Talandi um mömmu Birta Björnsdóttir skrifar 8. september 2015 00:00 Öll eigum við í huganum lista yfir hluti sem vekja hjá okkur viðbjóð eða valda okkur einhvers konar hugarangri. Algengt er að rottur kalli fram gæsahúð hjá einhverjum á meðan geitungar og köngulær fá aðra til að missa stjórn á sér. Allt er þetta býsna hefðbundið og háir hverjum og einum mismikið. Á dögunum játaði móðir mín fyrir mér hvað situr í efsta sæti á hennar ógeðslista. Það eru ekki farsóttir, hákarlar eða blóðsugur. Nei, ekkert veit móðir mín viðbjóðslegra í þessum heimi en tölur. Og ég er ekki að tala um tölur á blaði, líkt og stóraukin fjárframlög til þjóðkirkjunnar. Nei, ég á við litlar hvítar tölur sem sinna skyldu sinni þegar þær halda skyrtuklæddum einstaklingum í fötunum og sængum inni í sængurverum. Það hvarflar ekki að mér að hæðast að þessari fóbíu móður minnar. Ég er bara hamingjusöm yfir að hún hafi loksins þorað að tala opinskátt um þetta. Ég sé talsvert margt í nýju ljósi með þessar upplýsingar í farteskinu. Minnist til dæmis skyrtu sem ég átti eitt sinn og þótti nokkuð ágæt. Mamma, sem studdi mig í öllum tískuslysum ævi minnar, að svörtum varalit meðtöldum, fann þessari meinlausu skyrtu allt til foráttu. Sagði að ég minnti á miðaldra kokk í blá- og hvítröndóttri flíkinni. Nú veit ég að röndótta skyrtan var ekki orsökin, heldur litlu hvítu tölurnar sem héldu henni saman. Og greining liggur meira að segja fyrir. Nú get ég sagt í fyrsta skipti nokkuð sem ég bjóst ekki beint við segja nokkurn tíma, mamma mín þjáist af koumpouno-fóbíu. Og hún er hreint ekki ein. Tölur ollu ekki ómerkari manni en Steve Jobs álíka hugarangri og móður minni. Af hverju haldið þið að hann hafi alltaf verið í rúllukragabol? Nú þyrfti Lars Lagerbäck bara að stíga fram og segjast hafa óbeit á tölum, þá fyrst getur mamma borið höfuðið hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Björnsdóttir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór
Öll eigum við í huganum lista yfir hluti sem vekja hjá okkur viðbjóð eða valda okkur einhvers konar hugarangri. Algengt er að rottur kalli fram gæsahúð hjá einhverjum á meðan geitungar og köngulær fá aðra til að missa stjórn á sér. Allt er þetta býsna hefðbundið og háir hverjum og einum mismikið. Á dögunum játaði móðir mín fyrir mér hvað situr í efsta sæti á hennar ógeðslista. Það eru ekki farsóttir, hákarlar eða blóðsugur. Nei, ekkert veit móðir mín viðbjóðslegra í þessum heimi en tölur. Og ég er ekki að tala um tölur á blaði, líkt og stóraukin fjárframlög til þjóðkirkjunnar. Nei, ég á við litlar hvítar tölur sem sinna skyldu sinni þegar þær halda skyrtuklæddum einstaklingum í fötunum og sængum inni í sængurverum. Það hvarflar ekki að mér að hæðast að þessari fóbíu móður minnar. Ég er bara hamingjusöm yfir að hún hafi loksins þorað að tala opinskátt um þetta. Ég sé talsvert margt í nýju ljósi með þessar upplýsingar í farteskinu. Minnist til dæmis skyrtu sem ég átti eitt sinn og þótti nokkuð ágæt. Mamma, sem studdi mig í öllum tískuslysum ævi minnar, að svörtum varalit meðtöldum, fann þessari meinlausu skyrtu allt til foráttu. Sagði að ég minnti á miðaldra kokk í blá- og hvítröndóttri flíkinni. Nú veit ég að röndótta skyrtan var ekki orsökin, heldur litlu hvítu tölurnar sem héldu henni saman. Og greining liggur meira að segja fyrir. Nú get ég sagt í fyrsta skipti nokkuð sem ég bjóst ekki beint við segja nokkurn tíma, mamma mín þjáist af koumpouno-fóbíu. Og hún er hreint ekki ein. Tölur ollu ekki ómerkari manni en Steve Jobs álíka hugarangri og móður minni. Af hverju haldið þið að hann hafi alltaf verið í rúllukragabol? Nú þyrfti Lars Lagerbäck bara að stíga fram og segjast hafa óbeit á tölum, þá fyrst getur mamma borið höfuðið hátt.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun