Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta Anton Ingi Leifsson skrifar 6. september 2015 18:25 Hlynur í leiknum í dag. vísir/valli „Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. „Við erum þremur stigum yfir þegar þrjár mínútur eru eftir. Svo brjótum við á Belinelli og svo fengu þeir þrjú víti. Kannski urðum við aðeins of spenntir hérna í restina. Þetta er bara gífurlegt vonbrigði og svekkelsi." Hörður Axel Vilhjálmsson braut þá á Belinelli þegar hann var í þann mund að taka þriggja stiga skot og Belinelli setti öll þrjú stigin niður. Í þann mund breyttist leikurinn, en með stigunum þremur jöfnuðu Ítalar metin í 62-62. „Hann hefði tekið erfitt þriggja stiga skot og þótt hann sé einn af þeim betri í heiminum að taka þriggja stiga skot þá er hann bara 40%. Það eru meiri líkur en minni að hann klikki, en ég meina ef og hefði. Þetta eru íþróttir og svona gerist - þetta er bara ein stund í leiknum þó hún standi meira upp úr núna." „Við vorum alveg mjög góðir. Ég held að þetta sé besti landsleikur sem við höfum spilað á mínum landsliðsferli. Þessi og kannski síðari hálfleikurinn gegn Þýskalandi í gær voru gífurlega góðir leikir. „Þetta er í fyrsta skipti sem við höfum virkilega haft trú á því að vinnum stóra þjóð í körfubolta. Við höfum alltaf verið bara sáttir við að tapa með ekki of stórum mun, en núna í þessu móti höfum við haft trú á því. Þegar maður hefur svona mikla trú á því þá er þetta sárara." Íslenska fólkið í stúkunni var duglegt að láta dómara leiksins vinna fyrir kaupinu, en Hlynur segir að viti ekki hvort þeir hafi eitthvað dæmt með stóra liðinu, það er að segja Ítalíu. „Ég veit það ekki. Kannski eitthvað, ég bara veit það ekki. Ég held að það hjálpi mér ekkert ef ég bendi á það vonda hjá hinum. Ég hef trú á því að þeir hafi reynt sitt besta," sem segir að það sé gaman að sjá allt íslenska fólkð í stúkunni. „Heldur betur. Þetta eru andlit sem maður þekkir og allir sem hafa áhuga á körfubolta á Íslandi eru mættir hérna til Berlínar. Þetta er stórkostleg tilfinning að á seinni partinn af ferlinum er maður að upplifa þetta. Þetta er ekki sjálfgefið. Við þökkum fyrir þetta." Hlynur segir að það sé gaman að berjast við stóru kallana inni í teignum og hlakkar til viðureignanna við Serbíu og Spán. „Þetta er alls ekki pirrandi. Þetta er rosalega gaman og spila fyrir framan allt þetta fólk. Auðvitað er það erfitt og tekur mikla líkamlega orku. Í næstu tveimur leikjunum eru þetta allt öðruvísi týpur." „Mitt markmið er að vera alltaf með hausinn uppi eins og það gerum við allir. Það verður alveg eins á móti þeim (Spáni og Serbíu). Brekkan verður ennþá brattari þar og ég held að þeir leikir verði mjög erfiðir." „Ég held við höfum tapað fyrir Serbíu síðast með 48 stiga mun. Það var bara eins og jarðaför. Maður var byrjaður að hugsa strax í fyrsta leikhluta hvenær leikurinn væri búinn og hvenær maður kæmi upp á flugvöll. Við vonum að það verði ekki þannig núna," sagði Hlynur að lokum við íþróttadeild 365. EM 2015 í Berlín Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
„Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. „Við erum þremur stigum yfir þegar þrjár mínútur eru eftir. Svo brjótum við á Belinelli og svo fengu þeir þrjú víti. Kannski urðum við aðeins of spenntir hérna í restina. Þetta er bara gífurlegt vonbrigði og svekkelsi." Hörður Axel Vilhjálmsson braut þá á Belinelli þegar hann var í þann mund að taka þriggja stiga skot og Belinelli setti öll þrjú stigin niður. Í þann mund breyttist leikurinn, en með stigunum þremur jöfnuðu Ítalar metin í 62-62. „Hann hefði tekið erfitt þriggja stiga skot og þótt hann sé einn af þeim betri í heiminum að taka þriggja stiga skot þá er hann bara 40%. Það eru meiri líkur en minni að hann klikki, en ég meina ef og hefði. Þetta eru íþróttir og svona gerist - þetta er bara ein stund í leiknum þó hún standi meira upp úr núna." „Við vorum alveg mjög góðir. Ég held að þetta sé besti landsleikur sem við höfum spilað á mínum landsliðsferli. Þessi og kannski síðari hálfleikurinn gegn Þýskalandi í gær voru gífurlega góðir leikir. „Þetta er í fyrsta skipti sem við höfum virkilega haft trú á því að vinnum stóra þjóð í körfubolta. Við höfum alltaf verið bara sáttir við að tapa með ekki of stórum mun, en núna í þessu móti höfum við haft trú á því. Þegar maður hefur svona mikla trú á því þá er þetta sárara." Íslenska fólkið í stúkunni var duglegt að láta dómara leiksins vinna fyrir kaupinu, en Hlynur segir að viti ekki hvort þeir hafi eitthvað dæmt með stóra liðinu, það er að segja Ítalíu. „Ég veit það ekki. Kannski eitthvað, ég bara veit það ekki. Ég held að það hjálpi mér ekkert ef ég bendi á það vonda hjá hinum. Ég hef trú á því að þeir hafi reynt sitt besta," sem segir að það sé gaman að sjá allt íslenska fólkð í stúkunni. „Heldur betur. Þetta eru andlit sem maður þekkir og allir sem hafa áhuga á körfubolta á Íslandi eru mættir hérna til Berlínar. Þetta er stórkostleg tilfinning að á seinni partinn af ferlinum er maður að upplifa þetta. Þetta er ekki sjálfgefið. Við þökkum fyrir þetta." Hlynur segir að það sé gaman að berjast við stóru kallana inni í teignum og hlakkar til viðureignanna við Serbíu og Spán. „Þetta er alls ekki pirrandi. Þetta er rosalega gaman og spila fyrir framan allt þetta fólk. Auðvitað er það erfitt og tekur mikla líkamlega orku. Í næstu tveimur leikjunum eru þetta allt öðruvísi týpur." „Mitt markmið er að vera alltaf með hausinn uppi eins og það gerum við allir. Það verður alveg eins á móti þeim (Spáni og Serbíu). Brekkan verður ennþá brattari þar og ég held að þeir leikir verði mjög erfiðir." „Ég held við höfum tapað fyrir Serbíu síðast með 48 stiga mun. Það var bara eins og jarðaför. Maður var byrjaður að hugsa strax í fyrsta leikhluta hvenær leikurinn væri búinn og hvenær maður kæmi upp á flugvöll. Við vonum að það verði ekki þannig núna," sagði Hlynur að lokum við íþróttadeild 365.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira