Mikið bókað fyrir sumarið 2016 Karl Lúðvíksson skrifar 6. september 2015 11:00 Veiðin í sumar er búin að fara langt fram úr öllum væntingum enda hefur veiðin verið afskaplega góð og það er að skila sér í pöntunum fyrir næsta sumar. Það er ennþá veitt í tæpar þrjár vikur í viðbót í laxveiðiánum, að Rangánum undanskildum en þar er veitt lengur, og veiðitölurnar eiga ennþá eftir að hækka. Þetta frábæra veiðisumar hefur ekki farið framhjá neinum í veiðiheiminum og þá sér í lagi erlendum veiðimönnum. Veiðin var afskaplega léleg í ánum í Skotlandi, Bretlandi og Írlandi, síðan hefur ástandið í Noregi verið mjög dapurt í mörg ár í flestum ánum. Þessi aflabrestur er farinn að hafa þau áhrif að erlendir veiðimenn eru nú þegar farnir að leggja inn bókanir fyrir næsta sumar og má reikna með mikilli aukningu á komum þeirra milli ára. Þetta er þegar farið að gefa ákveðinn tón fyrir sumrinu 2016 og má reikna með að töluverð aukning verði á komum erlendra veiðimanna til landsins. Á árum áður var þessi hópur svo til einskorðaður við aðaltímann í ánum en á þessu sumri voru margir farnir að mæta í silungsveiði í vor og á haustdögunum hafa víða erlendir veiðimenn verið að veiða á jaðartímunum í laxveiðiánum. Sem dæmi um stökk á milli ára í bókunum þá er í dag búið að bóka 98% ágústmánaðar í Ytri Rangá fyrir sumarið 2016 og um það bil 86% júlí. Það er ekkert skrítið að straumur erlendra veiðimanna hafi aukist í hana enda hefur veiðin verið góð og hlutfall stórra laxa verið með besta móti. Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði
Veiðin í sumar er búin að fara langt fram úr öllum væntingum enda hefur veiðin verið afskaplega góð og það er að skila sér í pöntunum fyrir næsta sumar. Það er ennþá veitt í tæpar þrjár vikur í viðbót í laxveiðiánum, að Rangánum undanskildum en þar er veitt lengur, og veiðitölurnar eiga ennþá eftir að hækka. Þetta frábæra veiðisumar hefur ekki farið framhjá neinum í veiðiheiminum og þá sér í lagi erlendum veiðimönnum. Veiðin var afskaplega léleg í ánum í Skotlandi, Bretlandi og Írlandi, síðan hefur ástandið í Noregi verið mjög dapurt í mörg ár í flestum ánum. Þessi aflabrestur er farinn að hafa þau áhrif að erlendir veiðimenn eru nú þegar farnir að leggja inn bókanir fyrir næsta sumar og má reikna með mikilli aukningu á komum þeirra milli ára. Þetta er þegar farið að gefa ákveðinn tón fyrir sumrinu 2016 og má reikna með að töluverð aukning verði á komum erlendra veiðimanna til landsins. Á árum áður var þessi hópur svo til einskorðaður við aðaltímann í ánum en á þessu sumri voru margir farnir að mæta í silungsveiði í vor og á haustdögunum hafa víða erlendir veiðimenn verið að veiða á jaðartímunum í laxveiðiánum. Sem dæmi um stökk á milli ára í bókunum þá er í dag búið að bóka 98% ágústmánaðar í Ytri Rangá fyrir sumarið 2016 og um það bil 86% júlí. Það er ekkert skrítið að straumur erlendra veiðimanna hafi aukist í hana enda hefur veiðin verið góð og hlutfall stórra laxa verið með besta móti.
Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði