Að stökkva yfir helvítisgjána Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. ágúst 2015 13:30 Framúrskarandi vinkona. Framúrskarandi vinkona Elena Ferrante Þýðing: Brynja Cortes Andrésdóttir Bjartur Fáar bækur hafa vakið meira umtal í bókmenntaheiminum undanfarin ár en bækur hinnar dularfullu Elenu Ferrante. Ritrýnir The Guardian gekk meira að segja svo langt að klykkja út með þeim orðum að allir ættu skilyrðislaust að lesa allar bækur hennar, eða eitthvað í þá veruna. Fjórleikur hennar um uppvöxt og ævi tveggja vinkvenna frá Napólí hefur verið þýddur á fjölmörg tungumál og selst í bílförmum og nú er fyrsta bókin í honum komin út á íslensku í þýðingu Brynju Cortes Andrésdóttur. Loksins, loksins. Framúrskarandi vinkona hefst með upphafi kynna fyrrnefndra vinkvenna, Elenu og Lilu, og fylgir þeim fram á unglingsárin. Þær búa í verkamannahverfi í Napólí þar sem lífsbaráttan er hörð í lok sjötta áratugar síðustu aldar og fram á þann sjöunda. Lífi fólks í hverfinu er lýst á óvæginn hátt, þetta er karlaheimur þar sem ofbeldi er daglegt brauð og stelpur/konur annars flokks mannfólk. Eina leiðin út er í gegnum menntun eða „góða“ giftingu og þær vinkonurnar fara hvor sína leiðina í tilraun til að losa sig. Það er þó engin trygging fyrir velgengni eða hamingju, eins og þær komast að, en spor í áttina. Það er auðvelt að skilja hrifningu lesenda og gagnrýnenda á skrifum Ferrante. Þótt efnið sé í sjálfu sér sígilt; uppvaxtarsaga tveggja stúlkna sem ekki sætta sig við þau örlög sem samfélagið og siðirnir hafa ætlað þeim, er nálgun hennar óvenju beinskeytt og heiðarleg, hér er ekki verið að sykurhúða neitt. Lýsingarnar á vináttu stúlknanna eru líka óvenju heiðarlegar, það gengur á ýmsu og samkeppnin, öfundin, árekstrarnir og afbrýðisemin eru jafn snar þáttur og ástin og samstaðan. Fólk er hvorki mikilsvert né sérlega gott í þessum aðstæðum, þar sem lífið snýst um að meiða aðra áður en þeim tekst að meiða þig, og það er nákvæmlega það sem gerir þessar persónur svo heillandi, við þekkjum þær úr okkur sjálfum þótt aðstæður og umhverfi sé ólíkt. Talandi um umhverfi þá eiga þeir sem sjá Napólí fyrir sér sem fagran stað eftir að fá dálítið áfall við lestur Framúrskarandi vinkonu. Það er fátt fagurt í úthverfinu þar sem þær vinkonurnar alast upp og þær sjá ekki einu sinni hinn rómaða Napólíflóa fyrr en þær eru orðnar stálpaðar. Stéttaskiptingin er gríðarleg og Ferrante er meðal annars að fjalla um hana, þótt hún verði ekki miðlæg fyrr en í seinni bókunum, og það er ógnvekjandi að upplifa þá óyfirstíganlegu gjá sem skilur að snauða og ríka, ómenntaða og menntaða. Undir kraumar reiði og vanmáttur hinna snauðu og lýsingarnar á samstuði þessara aðskildu heima eru hjartaskerandi. Það er enginn leikur að stökkva yfir þessa helvítisgjá sem heldur vinkonunum í helgreipum hverfisins. Þýðing Brynju Cortes Andrésdóttur er prýðileg og læsileg, flæðandi stíll Ferrante með þessari undirliggjandi heift sem knýr hann áfram skilar sér vel, þótt auðvitað eigi íslenskan ekki til þann mun á díalekti og „viðurkenndri“ tungu sem er eitt af því sem aðskilur fólkið í hverfinu frá betra fólkinu. Að hætti æsispennandi sjónvarpssería lýkur bókinni á örlagaþrungnu atriði og lesandinn nagar á sér hnúana í örvæntingu yfir að geta ekki strax lesið framhaldið, en sem betur fer hefur Bjartur boðað útkomu bókar númer tvö snemma á næsta ári og vonandi verða þær allar fjórar komnar í íslenskan búning fyrir lok næsta árs. Þetta eru nefnilega hættulega ávanabindandi bækur og það er eiginlega ómannúðlegt að ætlast til að lesendur bíði mánuðum saman eftir að geta haldið áfram með sögu vinkvennanna. Drífa sig Bjartur!Niðurstaða: Óvenjuleg og ávanabindandi saga af lífsbaráttu í Napólí á seinni hluta síðustu aldar, sögð af hreinskilni og mikilli leikni. Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Framúrskarandi vinkona Elena Ferrante Þýðing: Brynja Cortes Andrésdóttir Bjartur Fáar bækur hafa vakið meira umtal í bókmenntaheiminum undanfarin ár en bækur hinnar dularfullu Elenu Ferrante. Ritrýnir The Guardian gekk meira að segja svo langt að klykkja út með þeim orðum að allir ættu skilyrðislaust að lesa allar bækur hennar, eða eitthvað í þá veruna. Fjórleikur hennar um uppvöxt og ævi tveggja vinkvenna frá Napólí hefur verið þýddur á fjölmörg tungumál og selst í bílförmum og nú er fyrsta bókin í honum komin út á íslensku í þýðingu Brynju Cortes Andrésdóttur. Loksins, loksins. Framúrskarandi vinkona hefst með upphafi kynna fyrrnefndra vinkvenna, Elenu og Lilu, og fylgir þeim fram á unglingsárin. Þær búa í verkamannahverfi í Napólí þar sem lífsbaráttan er hörð í lok sjötta áratugar síðustu aldar og fram á þann sjöunda. Lífi fólks í hverfinu er lýst á óvæginn hátt, þetta er karlaheimur þar sem ofbeldi er daglegt brauð og stelpur/konur annars flokks mannfólk. Eina leiðin út er í gegnum menntun eða „góða“ giftingu og þær vinkonurnar fara hvor sína leiðina í tilraun til að losa sig. Það er þó engin trygging fyrir velgengni eða hamingju, eins og þær komast að, en spor í áttina. Það er auðvelt að skilja hrifningu lesenda og gagnrýnenda á skrifum Ferrante. Þótt efnið sé í sjálfu sér sígilt; uppvaxtarsaga tveggja stúlkna sem ekki sætta sig við þau örlög sem samfélagið og siðirnir hafa ætlað þeim, er nálgun hennar óvenju beinskeytt og heiðarleg, hér er ekki verið að sykurhúða neitt. Lýsingarnar á vináttu stúlknanna eru líka óvenju heiðarlegar, það gengur á ýmsu og samkeppnin, öfundin, árekstrarnir og afbrýðisemin eru jafn snar þáttur og ástin og samstaðan. Fólk er hvorki mikilsvert né sérlega gott í þessum aðstæðum, þar sem lífið snýst um að meiða aðra áður en þeim tekst að meiða þig, og það er nákvæmlega það sem gerir þessar persónur svo heillandi, við þekkjum þær úr okkur sjálfum þótt aðstæður og umhverfi sé ólíkt. Talandi um umhverfi þá eiga þeir sem sjá Napólí fyrir sér sem fagran stað eftir að fá dálítið áfall við lestur Framúrskarandi vinkonu. Það er fátt fagurt í úthverfinu þar sem þær vinkonurnar alast upp og þær sjá ekki einu sinni hinn rómaða Napólíflóa fyrr en þær eru orðnar stálpaðar. Stéttaskiptingin er gríðarleg og Ferrante er meðal annars að fjalla um hana, þótt hún verði ekki miðlæg fyrr en í seinni bókunum, og það er ógnvekjandi að upplifa þá óyfirstíganlegu gjá sem skilur að snauða og ríka, ómenntaða og menntaða. Undir kraumar reiði og vanmáttur hinna snauðu og lýsingarnar á samstuði þessara aðskildu heima eru hjartaskerandi. Það er enginn leikur að stökkva yfir þessa helvítisgjá sem heldur vinkonunum í helgreipum hverfisins. Þýðing Brynju Cortes Andrésdóttur er prýðileg og læsileg, flæðandi stíll Ferrante með þessari undirliggjandi heift sem knýr hann áfram skilar sér vel, þótt auðvitað eigi íslenskan ekki til þann mun á díalekti og „viðurkenndri“ tungu sem er eitt af því sem aðskilur fólkið í hverfinu frá betra fólkinu. Að hætti æsispennandi sjónvarpssería lýkur bókinni á örlagaþrungnu atriði og lesandinn nagar á sér hnúana í örvæntingu yfir að geta ekki strax lesið framhaldið, en sem betur fer hefur Bjartur boðað útkomu bókar númer tvö snemma á næsta ári og vonandi verða þær allar fjórar komnar í íslenskan búning fyrir lok næsta árs. Þetta eru nefnilega hættulega ávanabindandi bækur og það er eiginlega ómannúðlegt að ætlast til að lesendur bíði mánuðum saman eftir að geta haldið áfram með sögu vinkvennanna. Drífa sig Bjartur!Niðurstaða: Óvenjuleg og ávanabindandi saga af lífsbaráttu í Napólí á seinni hluta síðustu aldar, sögð af hreinskilni og mikilli leikni.
Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira