NBA-veisla í íslenska teignum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 07:00 Pavel lætur skot ríða af. vísir/valli Íslenska körfuboltalandsliðið lenti annan leikinn í röð í vandræðum í seinni hálfleik á móti einu af sterkustu körfuboltaliðum heims. Í fyrradag voru það Serbar og í gær Spánverjar. Í báðum leikjum var íslenska liðið að gera frábæra hluti fyrir hlé en skorti orku í seinni hálfleiknum þegar stórstjörnuliðin ýttu á bensíngjöfina. síðustu tveir seinni hálfleikir hafa því verið íslensku strákunum afar erfiðir. Eitt af því jákvæða við leikinn í gær var það að Pavel Ermonlinskij er búinn að finna skotið sitt en hann setti niður fjóra þrista í gær. „Það er miklu skemmtilegra að sjá boltann fara í körfuna. Ég er ekki í þessu liði sem einhver miðpunktur í sóknarleiknum sem ætlar sér að skora eitthvað. Að sjálfsögðu tökum við öll stig sem við getum fengið. Það liggur mikið á ákveðnum mönnum í liðinu í því að skila stigum. Það er gott að geta hjálpað þeim þó að það sé nú bara af og til,“ segir Pavel sem hefur skorað sex þrista í síðustu tveimur leikjum. Pavel Ermolinskij sá mikið af NBA-stjörnunum í Chicago Bulls í gærkvöldi. „Það voru Gasol og Mirotic í kvöld og einhver annar á morgun. Þetta eru allt stjörnur og maður gerir sitt besta. Við getum bara reynt að gera þetta eins erfitt fyrir þá og hægt er,“ sagði Pavel Ermonlinskij um það verkefni sitt að reyna að stoppa NBA-stjörnurnar Pau Gasol og Nikola Mirotic. Saman skoruðu þeir 43 stig á þeim 45 mínútum sem þeir spiluðu og nýttu 14 af 19 skotum sínum sem gerir 74 prósenta skotnýtingu. „Við gerðum það fyrri partinn og spiluðum vel. Þetta var engin heppni því okkur leið þægilega inni á vellinum í fyrri hálfleik bæði í vörn og sókn. Það fór samt gífurleg orka í að reyna að ýta þessum stóru körlum út úr teignum og spila á þeirra hraða,“ sagði Pavel. „Það sem við tökum úr þessum tveimur síðustu leikjum er að við þurfum að taka eitt skref fram á við til að geta spila við þessi lið í 40 mínútur. Eins og Jón Arnór sagði eftir leikinn þá væri gott ef þessir leikir væru bara tuttugu mínútur,“ sagði Pavel, en er það að dekka Pau Gasol erfiðasta verkefni sem hann hefur fengið? „Já, það er það. Mér fannst eins og hann vissi ekki af mér í raun og veru því hann gat gert hvað sem hann vildi. Mér fannst ég vera á fullu og að vera að gera rosalega góða hluti en eftir á að hyggja þá held ég að hann hafi varla tekið eftir mér fyrir framan sig. Þetta var samt frábær upplifun,“ sagði Pavel í léttum tón. Íslenska liðið spilar lokaleik sinn á móti Tyrkjum í dag. „Þetta snýst um að við höldum áfram að gera sömu hluti og við höfum verið að gera í vörninni. Reyna að teygja þetta út í 30 mínútur í staðinn fyrir tuttugu mínútur. Við þurfum að hitta á dag þar sem við erum að setja niður þessi erfiðu skot sem við erum að fá,“ segir Pavel og bætir við: „Ef við setjum þau niður, af hverju ekki? Þetta er ekki lengur draumur að fara að vinna leik. Við erum inni í þessum leikjum og þetta snýst um eitthvað smá. Ég veit ekki hvað það er en þegar við finnum það þá kemur sigur,“ sagði Pavel að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið lenti annan leikinn í röð í vandræðum í seinni hálfleik á móti einu af sterkustu körfuboltaliðum heims. Í fyrradag voru það Serbar og í gær Spánverjar. Í báðum leikjum var íslenska liðið að gera frábæra hluti fyrir hlé en skorti orku í seinni hálfleiknum þegar stórstjörnuliðin ýttu á bensíngjöfina. síðustu tveir seinni hálfleikir hafa því verið íslensku strákunum afar erfiðir. Eitt af því jákvæða við leikinn í gær var það að Pavel Ermonlinskij er búinn að finna skotið sitt en hann setti niður fjóra þrista í gær. „Það er miklu skemmtilegra að sjá boltann fara í körfuna. Ég er ekki í þessu liði sem einhver miðpunktur í sóknarleiknum sem ætlar sér að skora eitthvað. Að sjálfsögðu tökum við öll stig sem við getum fengið. Það liggur mikið á ákveðnum mönnum í liðinu í því að skila stigum. Það er gott að geta hjálpað þeim þó að það sé nú bara af og til,“ segir Pavel sem hefur skorað sex þrista í síðustu tveimur leikjum. Pavel Ermolinskij sá mikið af NBA-stjörnunum í Chicago Bulls í gærkvöldi. „Það voru Gasol og Mirotic í kvöld og einhver annar á morgun. Þetta eru allt stjörnur og maður gerir sitt besta. Við getum bara reynt að gera þetta eins erfitt fyrir þá og hægt er,“ sagði Pavel Ermonlinskij um það verkefni sitt að reyna að stoppa NBA-stjörnurnar Pau Gasol og Nikola Mirotic. Saman skoruðu þeir 43 stig á þeim 45 mínútum sem þeir spiluðu og nýttu 14 af 19 skotum sínum sem gerir 74 prósenta skotnýtingu. „Við gerðum það fyrri partinn og spiluðum vel. Þetta var engin heppni því okkur leið þægilega inni á vellinum í fyrri hálfleik bæði í vörn og sókn. Það fór samt gífurleg orka í að reyna að ýta þessum stóru körlum út úr teignum og spila á þeirra hraða,“ sagði Pavel. „Það sem við tökum úr þessum tveimur síðustu leikjum er að við þurfum að taka eitt skref fram á við til að geta spila við þessi lið í 40 mínútur. Eins og Jón Arnór sagði eftir leikinn þá væri gott ef þessir leikir væru bara tuttugu mínútur,“ sagði Pavel, en er það að dekka Pau Gasol erfiðasta verkefni sem hann hefur fengið? „Já, það er það. Mér fannst eins og hann vissi ekki af mér í raun og veru því hann gat gert hvað sem hann vildi. Mér fannst ég vera á fullu og að vera að gera rosalega góða hluti en eftir á að hyggja þá held ég að hann hafi varla tekið eftir mér fyrir framan sig. Þetta var samt frábær upplifun,“ sagði Pavel í léttum tón. Íslenska liðið spilar lokaleik sinn á móti Tyrkjum í dag. „Þetta snýst um að við höldum áfram að gera sömu hluti og við höfum verið að gera í vörninni. Reyna að teygja þetta út í 30 mínútur í staðinn fyrir tuttugu mínútur. Við þurfum að hitta á dag þar sem við erum að setja niður þessi erfiðu skot sem við erum að fá,“ segir Pavel og bætir við: „Ef við setjum þau niður, af hverju ekki? Þetta er ekki lengur draumur að fara að vinna leik. Við erum inni í þessum leikjum og þetta snýst um eitthvað smá. Ég veit ekki hvað það er en þegar við finnum það þá kemur sigur,“ sagði Pavel að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira