Lenda íslensku strákarnir í reiðum Spánverjum í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2015 12:45 Jón Arnór í leiknum gegn Serbíu í gær. Vísir/Valli Íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fjórða leik á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar liðið mætir tvöföldum Evrópumeisturum Spánverja. Íslenska landsliðið hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum en það sem hefur komið nokkuð á óvart er það að spænska liðið hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Spánn tapaði síðast 105-98 á móti Ítalíu í gær þar sem Ítalirnir hreinlega skutu Spánverjana í kaf í þriðja leikhlutanum sem Ítalir unnu 31-18. Spánn var 47-42 yfir í upphafi þriðja leikhlutans en þá kom 15-0 sprettur hjá ítalska liðinu þar sem hinn magnaði skotmaður Marco Belinelli skoraði ellefu af stigunum fimmtán. Ítalir voru þá komnir 57-47 yfir og héldu forystunni út leikinn. Áhyggjuefnið fyrir íslenska liðið er hvað gerðist eftir síðasta tapleik spænska liðsins. Spánn tapaði 80-70 á móti Serbíu í fyrsta leik sínum á mótinu og Spánverjarnir mættu einbeittir og reiðir á móti Tyrkjum daginn eftir og unnu þá sannfærandi 27 stiga sigur. Tyrkneska liðið, sem hefur unnið hina tvo leiki sína á mótinu, vissi varla hvað á sig stóð veðrið. Spánn vann fyrsta leikhlutann 24-18 og Spánverjarnir voru síðan komnir með sextán stiga forskot í hálfleik, 54-38, og 25 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 81-56. Spánn vann leikinn á endanum 104-77 þar sem enginn leikmaður liðsins spilaði í meira en 25 mínútur. Pau Gasol var sem dæmi með 21 stig á aðeins 24 mínútum og allt spænska liðið hitti úr 63,5 prósent skota sinna. Það hefur verið hægt að greina smá einbeitingarleysi í leik Spánverjanna á þessu Evrópumóti en þegar þeir mæta grimmir og einbeittir til leiks eins og móti Tyrkjum þá standast fá landslið þeim snúninginn. Það mun því reyna á íslensku strákana að mæta reiðum Spánverjum í Berlín í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00 Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45 Hef ennþá hraðann, sem betur fer Logi Gunnarsson bætti í gær met Herberts Arnarsonar yfir flesta leiki fyrir íslenska karlalandsliðið í Evrópukeppni. Logi var langstigahæstur í stóru tapi á móti sterku liði Serba í gær og var stoltur af liðinu þrátt fyrir skellinn. 9. september 2015 07:00 Belinelli fór hamförum í seinni hálfleik | Tyrkir unnu Þjóðverja Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið. 8. september 2015 22:57 Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45 Helgi Már verður ekki með í kvöld vegna meiðsla Helgi Már Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, verður ekki með í leiknum gegn Spánverjum í kvöld vegna meiðsla en þetta staðfesti aðstoðarþjálfari landsliðsins í samtali við Vísi. 9. september 2015 10:30 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fjórða leik á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar liðið mætir tvöföldum Evrópumeisturum Spánverja. Íslenska landsliðið hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum en það sem hefur komið nokkuð á óvart er það að spænska liðið hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Spánn tapaði síðast 105-98 á móti Ítalíu í gær þar sem Ítalirnir hreinlega skutu Spánverjana í kaf í þriðja leikhlutanum sem Ítalir unnu 31-18. Spánn var 47-42 yfir í upphafi þriðja leikhlutans en þá kom 15-0 sprettur hjá ítalska liðinu þar sem hinn magnaði skotmaður Marco Belinelli skoraði ellefu af stigunum fimmtán. Ítalir voru þá komnir 57-47 yfir og héldu forystunni út leikinn. Áhyggjuefnið fyrir íslenska liðið er hvað gerðist eftir síðasta tapleik spænska liðsins. Spánn tapaði 80-70 á móti Serbíu í fyrsta leik sínum á mótinu og Spánverjarnir mættu einbeittir og reiðir á móti Tyrkjum daginn eftir og unnu þá sannfærandi 27 stiga sigur. Tyrkneska liðið, sem hefur unnið hina tvo leiki sína á mótinu, vissi varla hvað á sig stóð veðrið. Spánn vann fyrsta leikhlutann 24-18 og Spánverjarnir voru síðan komnir með sextán stiga forskot í hálfleik, 54-38, og 25 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 81-56. Spánn vann leikinn á endanum 104-77 þar sem enginn leikmaður liðsins spilaði í meira en 25 mínútur. Pau Gasol var sem dæmi með 21 stig á aðeins 24 mínútum og allt spænska liðið hitti úr 63,5 prósent skota sinna. Það hefur verið hægt að greina smá einbeitingarleysi í leik Spánverjanna á þessu Evrópumóti en þegar þeir mæta grimmir og einbeittir til leiks eins og móti Tyrkjum þá standast fá landslið þeim snúninginn. Það mun því reyna á íslensku strákana að mæta reiðum Spánverjum í Berlín í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00 Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45 Hef ennþá hraðann, sem betur fer Logi Gunnarsson bætti í gær met Herberts Arnarsonar yfir flesta leiki fyrir íslenska karlalandsliðið í Evrópukeppni. Logi var langstigahæstur í stóru tapi á móti sterku liði Serba í gær og var stoltur af liðinu þrátt fyrir skellinn. 9. september 2015 07:00 Belinelli fór hamförum í seinni hálfleik | Tyrkir unnu Þjóðverja Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið. 8. september 2015 22:57 Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45 Helgi Már verður ekki með í kvöld vegna meiðsla Helgi Már Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, verður ekki með í leiknum gegn Spánverjum í kvöld vegna meiðsla en þetta staðfesti aðstoðarþjálfari landsliðsins í samtali við Vísi. 9. september 2015 10:30 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira
Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00
Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45
Hef ennþá hraðann, sem betur fer Logi Gunnarsson bætti í gær met Herberts Arnarsonar yfir flesta leiki fyrir íslenska karlalandsliðið í Evrópukeppni. Logi var langstigahæstur í stóru tapi á móti sterku liði Serba í gær og var stoltur af liðinu þrátt fyrir skellinn. 9. september 2015 07:00
Belinelli fór hamförum í seinni hálfleik | Tyrkir unnu Þjóðverja Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið. 8. september 2015 22:57
Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45
Helgi Már verður ekki með í kvöld vegna meiðsla Helgi Már Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, verður ekki með í leiknum gegn Spánverjum í kvöld vegna meiðsla en þetta staðfesti aðstoðarþjálfari landsliðsins í samtali við Vísi. 9. september 2015 10:30