Lesbos er á barmi þess að springa Stefán Óli Jónsson skrifar 7. september 2015 23:41 Talið er að á bilinu 15 til 17 þúsund flóttamenn hafist nú við í höfuðborg eyjunnar. Vísir/EPA Lesbos er á barmi þess að „springa“ ef marka má innanríkisráðherra Grikklands en stjórnvöld þar reyna nú að takast á við flóttamannastrauminn til eyjunnar sem ekkert lát virðist vera á. Innanríkisráðherrann, Yiannis Mouzalas sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla í dag að fyrirhugað væri að opna aðra höfn sem skip sem flytja flóttamenn til meginlandsins gætu nýtt sér til að dreifa álaginu um eyjuna og hina 85 þúsund íbúa hennar. Talið er að á bilinu 15 til 17 þúsund flóttamenn hafist nú við í höfuðborg eyjunnar, Mytilene, og beina grísk stjórnvöld sjónum sínum þangað „því ástandið er við það að springa,“ eins og Mouzalas komst að orði. Gríski fjölmiðlar birtu undir kvöld fréttamyndir af rúmlega 6000 flóttamönnum sem börðust um takmarkaðan sætafjölda til meginlandsins. Ágangur fólksins var svo mikill að skipið þurfti að lyfta upp landgangi sínum skömmu eftir að það hafði fest landfestar. Grísk stjórnvöld hafa heitið því að auka neyðaraðstoð til flóttamanna sem hafast við á eyjunni og munu flytja heilbrigðisstarfsfólk og hjálpargögn til Lesbos í auknum mæli á næstu dögum og vikum. Þá hefur innanríkisráðherra landsins heitið því að fjölga um 60 í liði landhelgisgæslunnar á eyjunni svo að skráning á flóttamönnum og mál þeirra gangi í grískri stjórnsýslu gangi hraðar fyrir sig. Lesbos er þó ekki nema ein fjölda eyja undan ströndum Grikklands sem hefur átt erfitt með að eiga við hinn mikla straum flóttamanna á síðustu misserum. Ljósmyndin af hinum sýrlenska Aylan Kurdi sem drukknaði ásamt bróður sínum og móður við strendur Tyrklands hefur sett þrýsting á evrópsk stjórnvöld um að taka með einurð á yfirstandandi fólksflutningum sem eru þeir mestu síðan í Evrópu síðan í seinna stríð. „Við vonum að á næstu fimm dögum muni eyjaskeggjar og flóttamenn sjá batamerki á ástandinu,“ sagði innanríkisráðherrann Mouzalas í dag. Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands Flóttamenn steymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær. Enn bíða margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Höskuldur Kári Schram fréttamaður lýsir ástandinu á Keleti-lestarstöðinni í Búdapest. 7. september 2015 08:00 Segir flóttamannabúðirnar líkjast frekar Gvantanamó en griðastað Loftið lyktar af mannaskít og hverskonar úrgangi og vistin reynist mörgum þungbær. 7. september 2015 21:09 Merkel segir að aukning flóttafólks muni breyta Þýskalandi Merkel þakkaði öllum þeim sem aðstoðuðu og buðu flóttafólk velkomið og sagði þá hafa dregið upp mynd af Þjóðverjum sem sómi væri að. 7. september 2015 11:19 Seðlabankastjóri Finnlands gefur mánaðarlaun sín til flóttafólks Erkki Liikanen hefur ákveðið að gefa fjárhæð sem nemur einum mánaðarlaunum til Rauða krossins í Finnlandi. 7. september 2015 11:50 Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Lesbos er á barmi þess að „springa“ ef marka má innanríkisráðherra Grikklands en stjórnvöld þar reyna nú að takast á við flóttamannastrauminn til eyjunnar sem ekkert lát virðist vera á. Innanríkisráðherrann, Yiannis Mouzalas sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla í dag að fyrirhugað væri að opna aðra höfn sem skip sem flytja flóttamenn til meginlandsins gætu nýtt sér til að dreifa álaginu um eyjuna og hina 85 þúsund íbúa hennar. Talið er að á bilinu 15 til 17 þúsund flóttamenn hafist nú við í höfuðborg eyjunnar, Mytilene, og beina grísk stjórnvöld sjónum sínum þangað „því ástandið er við það að springa,“ eins og Mouzalas komst að orði. Gríski fjölmiðlar birtu undir kvöld fréttamyndir af rúmlega 6000 flóttamönnum sem börðust um takmarkaðan sætafjölda til meginlandsins. Ágangur fólksins var svo mikill að skipið þurfti að lyfta upp landgangi sínum skömmu eftir að það hafði fest landfestar. Grísk stjórnvöld hafa heitið því að auka neyðaraðstoð til flóttamanna sem hafast við á eyjunni og munu flytja heilbrigðisstarfsfólk og hjálpargögn til Lesbos í auknum mæli á næstu dögum og vikum. Þá hefur innanríkisráðherra landsins heitið því að fjölga um 60 í liði landhelgisgæslunnar á eyjunni svo að skráning á flóttamönnum og mál þeirra gangi í grískri stjórnsýslu gangi hraðar fyrir sig. Lesbos er þó ekki nema ein fjölda eyja undan ströndum Grikklands sem hefur átt erfitt með að eiga við hinn mikla straum flóttamanna á síðustu misserum. Ljósmyndin af hinum sýrlenska Aylan Kurdi sem drukknaði ásamt bróður sínum og móður við strendur Tyrklands hefur sett þrýsting á evrópsk stjórnvöld um að taka með einurð á yfirstandandi fólksflutningum sem eru þeir mestu síðan í Evrópu síðan í seinna stríð. „Við vonum að á næstu fimm dögum muni eyjaskeggjar og flóttamenn sjá batamerki á ástandinu,“ sagði innanríkisráðherrann Mouzalas í dag.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands Flóttamenn steymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær. Enn bíða margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Höskuldur Kári Schram fréttamaður lýsir ástandinu á Keleti-lestarstöðinni í Búdapest. 7. september 2015 08:00 Segir flóttamannabúðirnar líkjast frekar Gvantanamó en griðastað Loftið lyktar af mannaskít og hverskonar úrgangi og vistin reynist mörgum þungbær. 7. september 2015 21:09 Merkel segir að aukning flóttafólks muni breyta Þýskalandi Merkel þakkaði öllum þeim sem aðstoðuðu og buðu flóttafólk velkomið og sagði þá hafa dregið upp mynd af Þjóðverjum sem sómi væri að. 7. september 2015 11:19 Seðlabankastjóri Finnlands gefur mánaðarlaun sín til flóttafólks Erkki Liikanen hefur ákveðið að gefa fjárhæð sem nemur einum mánaðarlaunum til Rauða krossins í Finnlandi. 7. september 2015 11:50 Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands Flóttamenn steymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær. Enn bíða margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Höskuldur Kári Schram fréttamaður lýsir ástandinu á Keleti-lestarstöðinni í Búdapest. 7. september 2015 08:00
Segir flóttamannabúðirnar líkjast frekar Gvantanamó en griðastað Loftið lyktar af mannaskít og hverskonar úrgangi og vistin reynist mörgum þungbær. 7. september 2015 21:09
Merkel segir að aukning flóttafólks muni breyta Þýskalandi Merkel þakkaði öllum þeim sem aðstoðuðu og buðu flóttafólk velkomið og sagði þá hafa dregið upp mynd af Þjóðverjum sem sómi væri að. 7. september 2015 11:19
Seðlabankastjóri Finnlands gefur mánaðarlaun sín til flóttafólks Erkki Liikanen hefur ákveðið að gefa fjárhæð sem nemur einum mánaðarlaunum til Rauða krossins í Finnlandi. 7. september 2015 11:50
Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42