Dorrit stal senunni í stuðningsmannapartýinu í gær | Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2015 11:52 Dorrit Moussaieff. Vísir/Valli Dorrit Moussaieff, eiginkona forseta Íslands, Herra Ólafs Ragnars Grímssonar, var hrókur alls fagnaðar í Berlín í gær þegar íslenska stuðningsfólkið hittist á Urban Spree fyrir leikinn. Þetta var sögulegur dagur fyrir íslenskan körfubolta og íslenskt íþróttalíf þegar íslenskt landslið spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti í einni vinsælustu íþrótt heims. Íslensku strákarnir töpuðu reyndar naumlega fyrir Þýskalandi en stóðu sig mjög vel á móti stjörnuprýddu þýsku liði. Menntamálaráðherrann Illugi Gunnarsson mætti á Urban Spree í gær nýkominn frá Amsterdam þar sem íslenska fótboltalandsliðið vann sögulegan sigur. Einar Bollason og fleiri gamlar goðsagnir voru að sjálfsögðu á staðnum, Tommi á Búllunni grillaði ofan í liðið og þarna voru líka Svali Björgvinsson, Hannes S. Jónsson formaður, Guðbjörg Norðfjörð varaformaður og nokkrir af leikjahæstu landsliðsmönnum Íslands frá upphafi eins og þeir Guðmundur Bragason og Herbert Arnarson. Það var hinsvegar frú Dorrit Moussaieff sem stal senunni en hún mætti klædd íslenska landsliðsbúningnum og heilsaði öllum sem vildu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Dorrit Moussaieff er á stórmóti hjá íslensku landsliði og það var meðal annars ógleymanlegt þegar hún mætti á Ólympíuleikana í Peking. Herra Ólafur Ragnar Grímsson var með henni þá en núna vara hún bara ein þar sem forsetinn var upptekinn heima á Íslandi. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegar myndir sem Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók af Dorrit Moussaief á Urban Spree í gær. Íslendingar í Berlín ætla að hittast fyrir leik á Urban Spree líkt og í gær. Ísland mætir Ítölum klukkan 18.00 að staðartíma í Berlín. Af gefnu tilefni hvetur KKÍ áhorfendur til að mæta tímanlega til að komast hjá töfum við innganginn á leikstað.Dorrit Moussaieff með Hannesi Jónssyni formanni KKÍ og Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Myndaveisla frá fyrsta leik Íslands í Berlín Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði með sex stiga mun, 71-65, fyrir Þýskalandi í fyrsta leiknum á EM, Eurobasket, sem fram fer í Berlín. 5. september 2015 15:50 Sjáðu stemninguna á Urban Spree fyrir Ísland - Þýskaland Íslensku stuðningsmennirnir sem staddir eru í Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta, Eurobasket, gerðu sér glaðan dag í dag. 5. september 2015 19:30 Sjáið íslensku strákana reyna að stoppa Dirk Nowitzki í gær | Myndband Dirk Nowitzki, einn þekktasti og besti evróski körfuboltamaður allra tíma, fór fyrir sigri Þjóðverja á móti Íslandi í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í gær. 6. september 2015 13:30 Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Hlynur um Dirk Nowitzki: Öðruvísi en að mæta einhverjum skógarhöggsmönnum Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, bar sig vel eftir leikinn á móti Þjóðverjum í dag en mikið álag verður á honum eins og öðrum lykilimönnum íslenska liðsins á Evrópumótinu. 6. september 2015 10:00 Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Dorrit Moussaieff, eiginkona forseta Íslands, Herra Ólafs Ragnars Grímssonar, var hrókur alls fagnaðar í Berlín í gær þegar íslenska stuðningsfólkið hittist á Urban Spree fyrir leikinn. Þetta var sögulegur dagur fyrir íslenskan körfubolta og íslenskt íþróttalíf þegar íslenskt landslið spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti í einni vinsælustu íþrótt heims. Íslensku strákarnir töpuðu reyndar naumlega fyrir Þýskalandi en stóðu sig mjög vel á móti stjörnuprýddu þýsku liði. Menntamálaráðherrann Illugi Gunnarsson mætti á Urban Spree í gær nýkominn frá Amsterdam þar sem íslenska fótboltalandsliðið vann sögulegan sigur. Einar Bollason og fleiri gamlar goðsagnir voru að sjálfsögðu á staðnum, Tommi á Búllunni grillaði ofan í liðið og þarna voru líka Svali Björgvinsson, Hannes S. Jónsson formaður, Guðbjörg Norðfjörð varaformaður og nokkrir af leikjahæstu landsliðsmönnum Íslands frá upphafi eins og þeir Guðmundur Bragason og Herbert Arnarson. Það var hinsvegar frú Dorrit Moussaieff sem stal senunni en hún mætti klædd íslenska landsliðsbúningnum og heilsaði öllum sem vildu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Dorrit Moussaieff er á stórmóti hjá íslensku landsliði og það var meðal annars ógleymanlegt þegar hún mætti á Ólympíuleikana í Peking. Herra Ólafur Ragnar Grímsson var með henni þá en núna vara hún bara ein þar sem forsetinn var upptekinn heima á Íslandi. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegar myndir sem Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók af Dorrit Moussaief á Urban Spree í gær. Íslendingar í Berlín ætla að hittast fyrir leik á Urban Spree líkt og í gær. Ísland mætir Ítölum klukkan 18.00 að staðartíma í Berlín. Af gefnu tilefni hvetur KKÍ áhorfendur til að mæta tímanlega til að komast hjá töfum við innganginn á leikstað.Dorrit Moussaieff með Hannesi Jónssyni formanni KKÍ og Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Myndaveisla frá fyrsta leik Íslands í Berlín Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði með sex stiga mun, 71-65, fyrir Þýskalandi í fyrsta leiknum á EM, Eurobasket, sem fram fer í Berlín. 5. september 2015 15:50 Sjáðu stemninguna á Urban Spree fyrir Ísland - Þýskaland Íslensku stuðningsmennirnir sem staddir eru í Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta, Eurobasket, gerðu sér glaðan dag í dag. 5. september 2015 19:30 Sjáið íslensku strákana reyna að stoppa Dirk Nowitzki í gær | Myndband Dirk Nowitzki, einn þekktasti og besti evróski körfuboltamaður allra tíma, fór fyrir sigri Þjóðverja á móti Íslandi í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í gær. 6. september 2015 13:30 Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Hlynur um Dirk Nowitzki: Öðruvísi en að mæta einhverjum skógarhöggsmönnum Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, bar sig vel eftir leikinn á móti Þjóðverjum í dag en mikið álag verður á honum eins og öðrum lykilimönnum íslenska liðsins á Evrópumótinu. 6. september 2015 10:00 Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Myndaveisla frá fyrsta leik Íslands í Berlín Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði með sex stiga mun, 71-65, fyrir Þýskalandi í fyrsta leiknum á EM, Eurobasket, sem fram fer í Berlín. 5. september 2015 15:50
Sjáðu stemninguna á Urban Spree fyrir Ísland - Þýskaland Íslensku stuðningsmennirnir sem staddir eru í Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta, Eurobasket, gerðu sér glaðan dag í dag. 5. september 2015 19:30
Sjáið íslensku strákana reyna að stoppa Dirk Nowitzki í gær | Myndband Dirk Nowitzki, einn þekktasti og besti evróski körfuboltamaður allra tíma, fór fyrir sigri Þjóðverja á móti Íslandi í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í gær. 6. september 2015 13:30
Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45
Hlynur um Dirk Nowitzki: Öðruvísi en að mæta einhverjum skógarhöggsmönnum Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, bar sig vel eftir leikinn á móti Þjóðverjum í dag en mikið álag verður á honum eins og öðrum lykilimönnum íslenska liðsins á Evrópumótinu. 6. september 2015 10:00