Haukur Helgi: Sárabót eftir tapið að fótboltaliðið vann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2015 08:00 Haukur Helgi Pálsson í viðtali á æfingu Íslands. vísir/valli Haukur Helgi Pálsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta mæta Serbíu í þriðja leik liðsins á EM 2015 í Berlín klukkan 12.30 í dag. Eftir tvo nauma tapleiki gegn Þýskalandi og Ítalíu þar sem strákarnir lögðu allt undir fengu þeir frídag í gær til endurheimtar. „Ég er bara góður. Mér líður vel og hlakkar til á morgun [í dag],“ sagði Haukur Helgi við Vísi á æfingu liðsins í gær. Fjölnismaðurinn er einn af yngri mönnum liðsins en ungir skrokkar finna líka fyrir svona álagi. „Menn vilja meina að ég sé elsti, yngsti maðurinn í þessu liði,“ sagði Haukur Helgi og hló, en liðið fór í jóga á æfingu í gær. „Ég hef mjög gott af þessu jóga. Maður er svo ofvirkur fyrir að það er fínt að læra að slaka á. Þetta var mjög gott.“Haukur Helgi bregður á leik eftir jógað og breiðir yfir Martin Hermannsson.vísir/valliTöpum ekki aftur með 50 stigum Þessi öflugi kraftframherji er spenntur fyrir áskoruninni að mæta Serbum sem eru eitt besta lið mótsins. Svekkelsið í fyrstu leikjunum er gleymt og grafið. „Það er búið. Nú er kominn nýr dagur. Maður einbeitir sér bara að því að ná sér og svo fer maður að hugsa út í næsta leik,“ sagði Haukur Helgi. „Við gerum alltaf okkar besta og við eigum enn fullt á tanknum, sérstaklega eftir svona hvíldardag og jóga.“ Körfuboltalandsliðið horfði á karlalandsliðið í fótbolta tryggja sér farseðilinn á EM á sunnudagskvöldið. „Við horfðum á þetta saman. Til hamingju bara Ísland með þetta fótboltalið. Það er frábært sem við erum að gera. Ég er hrikalega stoltur af því að vera Íslendingur í dag,“ sagði Haukur Helgi, en áfangi fótboltaliðsins hjálpaði til við að lækna sárin. „Mér fannst við eiga að klára síðasta leik en svo fór ekki. Það var því sárabót að fótboltinn vann.“ Serbía er sem fyrr segir eitt allra besta lið mótsins og líklegt til að vinna EM. Síðast þegar Ísland mætti Serbíu fór ekki vel. „Þeir mæta væntanlega dýrvitlausir en mig hlakkar mikið til að spila við þá þar sem við höfum keppt á móti þeim áður. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum gegn þeim núna. Síðast unnu þeir okkur með 50 stigum. Það er ekki að fara að gerast aftur,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jakob: Aldrei verið í þessu hlutverki að koma inn á áður Stórskytta íslenska liðsins vanari því að vera byrjunarliðsmaður en koma inn með kraft af bekknum. 8. september 2015 09:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta mæta Serbíu í þriðja leik liðsins á EM 2015 í Berlín klukkan 12.30 í dag. Eftir tvo nauma tapleiki gegn Þýskalandi og Ítalíu þar sem strákarnir lögðu allt undir fengu þeir frídag í gær til endurheimtar. „Ég er bara góður. Mér líður vel og hlakkar til á morgun [í dag],“ sagði Haukur Helgi við Vísi á æfingu liðsins í gær. Fjölnismaðurinn er einn af yngri mönnum liðsins en ungir skrokkar finna líka fyrir svona álagi. „Menn vilja meina að ég sé elsti, yngsti maðurinn í þessu liði,“ sagði Haukur Helgi og hló, en liðið fór í jóga á æfingu í gær. „Ég hef mjög gott af þessu jóga. Maður er svo ofvirkur fyrir að það er fínt að læra að slaka á. Þetta var mjög gott.“Haukur Helgi bregður á leik eftir jógað og breiðir yfir Martin Hermannsson.vísir/valliTöpum ekki aftur með 50 stigum Þessi öflugi kraftframherji er spenntur fyrir áskoruninni að mæta Serbum sem eru eitt besta lið mótsins. Svekkelsið í fyrstu leikjunum er gleymt og grafið. „Það er búið. Nú er kominn nýr dagur. Maður einbeitir sér bara að því að ná sér og svo fer maður að hugsa út í næsta leik,“ sagði Haukur Helgi. „Við gerum alltaf okkar besta og við eigum enn fullt á tanknum, sérstaklega eftir svona hvíldardag og jóga.“ Körfuboltalandsliðið horfði á karlalandsliðið í fótbolta tryggja sér farseðilinn á EM á sunnudagskvöldið. „Við horfðum á þetta saman. Til hamingju bara Ísland með þetta fótboltalið. Það er frábært sem við erum að gera. Ég er hrikalega stoltur af því að vera Íslendingur í dag,“ sagði Haukur Helgi, en áfangi fótboltaliðsins hjálpaði til við að lækna sárin. „Mér fannst við eiga að klára síðasta leik en svo fór ekki. Það var því sárabót að fótboltinn vann.“ Serbía er sem fyrr segir eitt allra besta lið mótsins og líklegt til að vinna EM. Síðast þegar Ísland mætti Serbíu fór ekki vel. „Þeir mæta væntanlega dýrvitlausir en mig hlakkar mikið til að spila við þá þar sem við höfum keppt á móti þeim áður. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum gegn þeim núna. Síðast unnu þeir okkur með 50 stigum. Það er ekki að fara að gerast aftur,“ sagði Haukur Helgi Pálsson.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jakob: Aldrei verið í þessu hlutverki að koma inn á áður Stórskytta íslenska liðsins vanari því að vera byrjunarliðsmaður en koma inn með kraft af bekknum. 8. september 2015 09:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Jakob: Aldrei verið í þessu hlutverki að koma inn á áður Stórskytta íslenska liðsins vanari því að vera byrjunarliðsmaður en koma inn með kraft af bekknum. 8. september 2015 09:00