Að vera stjórnmálamaður Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 22. ágúst 2015 07:00 Ég hugsa stundum um hvernig það sé að vera stjórnmálamaður. Að vakna upp einn daginn og vera formaður einhverrar þingnefndar eða utanríkisráðherra. Ég held að það sé glatað. Líf manns væri ekkert nema átök og leiðindi. Maður væri í stöðugum rifrildum við alla. Ekki bara andstæðinga í pólitík heldur líka samflokksmenn, fjölmiðlamenn og almenning. Þessi rifrildi færu fram frá morgni til kvölds í fundarherbergjum og þingsölum og á netinu og í fermingarveislum og í raun bara alls staðar. Það er enginn griðastaður. Íslenskur stjórnmálamaður getur líklega ekki farið í sund án þess að vera vændur um landráð í sturtuklefanum. Það er ekkert að því að deila um mál en ég get viðurkennt það, fyrir mitt leyti, að ég myndi hætta að hugsa skýrt og verða vænisjúkur og ruglaður. (Engar áhyggjur, ég er ekki á leiðinni í pólitík.) Af hverju eru menn þá í pólitík? Kannski voru sumir í þessu fyrir fótómómentin. Að fá að taka skóflustungu að nýju húsi eða klappa börnum á kollinn. Það nennir enginn að horfa á stjórnmálamenn gera þetta lengur. Ef stjórnmálamaður myndi klappa barninu mínu á kollinn myndi ég líklega lúsakemba barnið og þvo það hátt og lágt með iðnaðarsápu. Þannig er stemningin í landinu. Það eru heldur engin fríðindi í þessu lengur. Það má ekki einu sinni reykja í bakherbergjunum og ef maður gubbar í flugvél getur maður allt eins skipt um kennitölu og farið í lýtaaðgerð, slík er bannfæringin. Kannski er þetta hið besta mál. Ég veit það ekki. Ég held að þetta gæti verið komið gott. Þessi andúð er á biblíu-skala. Stjórnmálamenn eru holdsveiklingar okkar tíma. Hvert er markmiðið með þessu? Á endanum mun enginn taka að sér starf stjórnmálamanns nema siðlaust pakk sem er drullusama hvað öðrum finnst. Sumum finnst það reyndar búið að gerast en ég vil ekki trúa því. Önnur hugmynd væri svo að láta vélmenni stjórna landinu en ég held að vélmenni myndu ekki einu sinni þola álagið. Vélmennin yrðu vænisjúk og rugluð og myndu byrja að kalla hvert annað viðrini á Facebook. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Ég hugsa stundum um hvernig það sé að vera stjórnmálamaður. Að vakna upp einn daginn og vera formaður einhverrar þingnefndar eða utanríkisráðherra. Ég held að það sé glatað. Líf manns væri ekkert nema átök og leiðindi. Maður væri í stöðugum rifrildum við alla. Ekki bara andstæðinga í pólitík heldur líka samflokksmenn, fjölmiðlamenn og almenning. Þessi rifrildi færu fram frá morgni til kvölds í fundarherbergjum og þingsölum og á netinu og í fermingarveislum og í raun bara alls staðar. Það er enginn griðastaður. Íslenskur stjórnmálamaður getur líklega ekki farið í sund án þess að vera vændur um landráð í sturtuklefanum. Það er ekkert að því að deila um mál en ég get viðurkennt það, fyrir mitt leyti, að ég myndi hætta að hugsa skýrt og verða vænisjúkur og ruglaður. (Engar áhyggjur, ég er ekki á leiðinni í pólitík.) Af hverju eru menn þá í pólitík? Kannski voru sumir í þessu fyrir fótómómentin. Að fá að taka skóflustungu að nýju húsi eða klappa börnum á kollinn. Það nennir enginn að horfa á stjórnmálamenn gera þetta lengur. Ef stjórnmálamaður myndi klappa barninu mínu á kollinn myndi ég líklega lúsakemba barnið og þvo það hátt og lágt með iðnaðarsápu. Þannig er stemningin í landinu. Það eru heldur engin fríðindi í þessu lengur. Það má ekki einu sinni reykja í bakherbergjunum og ef maður gubbar í flugvél getur maður allt eins skipt um kennitölu og farið í lýtaaðgerð, slík er bannfæringin. Kannski er þetta hið besta mál. Ég veit það ekki. Ég held að þetta gæti verið komið gott. Þessi andúð er á biblíu-skala. Stjórnmálamenn eru holdsveiklingar okkar tíma. Hvert er markmiðið með þessu? Á endanum mun enginn taka að sér starf stjórnmálamanns nema siðlaust pakk sem er drullusama hvað öðrum finnst. Sumum finnst það reyndar búið að gerast en ég vil ekki trúa því. Önnur hugmynd væri svo að láta vélmenni stjórna landinu en ég held að vélmenni myndu ekki einu sinni þola álagið. Vélmennin yrðu vænisjúk og rugluð og myndu byrja að kalla hvert annað viðrini á Facebook.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun