Haukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni Anton Ingi Leifsson skrifar 6. september 2015 18:41 Haukur Helgi hefur spilað afar vel í mótinu til þessa. vísir/valli Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. „Þetta hefði getað dottið báðu megin. Mér fannst það það vera nokkuð "play" varnarmegin sem voru vafasöm. Einhver skot hefðu getað dottið niður, eitt til tvö, og þetta hefði orðið okkur leikur," sagði Haukur Helgi við Vísi í leikslok. „Það er rosalega stórt, en svona er þetta. Hann er það rosalega góður leikmaður að hann er ekkert að fara klikka á þessum vítum. Það má segja að þetta hafi verið nokkur "play" hér og þar." „Ég sagði að við myndum verða úthvíldir og núna fáum við einn dag í viðbót. Adrenalínið er bara í gangi og strax þegar áhorfendurnir eru byrjaðir að hvetja mann í upphitun. Það er ekki hægt að lýsa því hvað gerist. Þetta er ekki orka - þetta er eitthvað allt annað." Haukur segir að stuðningurinn við liðið sé algjörlega magnaður og stuðningsmenn annara liða hafi stoppað hann á förnum vegi. „Það var verið að stoppa mig núna og það var sagt við mig að við værum með "the most impressive fans at Eurobasket"." Hann ákvað að semja ekki við neitt lið fyrir mótið og nýtið mótið sem glugga. Hann hefur spilað afar vel í fyrstu leikjunum og er hann ánægður með sína spilamennsku. „Ég er að finna þjölina og það er bara skemmtilegt í svona leikjum. Vonandi kemur eitthvað mjög gott úr þessu, það er aldrei að vita. Maður veit aldrei hver er í stúkunni og ég er ekkert að pæla í því. Maður reynir bara að spila og vinna þessa leiki." „Það er ekki langt síðan að við vorum sáttir að tapa með sem minnstum mun, en við erum það góðir núna. Það er ástæðan fyrir því að við erum á þessu móti. Við erum búnir að sýna það núna tvo leiki í röð og báðir þessir leikir hefðu getað dottið okkar megin. Við eigum leik inni til að vinna. Það er bara þannig." „Það eru allir mjög góðir vinir hérna. Þótt að landsliðið sé ekki í gangi þá tölum við saman og það er bara frábært. Það er ástæðan fyrir því að við stöndum okkur svona vel. Þegar einhver er niðri þá eru ellefu aðrir til í að bakka hann upp," sagði Haukur Helgi í samtali við Vísi í leikslok. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. „Þetta hefði getað dottið báðu megin. Mér fannst það það vera nokkuð "play" varnarmegin sem voru vafasöm. Einhver skot hefðu getað dottið niður, eitt til tvö, og þetta hefði orðið okkur leikur," sagði Haukur Helgi við Vísi í leikslok. „Það er rosalega stórt, en svona er þetta. Hann er það rosalega góður leikmaður að hann er ekkert að fara klikka á þessum vítum. Það má segja að þetta hafi verið nokkur "play" hér og þar." „Ég sagði að við myndum verða úthvíldir og núna fáum við einn dag í viðbót. Adrenalínið er bara í gangi og strax þegar áhorfendurnir eru byrjaðir að hvetja mann í upphitun. Það er ekki hægt að lýsa því hvað gerist. Þetta er ekki orka - þetta er eitthvað allt annað." Haukur segir að stuðningurinn við liðið sé algjörlega magnaður og stuðningsmenn annara liða hafi stoppað hann á förnum vegi. „Það var verið að stoppa mig núna og það var sagt við mig að við værum með "the most impressive fans at Eurobasket"." Hann ákvað að semja ekki við neitt lið fyrir mótið og nýtið mótið sem glugga. Hann hefur spilað afar vel í fyrstu leikjunum og er hann ánægður með sína spilamennsku. „Ég er að finna þjölina og það er bara skemmtilegt í svona leikjum. Vonandi kemur eitthvað mjög gott úr þessu, það er aldrei að vita. Maður veit aldrei hver er í stúkunni og ég er ekkert að pæla í því. Maður reynir bara að spila og vinna þessa leiki." „Það er ekki langt síðan að við vorum sáttir að tapa með sem minnstum mun, en við erum það góðir núna. Það er ástæðan fyrir því að við erum á þessu móti. Við erum búnir að sýna það núna tvo leiki í röð og báðir þessir leikir hefðu getað dottið okkar megin. Við eigum leik inni til að vinna. Það er bara þannig." „Það eru allir mjög góðir vinir hérna. Þótt að landsliðið sé ekki í gangi þá tölum við saman og það er bara frábært. Það er ástæðan fyrir því að við stöndum okkur svona vel. Þegar einhver er niðri þá eru ellefu aðrir til í að bakka hann upp," sagði Haukur Helgi í samtali við Vísi í leikslok.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Sjá meira
Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum