Rickie Fowler sigraði í Boston eftir harða baráttu við Henrik Stenson 7. september 2015 22:53 Rickie Fowler hefur átt frábært tímabil í ár. Getty Það voru þeir Henrik Stenson og Rickie Fowler sem börðust um sigurinn á lokahringnum á Deutsche Bank meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en sá síðarnefndi hafði sigur eftir æsispennandi lokaholur. Fyrir hringinn leiddi Stenson með einu höggi á Fowler en hann hélt því forskoti þangað til á 16. holu á hringnum í kvöld þegar að Stenson sló upphafshögg sitt ofan í vatnstorfæru og fékk í kjölfarið tvöfaldan skolla. Fowler tók þá forystuna og fékk síðan par á síðustu tvær holurnar til þess að sigra en þetta er annar sigur þessa vinsæla kylfings á árinu eftir að hafa borið sigur úr býtum á Players meistaramótinu í vor. Hann lék hringina fjóra á TPC Boston vellinum á samtals 15 höggum undir pari, einu betur en Stenson á 14 undir og fjórum á undan Charley Hoffman sem endaði í þriðja sæti á 11 undir pari. Fyrir sigurinn fékk Fowler rúmlega 180 milljónir króna í verðlaunafé ásamt því að hann skaust upp í þriðja sæti stigalista FedEx-úrslitakeppninar þegar aðeins tvö mót eru eftir. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Það voru þeir Henrik Stenson og Rickie Fowler sem börðust um sigurinn á lokahringnum á Deutsche Bank meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en sá síðarnefndi hafði sigur eftir æsispennandi lokaholur. Fyrir hringinn leiddi Stenson með einu höggi á Fowler en hann hélt því forskoti þangað til á 16. holu á hringnum í kvöld þegar að Stenson sló upphafshögg sitt ofan í vatnstorfæru og fékk í kjölfarið tvöfaldan skolla. Fowler tók þá forystuna og fékk síðan par á síðustu tvær holurnar til þess að sigra en þetta er annar sigur þessa vinsæla kylfings á árinu eftir að hafa borið sigur úr býtum á Players meistaramótinu í vor. Hann lék hringina fjóra á TPC Boston vellinum á samtals 15 höggum undir pari, einu betur en Stenson á 14 undir og fjórum á undan Charley Hoffman sem endaði í þriðja sæti á 11 undir pari. Fyrir sigurinn fékk Fowler rúmlega 180 milljónir króna í verðlaunafé ásamt því að hann skaust upp í þriðja sæti stigalista FedEx-úrslitakeppninar þegar aðeins tvö mót eru eftir.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira