Flýgur til Lesbos að hjálpa flóttafólki Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. september 2015 07:00 Ásta segir engan ræða um það hvort taka eigi á móti flóttamönnum í Noregi. Umræðan snúist um það hvernig það verði gert. Mynd/AFP „Hver einasti dagur skiptir máli, ég hreinlega gat ekki setið hér lengur og ákvað því að freista þess að komast til Lesbos um miðjan október til að aðstoða flóttamenn á eyjunni,“ segir Ásta Hafþórsdóttir, kvikmyndagerðarkona í Ósló. Á Lesbos eru um sautján þúsund flóttamenn frá Sýrlandi sem vilja komast til meginlandsins með fjölskyldur sínar. Fréttastofa AFP greindi frá því í gærkvöldi að á eyjunni ríkti upplausnarástand. Flóttamenn sofi undir berum himni, hafi enga salernisaðstöðu, fæði eða klæði. „Það er mikill kraftur í Norðmönnum og meira en hundrað þúsund hafa boðið sig fram til hjálparstarfa. Hér verður maður alls ekki var við umræðu á meðal almennings um það hvort það eigi að taka á móti flóttamönnum eins og heima á Íslandi. Þeir sem hafa þá skoðun halda sig ef til vill til hlés, hér er bara rætt um hvernig skuli aðstoða flóttamenn sem hingað koma,“ segir Ásta en stjórnvöld í Noregi áætla að hennar sögn að taka á móti átta þúsund flóttamönnum. Eins og hér á landi þrýstir almenningur á um að enn fleiri flóttamönnum verði hleypt til landsins. „Það hefur orðið einhver sprenging og það er erfitt að útskýra af hverju. Fólk hugsar öðruvísi, segir Ásta og gefur dæmi um hlýhug Norðmanna síðustu daga. „Einn stærsti hóteleigandi í Noregi opnaði eitt af hótelum sínum fyrir fimmtíu flóttamönnum. Þau hefðu annars sofið á gólfi á móttökustöð fyrir flóttamenn en hóteleigandinn bauð þeim í staðinn að sofa í uppbúnum rúmum. Þetta er það sem ég verð vitni að núna og þykir fallegt.“Ásta lýsir því hvaða mögulegu verkefni bíði hennar komist hún til Lesbos. „Það þarf að gefa þeim mat, skó, vatn og burðarbelti því þau þurfa mörg að ganga afar langa leið. Fleiri þúsund manns reyna að komast þarna yfir í gegnum Lesbos. Það eru margir sjálfboðaliðar á leiðinni til eyjunnar núna. Það verður erfiðara þegar það fer að kólna, það þarf að halda hjálparstarfinu uppi í vetur, því flóttamannastrauminum linnir ekki.“ Hún er einstæð móðir tvíbura, fjögurra ára gamalla. Móðir hennar mun gæta þeirra á meðan hún leggur í langferðina og hún greiðir ferðina úr eigin vasa. „Ég fer á eigin vegum, flýg til eyjunnar og leigi mér hótelherbergi, ferðaáætlunin er ekki orðin ljós,“ segir hún en þegar nær dregur mun hún stofna síðu á Facebook í kringum ferðalag sitt. Flóttamenn Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
„Hver einasti dagur skiptir máli, ég hreinlega gat ekki setið hér lengur og ákvað því að freista þess að komast til Lesbos um miðjan október til að aðstoða flóttamenn á eyjunni,“ segir Ásta Hafþórsdóttir, kvikmyndagerðarkona í Ósló. Á Lesbos eru um sautján þúsund flóttamenn frá Sýrlandi sem vilja komast til meginlandsins með fjölskyldur sínar. Fréttastofa AFP greindi frá því í gærkvöldi að á eyjunni ríkti upplausnarástand. Flóttamenn sofi undir berum himni, hafi enga salernisaðstöðu, fæði eða klæði. „Það er mikill kraftur í Norðmönnum og meira en hundrað þúsund hafa boðið sig fram til hjálparstarfa. Hér verður maður alls ekki var við umræðu á meðal almennings um það hvort það eigi að taka á móti flóttamönnum eins og heima á Íslandi. Þeir sem hafa þá skoðun halda sig ef til vill til hlés, hér er bara rætt um hvernig skuli aðstoða flóttamenn sem hingað koma,“ segir Ásta en stjórnvöld í Noregi áætla að hennar sögn að taka á móti átta þúsund flóttamönnum. Eins og hér á landi þrýstir almenningur á um að enn fleiri flóttamönnum verði hleypt til landsins. „Það hefur orðið einhver sprenging og það er erfitt að útskýra af hverju. Fólk hugsar öðruvísi, segir Ásta og gefur dæmi um hlýhug Norðmanna síðustu daga. „Einn stærsti hóteleigandi í Noregi opnaði eitt af hótelum sínum fyrir fimmtíu flóttamönnum. Þau hefðu annars sofið á gólfi á móttökustöð fyrir flóttamenn en hóteleigandinn bauð þeim í staðinn að sofa í uppbúnum rúmum. Þetta er það sem ég verð vitni að núna og þykir fallegt.“Ásta lýsir því hvaða mögulegu verkefni bíði hennar komist hún til Lesbos. „Það þarf að gefa þeim mat, skó, vatn og burðarbelti því þau þurfa mörg að ganga afar langa leið. Fleiri þúsund manns reyna að komast þarna yfir í gegnum Lesbos. Það eru margir sjálfboðaliðar á leiðinni til eyjunnar núna. Það verður erfiðara þegar það fer að kólna, það þarf að halda hjálparstarfinu uppi í vetur, því flóttamannastrauminum linnir ekki.“ Hún er einstæð móðir tvíbura, fjögurra ára gamalla. Móðir hennar mun gæta þeirra á meðan hún leggur í langferðina og hún greiðir ferðina úr eigin vasa. „Ég fer á eigin vegum, flýg til eyjunnar og leigi mér hótelherbergi, ferðaáætlunin er ekki orðin ljós,“ segir hún en þegar nær dregur mun hún stofna síðu á Facebook í kringum ferðalag sitt.
Flóttamenn Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira