Traustur, sterkur og veðurbarinn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2015 16:15 Textinn á sökklinum er á íslensku, hollensku, ensku og grænlensku. Svona lítur sá grænlenski út: Aalisartup islandimiup Issittup imartaani immap uumasorujussua takusimavaa. Oqaluttuarerusukkunnaarpaali inuit illaatigiinnartarmanni. Vísir/GVA Hún er að koma fyrir listaverki í sal 101 Hótels við Hverfisgötu og þar er ekki kastað til höndunum. Hulda Hákon myndlistarmaður hefur gert styttu af íslenskum sjómanni í Norðuríshafinu og sökkullinn er hafið. Þetta er traustur, sterkur og veðurbarinn sjómaður, nútímalegur með hvítan hjálm og útvarp í eyrunum, í 66 gráðu Norður galla en svipurinn lýsir dálitlu óöryggi. Hverju sætir það? „Hann er að segja fólki frá því að hann hafi séð stórt sæskrímsli í Norður-Íshafinu en fólk trúir honum ekki og honum finnst erfitt að fólk skuli telja hann ljúga. Sjálfur stendur hann á hafinu eins og ekkert sé, hlustar á Motörhead og fílar Homer Simpson,“ útskýrir listakonan. Hulda kveðst alltaf hafa haft mikinn áhuga á sæskrímslum. „Ég gerði fyrstu skrímslamyndina 1989. Það er með skrímslin eins og álfana, sumir segjast hafa séð þá og það er ekki hægt að rengja það. Fréttamaðurinn Þorvaldur Friðriksson segir marga íslenska sjómenn hafa séð eitthvað norður í höfum og ég hef hitt mann sem kveðst hafa séð skeljaskrímsli þar. Maður getur ekki sagt „þetta er lýgi í þér.“ Upphaflega kveðst Hulda bara hafa ætlað að hafa sjómanninn á hótel 101 í viku því hefði hugsað sér að taka hann með til Hollands á sýningu í september. Nú er hún að hverfa frá því ráði. „Ég er dálítið hrædd um minn mann ef hann fer á flæking og ætla bara að hafa hann á hótelinu áfram. Geri bara annað verk fyrir Holland.“ Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hún er að koma fyrir listaverki í sal 101 Hótels við Hverfisgötu og þar er ekki kastað til höndunum. Hulda Hákon myndlistarmaður hefur gert styttu af íslenskum sjómanni í Norðuríshafinu og sökkullinn er hafið. Þetta er traustur, sterkur og veðurbarinn sjómaður, nútímalegur með hvítan hjálm og útvarp í eyrunum, í 66 gráðu Norður galla en svipurinn lýsir dálitlu óöryggi. Hverju sætir það? „Hann er að segja fólki frá því að hann hafi séð stórt sæskrímsli í Norður-Íshafinu en fólk trúir honum ekki og honum finnst erfitt að fólk skuli telja hann ljúga. Sjálfur stendur hann á hafinu eins og ekkert sé, hlustar á Motörhead og fílar Homer Simpson,“ útskýrir listakonan. Hulda kveðst alltaf hafa haft mikinn áhuga á sæskrímslum. „Ég gerði fyrstu skrímslamyndina 1989. Það er með skrímslin eins og álfana, sumir segjast hafa séð þá og það er ekki hægt að rengja það. Fréttamaðurinn Þorvaldur Friðriksson segir marga íslenska sjómenn hafa séð eitthvað norður í höfum og ég hef hitt mann sem kveðst hafa séð skeljaskrímsli þar. Maður getur ekki sagt „þetta er lýgi í þér.“ Upphaflega kveðst Hulda bara hafa ætlað að hafa sjómanninn á hótel 101 í viku því hefði hugsað sér að taka hann með til Hollands á sýningu í september. Nú er hún að hverfa frá því ráði. „Ég er dálítið hrædd um minn mann ef hann fer á flæking og ætla bara að hafa hann á hótelinu áfram. Geri bara annað verk fyrir Holland.“
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira