Íslenska landsliðið slappaði algjörlega af á æfingu í dag | Fóru í jóga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2015 15:45 Ásdís Þorgilsdóttir og íslenska landsliðið út á miðju gólfi í Mercedens Benz höllinni í dag. Vísir/valli Íslenska körfuboltalandsliðið fékk tækifæri til að slaka vel á þegar liðið var á æfingu í Mercedens Benz höllinni í Berlín. Í dag var hvíldardagur hjá íslenska liðinu á Evrópumótinu og það var hugað vel að andlega þættinum á einu æfingu dagsins. Ástæðan fyrir afslöppuninni var að Körfuknattleikssambandið fékk Ásdísi Þorgilsdóttur til að fara með allt liðið í jóga. „Hún er búin að taka liðið nokkrum sinnum í jóga í sumar og það var tilvalið að fá hana til að hjálpa okkur með þetta þar sem að hún var á svæðinu," segir Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins. Ásdís Þorgilsdóttir, sem á sínum tíma lék knattspyrnu með Keflavík og KR, er íþróttakennari og eiginkona Gunnars Einarssonar, styrktarþjálfara íslenska liðsins. Ásdís stýrði jóga og afslöppun strákanna út á miðju gólfi í hinni glæsilegu Mercedens Benz höll. Það var mjög sérstök sjón fyrir íslensku blaðamennina þegar þeir fengu að fara inn í höllina í dag og þar blasti við allt íslenska liðið liggjandi út á miðju gólfi. Ásdís þekkir vel til þessa hluta enda starfar hún sem bæði einkaþjálfari og jógakennari. „Það er lítið sem við getum gert á frídeginum. Strákarnir sem hafa verið að spila minna tóku þátt í hörkuæfingu, aðrir eru að hvíla og sumir eru með þau skilaboð að þeir eigi ekkert að hreyfa sig,“ sagði Finnur. Íslenska landsliðið mætir Serbíu á morgun en það er þriðji leikur liðsins á Evrópumótinu. Leikurinn hefst klukkan 14.30 að staðartíma eða klukkan 12.30 að íslenskum tíma. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Gleymdi því af því ég var svo fúll og leiðinlegur Jón Arnór Stefánsson og liðsfélagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu stóðu sig frábærlega í gærkvöldi þrátt fyrir tapið á móti Ítölum. 7. september 2015 11:30 Logi: Vöðum bara óhræddir í Serbana Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 16:45 Jón Arnór í 9. sæti í stigum og í 3. sæti í stoðsendingum Jón Arnór Stefánsson er meðal efstu manna í stigum og stoðsendingum eftir tvær fyrstu umferðir riðlakeppninnar á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 23:30 Bara tveir leikmenn á EM með fleiri þrista en Hlynur og Haukur Ísland á tvo leikmenn meðal efstu manna í skoruðum þriggja stiga körfum eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta. 7. september 2015 13:30 Fór í ísbað eftir leikinn Jón Arnór Stefánsson er í risastóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu á Evrópumótinu og það er mikið álag á besta leikmanni liðsins. 7. september 2015 17:30 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið fékk tækifæri til að slaka vel á þegar liðið var á æfingu í Mercedens Benz höllinni í Berlín. Í dag var hvíldardagur hjá íslenska liðinu á Evrópumótinu og það var hugað vel að andlega þættinum á einu æfingu dagsins. Ástæðan fyrir afslöppuninni var að Körfuknattleikssambandið fékk Ásdísi Þorgilsdóttur til að fara með allt liðið í jóga. „Hún er búin að taka liðið nokkrum sinnum í jóga í sumar og það var tilvalið að fá hana til að hjálpa okkur með þetta þar sem að hún var á svæðinu," segir Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins. Ásdís Þorgilsdóttir, sem á sínum tíma lék knattspyrnu með Keflavík og KR, er íþróttakennari og eiginkona Gunnars Einarssonar, styrktarþjálfara íslenska liðsins. Ásdís stýrði jóga og afslöppun strákanna út á miðju gólfi í hinni glæsilegu Mercedens Benz höll. Það var mjög sérstök sjón fyrir íslensku blaðamennina þegar þeir fengu að fara inn í höllina í dag og þar blasti við allt íslenska liðið liggjandi út á miðju gólfi. Ásdís þekkir vel til þessa hluta enda starfar hún sem bæði einkaþjálfari og jógakennari. „Það er lítið sem við getum gert á frídeginum. Strákarnir sem hafa verið að spila minna tóku þátt í hörkuæfingu, aðrir eru að hvíla og sumir eru með þau skilaboð að þeir eigi ekkert að hreyfa sig,“ sagði Finnur. Íslenska landsliðið mætir Serbíu á morgun en það er þriðji leikur liðsins á Evrópumótinu. Leikurinn hefst klukkan 14.30 að staðartíma eða klukkan 12.30 að íslenskum tíma.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Gleymdi því af því ég var svo fúll og leiðinlegur Jón Arnór Stefánsson og liðsfélagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu stóðu sig frábærlega í gærkvöldi þrátt fyrir tapið á móti Ítölum. 7. september 2015 11:30 Logi: Vöðum bara óhræddir í Serbana Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 16:45 Jón Arnór í 9. sæti í stigum og í 3. sæti í stoðsendingum Jón Arnór Stefánsson er meðal efstu manna í stigum og stoðsendingum eftir tvær fyrstu umferðir riðlakeppninnar á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 23:30 Bara tveir leikmenn á EM með fleiri þrista en Hlynur og Haukur Ísland á tvo leikmenn meðal efstu manna í skoruðum þriggja stiga körfum eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta. 7. september 2015 13:30 Fór í ísbað eftir leikinn Jón Arnór Stefánsson er í risastóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu á Evrópumótinu og það er mikið álag á besta leikmanni liðsins. 7. september 2015 17:30 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Jón Arnór: Gleymdi því af því ég var svo fúll og leiðinlegur Jón Arnór Stefánsson og liðsfélagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu stóðu sig frábærlega í gærkvöldi þrátt fyrir tapið á móti Ítölum. 7. september 2015 11:30
Logi: Vöðum bara óhræddir í Serbana Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 16:45
Jón Arnór í 9. sæti í stigum og í 3. sæti í stoðsendingum Jón Arnór Stefánsson er meðal efstu manna í stigum og stoðsendingum eftir tvær fyrstu umferðir riðlakeppninnar á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 23:30
Bara tveir leikmenn á EM með fleiri þrista en Hlynur og Haukur Ísland á tvo leikmenn meðal efstu manna í skoruðum þriggja stiga körfum eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta. 7. september 2015 13:30
Fór í ísbað eftir leikinn Jón Arnór Stefánsson er í risastóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu á Evrópumótinu og það er mikið álag á besta leikmanni liðsins. 7. september 2015 17:30