir en á fyrstu árum þessara ríkja í ESB. Hagsæld jókst og stjórnarfar tók stakkaskiptum. En í þeim efnum er engin varanleg töfralausn, hvorki innan ESB né utan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Makríldeilan og viðskiptabann stjórnvalda í Rússlandi á íslenskar sjávarafurðir ýta undir holla umræðu um stöðu Íslands. Við fylgjum NATO og ESB að málum í viðskiptaþvingunum gegn stjórn Pútíns. Kreml bregst ókvæða við og það kemur illa við kaunin á okkur, einkum vegna makríls. Deilurnar við ESB torvelda okkur að fá fellda niður háa tolla á fiskinn umdeilda í ESB. Það nánast dæmir okkur úr leik á okkar traustasta markaði. Samningslausir geta íslenskir sjómenn ekki veitt makríl þegar hann er verðmætastur. Þá er hann í lögsögu ríkjanna sem deilt er við. Veiðin á Íslandsmiðum felur því í sér sóun. Með samningi gætu íslenskir sjómenn sótt makrílinn í landhelgi grannríkja – færri tonn að vísu, en verðmætari. Sátt drægi líka úr þeirri óvissu sem fylgir sókn í duttlungafulla flökkustofna. Vissulega hafa okkar samningamenn vegið þessar staðreyndir og metið. En þarf ekki nýtt mat í nýju ljósi? Hvar er hagsmunum Íslands best borgið? Bandalagsþjóðirnar, sem við höfum fylgt að málum allan lýðveldistímann, eru að tukta Rússana til fyrir gróft brot á alþjóðalögum í Úkraínu. Það væri söguleg kúvending ef Ísland héldi sig til hlés í slíku samfloti. Ekki má gera lítið úr makrílhagsmununum. En þeir mega ekki ráða ferð. Og útgerðarmenn grafa undan málstað sínum með því að ýkja höggið, eins og Seðlabankinn hefur upplýst. Staða okkar í Evrópu er háð stöðugu mati. Veröldin er hvorki svört né hvít. Fyrir fáum árum töldu forystumenn beggja stjórnarflokka Íslandi best borgið í ESB að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Sumir þeirra sitja í núverandi ríkisstjórn. Nú gæti verið rétti tíminn til að þeir settu rökin með og rökin á móti á vogarskálarnar á nýjan leik? Þeir hafa teflt hvorum tveggja fram. Norðmenn eru eina grannríkið í Evrópu sem ekki er í ESB. Auður Norðmanna er slíkur að það er viðurkennd skoðun í norskri þjóðmálaumræðu, að þeir þurfi ekki að horfa í krónur og aura. Slík rök hafa aldrei heyrst á Íslandi. En langvarandi lágt olíuverð gæti neytt Norðmenn til meiri hagsýni. Hvað verður þá um EES-samstarfið, sem norskar olíukrónur halda úti? Evrópusambandið er ófullkomið og innanbúðar eru væringar. En í grófum dráttum er samstarfið í ESB fínt. Rökleysa er að afskrifa það vegna rauna Grikkja, Spánverja og Portúgala. Við inngöngu í ESB fyrir aldarþriðjungi höfðu þessar miklu söguþjóðir nýlega steypt af stóli annáluðum harðstjórnum. Innviðirnir voru fúnir. Fátæktin sums staðar við Miðjarðarhafsströnd var lík því sem gerist í Afríku sunnan Sahara. Hvergi á byggðu bóli urðu meiri framfarir en á fyrstu árum þessara ríkja í ESB. Hagsæld jókst og stjórnarfar tók stakkaskiptum. En í þeim efnum er engin varanleg töfralausn, hvorki innan ESB né utan.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun