Flóttamenn streyma inn í Austurríki Sveinn Arnarsson skrifar 5. september 2015 09:36 Þúsundir flóttamanna fóru frá Ungverjalandi í morgun og stefna á Vínarborg í Austurríki eftir að þýsk og austurrísk stjórnvöld samþykktu að taka á móti þeim. Austurríska lögreglan býst við að taka á móti um 10 þúsund flóttamönnum í dag frá Ungverjalandi og veita þeim fæði og skjól. Um klukkan þrjú í nótt að staðartíma komu rétt um eitt hundrað fólksflutningabílar til landamæraborgarinnar Nickelsdorf, Rúturnar voru sendar af austurrískum stjórnvöldum. Í Nickelsdorf beið fjöldi sýrlenskra flóttamanna eftir að komast inn í Austurríki. Hófust því flutningar á fólkinu í rauðabítið í morgun bæði með fólksflutningabílum sem og lest sem fer á þrjátíu mínútna fresti frá Nickelsdorf til Vínarborgar. Enn fleiri flóttamenn bíða á lestarstöðinni í Keleti í Ungverjalandi eftir því að komast leiðar sinnar lengra inn í Evrópu. Hundruð flóttamanna lögðu af stað fótgangandi gegnum Ungverjaland í gær eftir að hafa beðið dögum saman á lestarstöðinni í Búdapest. Sameinuðu þjóðirnar segja að runnin sé upp örlagastund fyrir Evrópu. Fólkið ætlaði gangandi til Austurríkis, um 240 kílómetra leið. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa reynt að hindra för þúsunda til Vestur-Evrópu og samþykktu í gær hert lög sem veitir meðal annars lögreglu auknar heimildir til að beita frekara valdi gegn straumi flóttafólks. Táragasi var beitt í flóttamannabúðum í bænum Röszke í gær þar sem verið er að reisa girðingu á landamærum Ungverjalands við Serbíu. Ungversk stjórnvöld hafa því í nótt ákveðið að opna landamæri sín til að hleypa flóttafólkinu í gegn á leið sinni ti Austurríkis og Þýskalands. Antonio Guterres, yfirmaður flóttamannadeildar Sameinuðu Þjóðanna, sagði í gær vanta heildarstefnu evrópuríkja til að taka á þeim vanda sem steðjaði að þeim. Sameinuð áætlun Evrópuríkja væri ekki til staðar og brýndi fyrir þeim að setja upp áætlun til að taka við um 200.000 flóttamönnum frá stríðshrjáðu Sýrlandi. Flóttamenn Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Þúsundir flóttamanna fóru frá Ungverjalandi í morgun og stefna á Vínarborg í Austurríki eftir að þýsk og austurrísk stjórnvöld samþykktu að taka á móti þeim. Austurríska lögreglan býst við að taka á móti um 10 þúsund flóttamönnum í dag frá Ungverjalandi og veita þeim fæði og skjól. Um klukkan þrjú í nótt að staðartíma komu rétt um eitt hundrað fólksflutningabílar til landamæraborgarinnar Nickelsdorf, Rúturnar voru sendar af austurrískum stjórnvöldum. Í Nickelsdorf beið fjöldi sýrlenskra flóttamanna eftir að komast inn í Austurríki. Hófust því flutningar á fólkinu í rauðabítið í morgun bæði með fólksflutningabílum sem og lest sem fer á þrjátíu mínútna fresti frá Nickelsdorf til Vínarborgar. Enn fleiri flóttamenn bíða á lestarstöðinni í Keleti í Ungverjalandi eftir því að komast leiðar sinnar lengra inn í Evrópu. Hundruð flóttamanna lögðu af stað fótgangandi gegnum Ungverjaland í gær eftir að hafa beðið dögum saman á lestarstöðinni í Búdapest. Sameinuðu þjóðirnar segja að runnin sé upp örlagastund fyrir Evrópu. Fólkið ætlaði gangandi til Austurríkis, um 240 kílómetra leið. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa reynt að hindra för þúsunda til Vestur-Evrópu og samþykktu í gær hert lög sem veitir meðal annars lögreglu auknar heimildir til að beita frekara valdi gegn straumi flóttafólks. Táragasi var beitt í flóttamannabúðum í bænum Röszke í gær þar sem verið er að reisa girðingu á landamærum Ungverjalands við Serbíu. Ungversk stjórnvöld hafa því í nótt ákveðið að opna landamæri sín til að hleypa flóttafólkinu í gegn á leið sinni ti Austurríkis og Þýskalands. Antonio Guterres, yfirmaður flóttamannadeildar Sameinuðu Þjóðanna, sagði í gær vanta heildarstefnu evrópuríkja til að taka á þeim vanda sem steðjaði að þeim. Sameinuð áætlun Evrópuríkja væri ekki til staðar og brýndi fyrir þeim að setja upp áætlun til að taka við um 200.000 flóttamönnum frá stríðshrjáðu Sýrlandi.
Flóttamenn Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira