Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2015 11:45 Pavel í leiknum í gær. Vísir/Valli Einn leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins var búinn að bíða lengi eftir fyrstu körfunni sinni á Evrópumótinu í körfubolta og hann var ekki sá eini. Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. Pavel er mjög mikilvægur fyrir liðið og því var ekki bara hann búinn að bíða eftir að skotin hans færu að detta. „Þetta er búin að eyðimerkurganga hjá mér að skjóta fyrir utan," segir Pavel en bætti svo strax við: „Nei, nei. Í svona jöfnum leikjum eins og hinir voru þá er erfitt að fara til baka og hugsa um einhver mistök hjá sér hvort sem það voru skot sem klikkuðu eða tapaðir boltar. Þetta eru mistök sem maður gerir alltaf en þau stigmagnast á jafnstóru móti og þessu," segir Pavel. Pavel klikkaði á öllum fimm skotunum sínum á móti Þýskalandi og öllum þremur skotum sínum á móti Ítalíu. Pavel tók líka þrjú skot í fyrri hálfleiknum á móti Serbíu án þess að finna körfunetið. Þegar fyrsta skotið fór rétta leið í byrjun seinni hálfleiks þá var hann búinn að klikka á ellefu fyrstu skotunum sínum á Eurobasket. „Þetta er bara spurningin um næsta leik og maður verður að vera fljótur að gleyma öllu," sagði Pavel. Fyrsta karfa hans var þriggja stiga karfa og hann setti aðra slíka í þessum þriðja leikhluta og nýtti alls 2 af 3 þriggja stiga skotum sínum í Serbíuleiknum. „Pavel setti líka niður tvö skot. Hann þarf á því að halda og við þurfum á honum að halda meira í sókninni," sagði Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn í gær og hann sér fyrir sér að nú komi Pavel sterkari inn í þetta. „Það má ekki gleyma því að Pavel er rosalega mikilvægur fyrir okkur varnarlega. Þetta hefur ekki verið að detta fyrir Pavel í sókninni en hann er einn okkar mikilvægasti maður og það verður flott að fá hann sterkan inn í síðustu tvo leikina," sagði Jón Arnór. EM 2015 í Berlín Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Einn leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins var búinn að bíða lengi eftir fyrstu körfunni sinni á Evrópumótinu í körfubolta og hann var ekki sá eini. Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. Pavel er mjög mikilvægur fyrir liðið og því var ekki bara hann búinn að bíða eftir að skotin hans færu að detta. „Þetta er búin að eyðimerkurganga hjá mér að skjóta fyrir utan," segir Pavel en bætti svo strax við: „Nei, nei. Í svona jöfnum leikjum eins og hinir voru þá er erfitt að fara til baka og hugsa um einhver mistök hjá sér hvort sem það voru skot sem klikkuðu eða tapaðir boltar. Þetta eru mistök sem maður gerir alltaf en þau stigmagnast á jafnstóru móti og þessu," segir Pavel. Pavel klikkaði á öllum fimm skotunum sínum á móti Þýskalandi og öllum þremur skotum sínum á móti Ítalíu. Pavel tók líka þrjú skot í fyrri hálfleiknum á móti Serbíu án þess að finna körfunetið. Þegar fyrsta skotið fór rétta leið í byrjun seinni hálfleiks þá var hann búinn að klikka á ellefu fyrstu skotunum sínum á Eurobasket. „Þetta er bara spurningin um næsta leik og maður verður að vera fljótur að gleyma öllu," sagði Pavel. Fyrsta karfa hans var þriggja stiga karfa og hann setti aðra slíka í þessum þriðja leikhluta og nýtti alls 2 af 3 þriggja stiga skotum sínum í Serbíuleiknum. „Pavel setti líka niður tvö skot. Hann þarf á því að halda og við þurfum á honum að halda meira í sókninni," sagði Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn í gær og hann sér fyrir sér að nú komi Pavel sterkari inn í þetta. „Það má ekki gleyma því að Pavel er rosalega mikilvægur fyrir okkur varnarlega. Þetta hefur ekki verið að detta fyrir Pavel í sókninni en hann er einn okkar mikilvægasti maður og það verður flott að fá hann sterkan inn í síðustu tvo leikina," sagði Jón Arnór.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn