Menning

Blanda saman sýndarveruleika, tölvuleik og tónlistarmyndbandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Magnús Jónsson, leikari.
Magnús Jónsson, leikari. vísir
Sýndarveruleikamyndbandið um geimfarann Michalowich var frumsýnt á dögunum. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sýndarveruleikur er búinn til í kring um hið hefðbundna tónlistarmyndband.

Listamennirnir Ragnar Nikulásson og Hrund Atladóttir ásamt vefforritaranum Símoni Lionhardt og Magnúsi Jónssyni leikara hafa búið til sýndarveruleika-myndband við lagið „I Never Really Missed You” eftir Magnús Jónsson sem kom út fyrr í sumar.

Listafólkið hefur sameinað myndbandsgerðina við tölvuleikjaumhverfið í forritinu Unity.

Þú ferð inn á slóðina ineverreallymissedyou.com og upplifir þína útgáfu af laginu á meðan þú leikur leikinn. Daði Birgisson spilar á Fender Rhodes, Ómar Guðjónsson á raf- og kassagítar og Róbert Þórhallsson á bassa. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×