Lenda íslensku strákarnir í reiðum Spánverjum í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2015 12:45 Jón Arnór í leiknum gegn Serbíu í gær. Vísir/Valli Íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fjórða leik á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar liðið mætir tvöföldum Evrópumeisturum Spánverja. Íslenska landsliðið hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum en það sem hefur komið nokkuð á óvart er það að spænska liðið hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Spánn tapaði síðast 105-98 á móti Ítalíu í gær þar sem Ítalirnir hreinlega skutu Spánverjana í kaf í þriðja leikhlutanum sem Ítalir unnu 31-18. Spánn var 47-42 yfir í upphafi þriðja leikhlutans en þá kom 15-0 sprettur hjá ítalska liðinu þar sem hinn magnaði skotmaður Marco Belinelli skoraði ellefu af stigunum fimmtán. Ítalir voru þá komnir 57-47 yfir og héldu forystunni út leikinn. Áhyggjuefnið fyrir íslenska liðið er hvað gerðist eftir síðasta tapleik spænska liðsins. Spánn tapaði 80-70 á móti Serbíu í fyrsta leik sínum á mótinu og Spánverjarnir mættu einbeittir og reiðir á móti Tyrkjum daginn eftir og unnu þá sannfærandi 27 stiga sigur. Tyrkneska liðið, sem hefur unnið hina tvo leiki sína á mótinu, vissi varla hvað á sig stóð veðrið. Spánn vann fyrsta leikhlutann 24-18 og Spánverjarnir voru síðan komnir með sextán stiga forskot í hálfleik, 54-38, og 25 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 81-56. Spánn vann leikinn á endanum 104-77 þar sem enginn leikmaður liðsins spilaði í meira en 25 mínútur. Pau Gasol var sem dæmi með 21 stig á aðeins 24 mínútum og allt spænska liðið hitti úr 63,5 prósent skota sinna. Það hefur verið hægt að greina smá einbeitingarleysi í leik Spánverjanna á þessu Evrópumóti en þegar þeir mæta grimmir og einbeittir til leiks eins og móti Tyrkjum þá standast fá landslið þeim snúninginn. Það mun því reyna á íslensku strákana að mæta reiðum Spánverjum í Berlín í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00 Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45 Hef ennþá hraðann, sem betur fer Logi Gunnarsson bætti í gær met Herberts Arnarsonar yfir flesta leiki fyrir íslenska karlalandsliðið í Evrópukeppni. Logi var langstigahæstur í stóru tapi á móti sterku liði Serba í gær og var stoltur af liðinu þrátt fyrir skellinn. 9. september 2015 07:00 Belinelli fór hamförum í seinni hálfleik | Tyrkir unnu Þjóðverja Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið. 8. september 2015 22:57 Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45 Helgi Már verður ekki með í kvöld vegna meiðsla Helgi Már Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, verður ekki með í leiknum gegn Spánverjum í kvöld vegna meiðsla en þetta staðfesti aðstoðarþjálfari landsliðsins í samtali við Vísi. 9. september 2015 10:30 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fjórða leik á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar liðið mætir tvöföldum Evrópumeisturum Spánverja. Íslenska landsliðið hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum en það sem hefur komið nokkuð á óvart er það að spænska liðið hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Spánn tapaði síðast 105-98 á móti Ítalíu í gær þar sem Ítalirnir hreinlega skutu Spánverjana í kaf í þriðja leikhlutanum sem Ítalir unnu 31-18. Spánn var 47-42 yfir í upphafi þriðja leikhlutans en þá kom 15-0 sprettur hjá ítalska liðinu þar sem hinn magnaði skotmaður Marco Belinelli skoraði ellefu af stigunum fimmtán. Ítalir voru þá komnir 57-47 yfir og héldu forystunni út leikinn. Áhyggjuefnið fyrir íslenska liðið er hvað gerðist eftir síðasta tapleik spænska liðsins. Spánn tapaði 80-70 á móti Serbíu í fyrsta leik sínum á mótinu og Spánverjarnir mættu einbeittir og reiðir á móti Tyrkjum daginn eftir og unnu þá sannfærandi 27 stiga sigur. Tyrkneska liðið, sem hefur unnið hina tvo leiki sína á mótinu, vissi varla hvað á sig stóð veðrið. Spánn vann fyrsta leikhlutann 24-18 og Spánverjarnir voru síðan komnir með sextán stiga forskot í hálfleik, 54-38, og 25 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 81-56. Spánn vann leikinn á endanum 104-77 þar sem enginn leikmaður liðsins spilaði í meira en 25 mínútur. Pau Gasol var sem dæmi með 21 stig á aðeins 24 mínútum og allt spænska liðið hitti úr 63,5 prósent skota sinna. Það hefur verið hægt að greina smá einbeitingarleysi í leik Spánverjanna á þessu Evrópumóti en þegar þeir mæta grimmir og einbeittir til leiks eins og móti Tyrkjum þá standast fá landslið þeim snúninginn. Það mun því reyna á íslensku strákana að mæta reiðum Spánverjum í Berlín í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00 Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45 Hef ennþá hraðann, sem betur fer Logi Gunnarsson bætti í gær met Herberts Arnarsonar yfir flesta leiki fyrir íslenska karlalandsliðið í Evrópukeppni. Logi var langstigahæstur í stóru tapi á móti sterku liði Serba í gær og var stoltur af liðinu þrátt fyrir skellinn. 9. september 2015 07:00 Belinelli fór hamförum í seinni hálfleik | Tyrkir unnu Þjóðverja Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið. 8. september 2015 22:57 Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45 Helgi Már verður ekki með í kvöld vegna meiðsla Helgi Már Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, verður ekki með í leiknum gegn Spánverjum í kvöld vegna meiðsla en þetta staðfesti aðstoðarþjálfari landsliðsins í samtali við Vísi. 9. september 2015 10:30 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00
Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45
Hef ennþá hraðann, sem betur fer Logi Gunnarsson bætti í gær met Herberts Arnarsonar yfir flesta leiki fyrir íslenska karlalandsliðið í Evrópukeppni. Logi var langstigahæstur í stóru tapi á móti sterku liði Serba í gær og var stoltur af liðinu þrátt fyrir skellinn. 9. september 2015 07:00
Belinelli fór hamförum í seinni hálfleik | Tyrkir unnu Þjóðverja Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið. 8. september 2015 22:57
Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45
Helgi Már verður ekki með í kvöld vegna meiðsla Helgi Már Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, verður ekki með í leiknum gegn Spánverjum í kvöld vegna meiðsla en þetta staðfesti aðstoðarþjálfari landsliðsins í samtali við Vísi. 9. september 2015 10:30