Belinelli fór hamförum í seinni hálfleik | Tyrkir unnu Þjóðverja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2015 22:57 Belinelli var sjóðheitur í seinni hálfleik. vísir/getty Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið. Marco Belinelli setti niður sjö þrista í seinni hálfleik þegar Ítalía vann sjö stiga sigur, 105-98, á Spáni í B-riðli.Sjá einnig: Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 64-93 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Ítalía hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir tap fyrir Tyrklandi í fyrsta leik. Ítalar eru í 2. sæti riðilsins með fimm stig, stigi á eftir Serbum, en Spánverjar eru dottnir niður í 4. sætið með fjögur stig. Spánverjar leiddu með þremur stigum í hálfleik, 45-42, og náðu fimm stiga forskoti, 47-42, í upphafi seinni hálfleiks. Þá kom magnaður 15-0 kafli hjá Ítölum sem náðu tíu stiga forskoti, 57-47. Þeir stóðust svo áhlaup Spánverja í seinni hálfleik og unnu að lokum með sjö stigum, 105-98. Dario Gallinari var stigahæstur í liði Ítalíu með 29 stig en hann tók auk þess átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Belinelli kom næstur með 27 stig og sjö stoðsendingar en hann skoraði sem áður sagði sjö þriggja stiga körfur í seinni hálfleik, úr aðeins átta tilraunum. Pau Gasol stóð upp úr í liði Spánar með 34 stig, 10 fráköst og fimm stoðsendingar. Samherji hans hjá Chicago Bulls, Nikola Mirotic, kom næstur með 13 stig. Þjóðverjar, sem eru á heimavelli, töpuðu sínum öðrum leik í röð þegar þeir lágu fyrir Tyrkjum, 80-75. Tyrkirnir byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti, komust fljótlega í 9-0 og leiddu með 20 stigum, 31-11, eftir 1. leikhluta. Eftir það var róðurinn þungur fyrir heimamenn sem voru enn 17 stigum undir fyrir lokaleikhlutann. Þjóðverjar sóttu hart að Tyrkjum í 4. leikhluta og Dennis Schröder minnkaði muninn í sjö stig, 73-66, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum. En nær komst Þýskaland ekki og Tyrkirnir sigldu sigrinum heim. Cedi Osman var stigahæstur í liði Tyrklands með 17 stig. Miðherjinn Semih Erden kom næstur með 16 stig en hann tók einnig níu fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði fjögur skot. Schröder var öflugur í liði Þjóðverja með 24 stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar. Dirk Nowitzki gerði 15 stig en hitti illa (30%) í leiknum. Tyrkir eru í 3. sæti riðilsins með fimm stig en Þjóðverjar eru í 5. sæti með fjögur stig. Ísland vermir svo botnsætið með þrjú stig. Í C-riðli eru Grikkir, sem unnu Georgíu í dag 79-68, með fullt hús stiga. Króatar koma næstir með fimm stig en þeir unnu öruggan 18 stiga sigur á Makedóníu í grannaslag í dag. Slóvenar eru einnig með fimm stig en þeir báru sigurorð af Hollandi í dag, 81-74. EM 2015 í Berlín Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira
Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið. Marco Belinelli setti niður sjö þrista í seinni hálfleik þegar Ítalía vann sjö stiga sigur, 105-98, á Spáni í B-riðli.Sjá einnig: Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 64-93 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Ítalía hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir tap fyrir Tyrklandi í fyrsta leik. Ítalar eru í 2. sæti riðilsins með fimm stig, stigi á eftir Serbum, en Spánverjar eru dottnir niður í 4. sætið með fjögur stig. Spánverjar leiddu með þremur stigum í hálfleik, 45-42, og náðu fimm stiga forskoti, 47-42, í upphafi seinni hálfleiks. Þá kom magnaður 15-0 kafli hjá Ítölum sem náðu tíu stiga forskoti, 57-47. Þeir stóðust svo áhlaup Spánverja í seinni hálfleik og unnu að lokum með sjö stigum, 105-98. Dario Gallinari var stigahæstur í liði Ítalíu með 29 stig en hann tók auk þess átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Belinelli kom næstur með 27 stig og sjö stoðsendingar en hann skoraði sem áður sagði sjö þriggja stiga körfur í seinni hálfleik, úr aðeins átta tilraunum. Pau Gasol stóð upp úr í liði Spánar með 34 stig, 10 fráköst og fimm stoðsendingar. Samherji hans hjá Chicago Bulls, Nikola Mirotic, kom næstur með 13 stig. Þjóðverjar, sem eru á heimavelli, töpuðu sínum öðrum leik í röð þegar þeir lágu fyrir Tyrkjum, 80-75. Tyrkirnir byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti, komust fljótlega í 9-0 og leiddu með 20 stigum, 31-11, eftir 1. leikhluta. Eftir það var róðurinn þungur fyrir heimamenn sem voru enn 17 stigum undir fyrir lokaleikhlutann. Þjóðverjar sóttu hart að Tyrkjum í 4. leikhluta og Dennis Schröder minnkaði muninn í sjö stig, 73-66, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum. En nær komst Þýskaland ekki og Tyrkirnir sigldu sigrinum heim. Cedi Osman var stigahæstur í liði Tyrklands með 17 stig. Miðherjinn Semih Erden kom næstur með 16 stig en hann tók einnig níu fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði fjögur skot. Schröder var öflugur í liði Þjóðverja með 24 stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar. Dirk Nowitzki gerði 15 stig en hitti illa (30%) í leiknum. Tyrkir eru í 3. sæti riðilsins með fimm stig en Þjóðverjar eru í 5. sæti með fjögur stig. Ísland vermir svo botnsætið með þrjú stig. Í C-riðli eru Grikkir, sem unnu Georgíu í dag 79-68, með fullt hús stiga. Króatar koma næstir með fimm stig en þeir unnu öruggan 18 stiga sigur á Makedóníu í grannaslag í dag. Slóvenar eru einnig með fimm stig en þeir báru sigurorð af Hollandi í dag, 81-74.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira